Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 2. nóvember 1968. 9 „Jú, ég hef alltaf öðru hverju verið að grípa í að viða að mér efni x sögu íslenzkra blaða frá upphafi þeirra, 1848, en þá hóf Þjóðólfur göngu sína.“ Þetta segir Vilhjálm- ur Þ. Gíslason fyrrum útvarpsstjóri, en hann var um skeið formaður Blaðamannafélags ís- lands og er manna kunn- ugastur sögu þess. Vilhjálmur heldur áfram: g „í því sambandi dró ég | saman fyrir alllöngu úrval úr | ýmsu efni þeirra blaða, sem * komu út frá 1848 til þess tíma, jj er ég vann verkið, en það var | fyrir um þaö bii aldarfjórðungi. Ég hafði þann háttinn á, að ég | tók saman höfuögreinar úr. g hverju blaöi, svo að efnið yrði i sem misjafnast og fjölbreyti- | legast. Sumt af þessu er stutt — | annað lengra. Þetta efni hefur svo legið í skúffum hjá mér g|| lon og don. Mér var að vísu boð- ið, aö þetta yrði gefiö út, en þá var ég ekki tilbúinn til þess.“ Karlinn sagði: sem henni var ætlaður staður, svo að nauðsynlegt var að koma henni fyrir i prentsmiðjunni Rún. Prentarar sögöu, að vélin mundi reynast þeim atvinnu- spillir!!’-* • „HvaO hafiö þér um nú- tímablaðamennsku aö segja?** „Þaö er margt vel um blaða mennsku nú til dags. Ég er meðal annars ekki hneyksiaður á íslenzkumeðferð í blöðum. Mér finnst íslenzkan yfirleitt bæði vel og vandlega töluö og skrifuð. Að sjálfsögðu henda alltaf mistök í þeim verkum, sem unnin eru á hiaupum." • „Hvert finnst yöur vera helzta hlutverk blaöanna?** „Helzta verkefnið er að flytja fréttir og fræðsluefni, kannski á fleiri sviðum en blöð- in fást við núna. Blöðin eiga líka að túlka sín sjónarmið og sinna manna. En þó ber vand- lega að gæta þess að halda vel aðgreindri staðreynd fréttar og túlkun á frétt." • „Hvaö segiö þér um állt og vlröingu blaöamannastéttar innar út á viö. Stundum finnst manni leiöinlega al- gengt, aö almenningur og jafnvel sjálfir blaðamenn tali um „blaöasnápa** og „fréttasnata“?“ lingin, hún kom í Stjórnarráðið með fyrstu ritvélinni" • „Hvaö vakti fyrir yður með samantekt þessa rits?“ „Ég lít svoleiöis á, aö hlutur blaðanna, og þar á ég einkum við ritstjóra og blaðamenn, og fram- lag þeirra á sviði stjóm- og menningarmála hafi löngum ver ið vanmetinn. Ef hægt er að draga upp eitthvert yfirlit yfir starf þessara manna, fæst kannski ný heildarmynd, sem sýnir betur en áöur, hver skerf- ur þeirra hefur verið.“ • „Þér hafið haft allnáin kynni af blaðamennsku?** * „Það má segja það. Ég byrj- aði að starfa hjá föður mínum fyrir um það bil hálfri öld, um það leyti er ég lauk stúdents- prófi, en það var árið 1917. Hann var þá ritstjóri Lögréttu, og ég starfaði við það með hon- ur; ritaði einkum um bókmennt- ir, menningarmál og ýmiss kon- ar erlent efni.“ • „Hvað er að segja um starfsháttu þá?“ „Aðstaðan var að sjálfsö'gðu allt önnur en nú er. Blöðin voru miklu minni og yfirleitt vikublöð, þetta fjórar til átta síður. Ritstjórnarskrifstofur blaöa þekktust varla, nema þá einkaskrifstofur ritstjóranna, og sjaldgæft var, að fleiri en rit- stjórinn störfuðu að staðaldri við blaðið. Þeir voru allt í öllu.“ • „Eitt vinsælast skammar- yrða um dagblöð nú til dags er „gula pressan**. Voru blöð á þessum tíma hóf- samari eða varkárari heldur en nú er?“ „Það er erfitt að bera þaö nákvæml. saman, en á pólitísk- um róstutímum þá voru vammir og skammir í blöðunum og stór orð hvergi til spöruð, t. d. í sambandi við Uppkastið 1908 og jafnvel fyrir þann tíma. Svo var það líka, að margir sem þá rifust, kunnu svo sannarlega þá kúnst að rífast, þeir voru óvægnir en oft oröhéppnir og prýðilega ritfærir." ® „Hverjum augum leit al- menningur á þessar deilur?“ „Mikill hluti almennings hafði þá einlægan stjórnmála- áhuga og fylgdist af athygli með öllu, sem gerðist. Hvert orð var lesið. Já, þá var varla hægt aö talqt um kal eða stöðnun í stjórnmálum eins og nú er gert.*' ® „Þér komuð þar við sögu, þegar í fyrsta sinn kom verulega til kasta ísienzkra blaðamanna að kynna land sitt út á við — á Alþingis- hátíðinni 1930.“ ,,Já, ég sá um það sem að landkynningu laut, og einnig um móttöku erlendra og inn- • VIÐTAL DAGSINS er v/ð Vilhjálm Þ. Gislason, fyrrverandi út- varpsstjóra og fyrrverandi formann Blaba- mannafélags Islands lendra blaðamanna, sem komu til að vera viðstaddir hátíöa- höldin. Ég hafði gaman af því að kynnast erlendum blaða- mönnum og starfsháttum þeirra, en þeir voru stundum töluvert aðsóp.j...iklir við fréttaöflunina, svo að það þurfti að hafa lag á þeim, en þetta jafnaðist allt að lokum. Fyrirþessablaðamenn voru settar upp sérstakar bæki- stöðvar, og þar var sannarlega líf í tuskunum." • „Þér hafið séð starfið á blöðum og . éttastofnunum taka mikium breytingum?