Vísir - 06.11.1968, Síða 1

Vísir - 06.11.1968, Síða 1
I 58. árg. — Míðvnojdasrur 5. nðvember 1968. — 251. tbl. Kjörmenn: Nixon 217 Humphrey 187 Wnlluce 45 Atkvæðí: Nixon 26.4 m. Humphrey 25.1 m. Wulluce 8.6 m. 7 ríki vanlar enn i dæmid og ekki enn fulltalid i nokkrum 'óðrum Repúblikanar vinna lítið á í kosningum um fylkisstjóra og öldungadeildarmenn ÞAÐ ERU fleiri en forseta- frambjóðendurnir, sem bíða spenntir eftir endanlegum úr- siitum kosninganna í Banda- ríkjunum. Eins og kunnugt er var einnig kosið um menn í mikinn fjölda annarra emb- ætta. Ailir 435 bingmenn í Fulltrúadeild Bandaríkja- þings eru kjörnir, og 34 öld- ungadeildarþingmenn af 100, og sömuleiðis fylkisstjórar í 21 fylki af 50. I kosningunum til Öldunga- deildarinnar er það ijóst, að demókratar munu vart tapa mörgum sætum. Þegar er víst, að demókratinn William Ful- bright hefur náð kosningu til Öldungadeildar 1 Arkansas- ríki. Barry Goldwater (republí- kani) náði kosningu í Arizona. Jacob Javitz (repúblíkani) i New York hélt sætj sínu f öld- ungadeiidinni. . Demókratinn Abraham Ribicoff sigraði óvænt í Connecticut-fylki. Everett Dirksen (repúblíkani) hélt öld- ungadeildarsætj sínu fyrir Illi- nois-riki, þótt óvænlega hafi horft, þegar fyrstu tölur tóku að berast. Joseph Clarke (dem.) tapaði óvænt í Pennsylvaníu fyrir Ric hard S. Schweiker, en Clarke var kunnur fyrir gagnrýni sitia 4 á Víetnam-stefriu Johnsons forseta. 1 Flórída sigraði Ed- ward Gurney (rep.) fyrrverandi ríkisstjórann þar, Le Roy Coll- ins, en þeir kepptu um sæti, sem demókratinn Smathers hafði áður haft, en hann dregur sig nú í hlé. Wayne Morse (dem.) í Oreg- on féll fyrir Robert Packwood, en Morse hefur undanfarið ver- ið harðorður í gagnrýni sinni á Víetnamstefnu forsetans. Fyrstu úrslit í ríkisstjóra- kosningunum fengust í Vermont en þar hafði ríkisstjórinrt Phil- ip Hoff dregið sig í hlé, en hann er demókrati. Repúblikan ■ uiui^MMmiinnnwi inn Deane Davis sigraði þar mótframbjóöanda sinn, John Daley (dem.) Einnig unnu repúblikanar snemma sigur í Indíana, þar sem Edgar E. Whitcomb sigraði Robert L. Rock, sem áöur var aðstoöarríkisstjóri. 1 Delaware sigraði Russell Pet erson (rep.) demókratann Charl es T-erry, sem áður var fylkis- stjóri. Demökratar unnu ríkisstjóra embættiö i Rhode Island, þar sem Frank Licht sigraði John Chafee, sem áður var fylkis- stjóri. 10. sfða NIXON HA FÐI BETUR uáncn ~ EN ekki næga íSMUEum kjörmannatölu Kosið í USA , Bls. 3 ■ — Myndsjá frá undlr- búningi kosninganna. — 7 Erlendar fréttir — 8 Forsetakosningarnar og ( stöðvun árása á N- Víetnam. f| Richard Nixon stöö i kosningunum í Bandaríkj-1 pressuna um hádegisbilið. öllu betur að vígi í forseta-1 unum, þegar Vísir fór í I Nixon var spáð 266 kjör- mönnum af tölvum, — þarf 270 til að vinna endanlegan sigur. Humphrey var spáð 229 kjörmönnum og Wall- ace 45. Nixon hafði og flest atkvæði samanlagt eins og sjá má annars staðar í blaðinu, eða um 300 þús. fleiri en Humphrey skv. síðustu tölum. Talning var ekki komin það 'Iangt á veg í eftirtöldum sjö ríkjum, að hægt væri að spá fyrir um úrslit með neinni vissu i þem: Kalfornía (40), Illnois (26), Missouri (12), New Hamps- hire (4), Pennsyivanía (29), Tennessee (II), Washington (9). Nixon hefur betur í Kalifomíu, New Hampshire og Tennessee, en Humphrey betur í Missouri, Pennsylvaniu og Washington. Illinois skiptist jafnt. • NIXON TOK FORUSTU 1 UPPHAFI. Richard Nixon tók forustuna strax í upphafi talningarinnar í nött. Klukkan tvö að íslenzkum tima þóttu úrslit fyrirsjáanleg í nokkrum Suðurrikjanna. Nix- on hafði þá unnið sjö ríki, Humphrey þrjú og Wallace tvö. »->■ 10. sfða. Kjörmannatolur X 2 Alabama Arizona Colorado Connecticut Delaware Florida Hawai Idaho Indíana lowa Kansas Kentucky Louisiana Maine Massachusetts Michigan Minnesota Missisippi Montana Nebraska Nevada New Jersey New Mexico New York N. Carolina Oklahoma Oregon Pennsylvania Rhode Island 5outh Carolina South Dakota Texas Utab Vernjpnt Virginía Washington West Virginia Vísconsin Wyoming D. C. Ohio Alaska Marj'iand Georgia Arkansas Visconsin Samtals: 4 5 3 17 4 13 8 6 12 9 7 12 3 3 26 3 10 12 6 12 217 187 45 Hér til vinstri fylgir listi • yfir |>að, hvernig kjörmenn ríkjanna skiptast á milli frambjóöend- anna. Listinn er byggður á út- reikningum tölva, sem mataðar hafa verið á síðustu niðurstöö- um atkvæðaíalningarinnar, en baridarískar útvarpsstöðvar fuil- yrða, að spá tölvanfta muni vera mjög nákvæm. Óvissa rikti þó í sjö ríkjum, þegar blaðið fór í prentun. Þar eru stærst Illinois með 26 kjörmenn og Kalifornía með 40.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.