Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 2. nóvember 1968. 7 N O Frá valdi myrkursins KÓLUSSUBR. 1. 11—14 A lltaf þegar Kólussubréfið er lesið, þá skyldi staönæmzt sérstaklega við þessi orð. Þau eru fögur, full af fögnuöi og fyrirheitum. Þakkarefnið til himnaföðurins er mikið — þetta, að hann hefur hrifið oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða son- ar — og gert oss hæf til að fá hhitdeild í arfleifö heilagra í ljósinu. E. t. v. finnst einhverj- um þetta ekki viðeigandi íhug- unarefni á þessum árstíma, þeg- ar veturinn og myrkur hans og kukJi er að halda innreið sína og setja merki sín á allt og alla. Birtan er skemmri í dag en hún var i gær, komandi nótt verður lengri en sú síðasta, eft- ir marga sólbjarta daga sumars- ins, eftir kyrrð og lognværu þessa blíða hausts, blása svalir vindar, feykja föllnum laufum og nísta sölnuð grös, sumarblá fjöll falin í gráma fyrstu snjóa — komið hrimkalt haust — horfin sumarblíöa.— Að vísu á haustið sitt aðdrátt- arafl. Það dregur okkur að sér með krafti minninganna. Sér- hvert haust hefur yfir sér hinn viðkvæma blæ saknaðar og trega, í ásjónu daganna er svip- mót þess liðna, grá regnþung ský komin í stað sólbliks sumar- heiðríkjunnar. Og hvað er svo framundan: langur, kaldur og kvíðvænlegur vetur meö óraleiðir skammdegis og útmánaða yfir til næsta vors. Hvaö skeður á þeirri leið? Verö- um viö þá á valdi myrkursins? Veröum við svo háð þessu ytra umhverfi að myrkrið sjálft seytli inn í okkar eigin hugskot, setj- ist að í sálinni, geri hugann vondapran, sjúkan af efa, sár- an af eftirsjá yfir því sem horf- ið er og kemur ekki aftur? Hvað segir iíka Fjallaskáldið: Föinar rós og bliknar blað á birkigreinum. I-Iúmar eins og haustar að í hjartans leynum. Á þessu hausti, eins og alltaf á þessum árstíma, hljótum við að ganga inn í hinn myrka vet- ur, sem í hönd fer. En þá er það svo óumræöilega mikilsvert að láta ekki myrkrið ná tökum á okkur hið innra, láta það ekki setjast að í sáiinni, ekki hausta í hjartanu, heldur eiga „sumar innra fyrir andann", eins og Steingrímur kvað, halda hugan- um opnum fyrir birtunni frá þeim vita, sem klýfur myrkrið, iýsir upp dimmuna með geislum sínum, svo að við finnum það ótvírætt, sannfærumst um það óbifaniega, að við erum innst inni ljóssins börn — aldrei ein og yfirgefin á myrkri og kaldri braut vetrarins — heldur er yfir okkur vakað af forsjón þess kærleiksríka Guðs, sem annast öil sín börn frá vöggu að gröf og veitir þeim vernd sína og fulltingi. Þessari huggunarríku, traustvekjandi forsjónartrú meg um við aldrei glata. Við veröum- e. s. m. s. að halda í hana dauða- haldi, styrkja hana af ailri þeirri orRu, sem við eigum yfir aö ráða, skapa henni rúm í skyn- samlegri lífsskoðun, halda henni vakandi með bænum okkar, vekja hana með lestri í orði Guðs, næra hana og efla með mætti þess kærleika, sem er sterkari en hel. Og þó — þó er eftir að nefna það, sem er mest um vert — það, að hér mætum við ófullkomin og veiklunduð mannanna böm, titrandi meö tóma hönd þeim leyndardómi, sem við eigum að þiggja án allra eigin verðleika, án verðskuld- unar — aðeins af náð Guðs, sem hefur gert okkur hæf til að fá hlutdeild í arfleifð heil- agra