** „Starfið hefur t. d. breytzt að því leyti, að vinnubrögðin hafa sérhæfzt, með auknu starfsliði, þannig að nú þarf ekki lengur aðeins einn maður að leggja til allt þaö efni, sem birtist. Hraði i afköstum hefur aukizt. Fréttir koma fyrr fyrir almennings sjónir, og þar fram eftir götunum." • „í sambandi við hraða í af- köstum, eiga t. d. ritvélarn- ar ekki einhvem þátt í því, að hann hefur aukizt.** „Jú, það hefur verið mikill munur á því aö þurfa að hand- skrifa alla hluti. Ég man eftir því, að ritvélar komu tiltölu- lega snemma á Vísi og Morgun- blaðið, þótt þær yrðu ekki al- ,.ænnt útbrc'^dar. f sambandi við ritvélar man ég eftir einni sögu af gömlum starfsmanni í Stjórnarráöinu, en hann sagöi alltaf: „Spillingin, hún kom hingað um leið og ritvélarnar." Meö tilkomu setjaravélanna hafa afköstin einnig aukizt gíf- urlega. Það var Lögrétta, sem fékk fyrst slíka véi hingað ti! lands, þótt hún fengi ekki varmar viðtökur hjá sjálfum prenturunum. En svoleiðis var, að setjaravélin fékk alls ekki að fara inn í Gutenberg, þar „Ég veit ekki, hvort virð- ing stéttarinnar hefur farið minnkandi, en ég minnist þess aftur á móti, að það var mjög algengt í gamla daga, að menn bæru mikla virðingu fyrir blöð unum og þeim, sem unnu við útgáfu þeirra. Þá hafði fólk tröllatrú á blöðunum. Fólk sagði: „Það er rétt — „það stendur á prenti," Og þar með var málið útkljáð. Kannski hefur fólk dregið úr trú sinni á blöðunum, því að þau fara núna stundum létt- ara út í sum mál, sem er eðli- leg afleiðing þess, að þau koma nú langtum víðar við heldur en þau gerðu." • „Hvaö teljið þér, að Blaða- mannafélagið þurfi að leggja mesta áherzlu á i framtíðinni?** „Blaöamannafélagiö — og þá einkum ritstjórar blaðanna — mættu leggja á það áherzlu að vanda mjög til vals á mönnum. Margt í þessu starfi veltur að sjálfsögðu á þvi, að blaðamenn hafi góða menntun og þekkingu, sem ef til vill gæti fengizt með því að stofnaður yrði blaða- mannaskóli, En höfuðatriðið er, að í þetta starf veljist menn, sem hafa, eins og það var einu sinni kallað, „journalistískt nefi“ • „Og að lokum ...“ „Ég vil gjarnan segja, að ég hef haft mikla ánægju af kynn um mfnum af Blaðamannafélag- inu og félögum í starfi, og mundi óska þess, aö hægt væri að efla Blaöamannafélag Islands — ekki bara sem hagsmuna- samtök — heldur sem fiölhliða félag, sem vinnur að þvi að hlúa að áhugamálum blaða- manna.“ -Þráinn. TÍSlEt SFTS' I tilefni af afmæli Blaðamanna- félags Islands sneri Vísir sér til nokkurra félagsmanna með spurninguna: „Af hverju valdir þú blaða- (frétta-) manns- starfið?“ v^- \ V tt' » ~ Cf'4 Ásmundur Sigurjónsson, viljanum: „Ég get alls ímyndað mér það. Þetta allt eins og af sjálfu sér.“ Magnús Bjamfreðsson, Sjón- varpinu: „Það vita fæstir, hvað þeir eru að gera, þegar þeir fara út í blaðamennsku. En ég hef haldið áfram í henni og smitazt af „bakteríunni" og tel hana hið skemmtilegasta og fjölbreytt- asta starf — þrátt fyrir allt!!“ Sverrir Þórðarson, Morgunblað- inu: „Það var engin tilviljun, heldur þvert á móti ásetningur minn. Ég var sennilega 8—10 ára gamall þegar ég ákvað, að ég skyldi verða blaðamaður, þegar ég yrði stór“. Ámi Gunnarsson, Hljóðvarpinu: „Það var aðallega af því aö mér fannst starfið spennandi. Þaö er skemmtilega erfitt viðfangsefni, og gefur kost á aö kynnast mörgu. Segja má, að blaðamenn haldi um púlsinn á þjóðlífinu.“ Hallur Símonarson, Tímanum: „Það var hrein tilviljun. Ég var i músík og fór að gefa út jass- blað. Síðan frétti ég, aö Tímann vantaöi mann til að skrifa um íþróttir og hér hef ég verið í um 20 ár.“ Sigurjón Jóhannsson, Alþýðu- blaðinu: „Það var fyrir hreina 1 tilviljun. Ég átti leið á Þjóðvili- ann, þegar Bjarni frá Hof- teigi var í þann veg að hætta. Ég var spurður, hvort ég vildi starfið, og ég sagði já, án þess að gera mér grein fyrir hvers eölis bað væri. Síðan hef ég gert ítrekaðar tilraunir til að hætta í blaöamennskunni, en ekki tek- izt, og er því líklega dæmdur til að halda áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.