í ijósinu, hrifið okkur frá valdi myrkursins og leitt okkur inn í ríki síns elskaöa sonar. í honum eigum við endurlausn- ina, fyrirgefningu syndanna. — Megi sú himneska huggun, sem felst í þessu fagnaðarríka fyrir- heiti, megi hún veröa ijós okk- ar á dimmum brautum komandi vetrardaga — megi hún verða fararefni okkar um ófarna vegu tíma og eilífðar. Ég óttast ekkert Mér Iýsti ljóssins máttur, hver Iífs míns andardráttur var guðleg náðargjöf. Ég óttast ekkert myrkur, Guð er minn hjartastyrknr, þótt líkið verði lagt í gröf. Ólína Jónasdóttir Frækorn Þótt mitt ráð ... Ó, minn Guð, ég þakka þér þú vilt ætíö fylgja mér gegnum brim og boða. Eg er þinn og þú mér allt. Þótt mitt ráð sé stundum valt mun þín miskunn stoða. Fr. Fr. Fóm Á almenna kristilega mótinu í Vatnaskógi 22..—24. júní s.l. voru almenn samskot til kristni- hoðsins í Konsó. Þar söfnuðust 62.624,65 kr. Ilvað skeður? Hvað skeður á sunnudags- morgni, sem er meira virði en liggja í rúminu og hvíla sig? Kirkjuklukkurnar kalla til guðs- þjónustu, bæði eldri og yngri. Þar geta menn sameinazt um hið dýrmætasta af öllu — boð- Myndin, sem birtist í síðustu kirkjusíðu var af prestssetrinu Vallanesi á Fljótsdalshéraði skapinn um trú og kærleika, sem kom til vor mannanna í Jesú Kristi til þess að frelsa oss frá öllu því, sem spiilir lífinu og eyðileggur það, en beinir huga vorum inn á þær brautir, er sameina oss Guði og með- bræðrum vorum. Ó. J. Þ. í Jesú nafni Um Sigvalda nokkum Einars- son er sú saga, að vetur einn á Fljótsbakka, þar sem hann bjó langa tíð, hafði hann leyft fátækum manni, Benedikt í Barnafelli, beit í Þingey. En fleiri áttu þar beitarrétt sam- eiginlega, m. a. Sören Jónsson, mælskumaðurinn kunni frá Arn- dísarstöðum. En ekki var álits Sörens leitað í máli þessu, og spurði hann Sigvalda síðar í hvers nafni hann hefði leyft beitina. ,,í Jesú nafni,“ sagði Sigvaldi. Hefur þetta svar síð- an lifað í Þingeyjarsýslu og víð- ar. Tíminn, 10. 9. 1968. Nýjasta kirkjan Nýja kirkjan á Hólmavík. Tjeir voru drjúgmargir „Stað- imir“ á Vestfjarðakjáikan- um í gamla daga: Staður á Reykjanesi, í Súgandafirði, á Snæfjöilum, í Grunnavík, í Að- alvík, i Steingrímsfirði. Alls eru þetta sex Staðir. Nú er aðeins einn þeirra prestssetur og ber Staðarnafnið meö sama svip og áður. Þrír em í auðn, tveir eru bændabýli. Frá öömm þeirra, Stað á Reykjanesi, var prests- setrið flutt að Reykhólum, frá hinum, Stað I Steingrímsfirði, fluttist það í Hólmavíkurþorp, þar sem nú er risin kirkja, er vígð var á s.l. vori. Er hún veg- legt hús, stendur hátt og setur mjög svip á umhverfi sitt. Var því lýst í blöðum, þegar sagt var frá vígslu þess. Er hér birt mynd af þessu húsi, sem síðast hefur hlotið vígsiu á iandi hér. Ennfremur er mynd af Stað í Steingrímsfirði. Kirkjan þar er komin nokkuð á aöra öld, því hún var upphaflega byggö árið 1855, en árið 1908 fór fram á henni mikil viðgerð. Áriö eftir var hún afhent söfnuðinum. r. ; Staðarkirkja er fallegt hús, mjög í sama stil og hinar fjöl- mörgu timburkirkjur, sem tóku við af torfkirkjunum í sveitum landsins á síðustu öld. Af gfip- um Staðarkirkju má nefna mjög forna altaristöflu og aitarisklæði frá 1722. Staður í Steingrímsfiröi þótti gott brauð. Fylgdu staðnum þrjár hjáleigur: Aratunga, Kleppustaðir og Kolbjarnarstað- ir, og 11 kirkjujarðir með meira en .30 kúgildum. Voru leigurnar greiddar í smjöri en landskuldir í vaðmáli eða öðrum gildum landaurum. Auk þessa átti Stað- arkirkja reka á Reykjanesi að hálfu. Um Stað segir Árni Magnús- son, að þar sé skógur nægjan- legur til kola og eldiviðar, sum- arhagar yfirfljótanlega víðlend- ir, silungsveiði hafi til forna verið góð í Staðará en nú engin. Túnið fordjarfist af grjóti, engj- amar af skriðum og snjóflóð- um, hagar af uppblæstri, sel- vegur geysilangur, snjósamt á vetrum. Þrátt fyrir þessa ágalla var Staður eftirsött brauð vegna teknanna. Sátu þar ýmsir merk- ir prestar, sem voru prófastar Strandamanna. Meðal þeirra var „harði bisk- upinn“ Jón Árnason í Skálhoiti. Hann varð prestur á Stað árið 1707 og hafði þá beðið með vonarbréf eftir brauðinu í 15 ár og barið á Hólasveinum. Eftir Meistara Jón varð hann svo biskup í Skálhoiti, mest fyrir atbeina Árna Magnússon- ar, sem var frændi hans. Sigldi Steingrímsfjarðarklerkurinn til Hafnar með Stykkishólmsskipi haustið 1721 og hlaut vígslu 25. marz árið eftir í viðurvist kon- ungs og fleira stórmennis. Eftir vígsluna bauð jöfurr honum til veizlu og spurði hann margs um hagi manna á íslandi. „Er mælt, að Kristján Worm Sjá- landsbiskup, sem veitti sr. Jóni vígsluna, hafi látið raka skegg af honum nauðugum því að hann var fastheldinn í hátturn". Árið 1866 kom sr. Magnús Hákonarson til Staðar og hélt brauðið til æviloka — 1875. Um þær mundir var prestaævi- söguritarinn Sighvatur Borgfirð- ingur búsettur á Klúku í Bjarn- arfirði. Lýsir hann því sr. Magn- úsi af eigin kunnugleika, segir hann hafi verið gildvaxinn og í meðallagi á hæð, holdugur á efri árum, tígulegur á svip, heilsu- góður oftast, rammur að afli og ágætur sundmaður. Ilann var vei lærður [ tungumálum, eink- um norrænu og norrænum fræð- um og fylgdi mjög hinu fagra móðurmáli sínu svo að ekki mátti hann heyra rangmæli. Skáld var hann gott og orti ýmis kvæði, lausavísur og erfi- Ijóö, hraðkvæður var hann, þó málið væri vandað. Ilann var söngmaður góður og hafði sterk- an róm. Hann var prédikari með afbrigðum og vandaði öll prests- verk sín. Aldrei jarðsöng hann lík, svo að ekki héldi hann lík- ræðu, þótt ekki væri hann beð- inn. Það var eitt sinn sumariö 1870, að sr. Magnús söng messu á Kaldrananesi. Meöan stóð i tíðagjörð, var komið með lík til greftrunar norðan frá Eyjum á Bölum, en presti hafðj ekki ver- ið áður tilkynnt dauðsfallið, því bæði var vegur langur frá Eyj- um að Stað og veikindi gengu þar á bænum, en túnannir stóðu yfir. Vissi prestur ekkert af, fyrr en hann gekk í kirkju og líkið var komið heim að kirkju- garði. Tóku líkmenn þegar gröf- ina og gekk fljótt, en prestur sat á meðan i stofu sinni. Var þegar tekið til greftrunar. Flutti prestur snotra líkræðu alla í ljóðum. Var Sighvatur sjálfur staddur viö útförina, svo að þetta fer ekki milli mála. Vorið 1875 kom upp megn taugaveiki á Staö í Steingríms- firði. Tók sú sótt flesta á bæn- um. Úr henni dö sr. Magnos, kona hans og tveir synir upp- komnir, Bjami og Guðjón, öll á einni viku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.