Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 2
I
V1S IR . Miðvikudagur 6. nóvember 1968.
Stmgimar urou 10 smnum fyrir
barðinu á „pressu"- skotum
— en samt varð jafntefli landsliðs og pressu 14:14
■ Stórkallaleikur með fór fram í íþróttahöllinni
rifnum skyrtum, glóðar- í Laugardal í gærkvöldi.
augum og tilheyrandi Það voru pressan og
HLJÓMAR í
KNATTSPYRNU!
Verða með á afmælismóti Vikings annað kv'óldl
Knattspymufélagið Víkingur
efnir til innanhúss luiatt-
spymumóts í Iþróttahöllinni í
Laugardal annað kvöld, en
keppnin hefst kl. 8. Mótiö er
haldið í tilefni 60 ára afmæiis
félagsins, sem var nýlega.
Átta lið taka þátt í mótinu.
Víkingur sendir tvö lið, en
eftirtalin félög eitt lið hvert.
Kefiavík, Akranes, Fram, KR,
Valur, Þróttur.
Keppni þessi verður með út-
sláttarfyrirkomulagi þannig að
það lið sem tapar er úr leik.
Sigurvegarinn í mótinu hlýt-
ur veglegan grip, sem Söbechs
verzlun hefur gefið.
Rúsínan í pylsuendanum á
þessu móti er leikur Lúðra-
sveitar Reykjavíkur og Hljóma,
hinnar kunnu pophljómsveit-
ar. Hljómsveitirnar leika
knattspyrnu og auk þess munú
Hljómar leika nokkur lög og
þéir munu leika hvort sem þeir
tapa viðureigninni við Lúðra-
sveitina eða ekki.
landsliðið, sem léku, —
það varð jafntefli, 14:14,
og eiginlega má segja að
ekki var hægt að gera
það almennilega upp við
sig, hvort liðið var lands
lið.
Það eina, sem pressuliðiö
hafði þó fram yfir landsliðið'
var hin frábæra hittnj á mark-
stangimar. Tíu sinnum skall
boltinn í stöngum landsliðsips,
en þó ekki nema 4 sinnum á
pressu-markinu.
Þess er skylt að geta að í
landsliðið vantaöi báða bræð-
urna Geir og Örn Hallsteinssyni
og Sigurð Einarsson, en í stað
þeirra komu Bergur Guðnason,
Ásgeir Elíasson og loks Gísli
Blöndal, sem var sóttur noröur
til að reyna hann, en hann leik
ur með KA.
Byrjun landsliðsins var hörmu
leg, svo ekkj sé sterkar kveðiö
að orði. Fyrst eftir 11 mínútur
skoraöi , liðið mark. Þá var®-
pressulið búið að skora 2 sín
fyrstu mörk. Jón Hjaltalín jafn
aði fyrir landsliðið í 3:3 og Gísli
Tæröj liöinu forustu 4:3, en í
hálfleik var staðan 6:4 fyrir
landsliðið, sem er óvenjulág
markatala, þegar tillit er tekið
til þeirra stórskyttna, sem
þaína voru. Jón Hjaltalín virtist
eina „fallbyssan“ í notkun, skor
aði 4 af þessúm sex mörkum.
I byrjun seinni hálfleiks jafn
aði „pressan“ í 6:6. Þar var
Gunnlaugur Hjálmarsson, að
þessu sinni i hinum græna bún-
ingi pressunnar (óvenjuleg
sjón)). Landsliðinu gekk ekkert
að komast fram úr pressulið-
inu, — það var öðru nær, stang
arskotin héldu áfram og þó
tókst pressunni að halda strik-
inu, og var aidrei nema 1—2
mörkum undir, eða þá meö
jafna stöðu.
Þvi miður var þessi leikur
eindæma leiðinlegur, og líklega
hafa áhorfendur, sem gjörsam-
lega sviku þetta kvöld, átt þátt
í því. A.m.k. var hvorki hóstað
né stunið á áhorfendastæðunum
undir lokin þegar sem mest
,,spenna“ var komin í leikinn.
Undir lokin gerðu tvö óheppileg
og vafasöm skot Þórðar Sigurðs
sonar út um það að pressulið-
inu tækist að sigra og Hjalta í
pressumarkinu var það að
þakka að landsliðið vann ekki.
Úrslitatalan var 14:14, sann-
gjöm úrslit
Landsliðið þrengdi sér yfir-
leitt of mikið inn á miðjuna.
Línusendingar voru of fátíöar.
Áhuginn var ekkert of mikill
þrátt fyrir aö leikurinn væri all
grófur. Satt að segja virtist
helzt útlit fyrir að menn vildu
aðeins reyna að koma í veg
fyrir að leika sig úr liðinu með
afglöpum.
Pressuliðið lék af meiri áhuga
enda meira að vinna fyrir leik-
menn þeirra. Þetta gerir það
að verkum að leikur pressuliðs
verður yfirleitt óþvingaðri og
skemmtilegri. Sigurður Óskars-
son stóð sig mjög vel í pressu-
liðinu, Gunnlaugur var í tals-
verðum ham, Guðjón var oft
góður, og Hjalti varði markið
vel, stóð allan tímann vörð um
markið. Nýiiðinn, Brynjólfur
Markússon, sem er körfuknatt-
leiksmaður í KR, en handknatt
leiksmaður í ÍR, stóð sig mjög
vel og kom á óvart.
Dómarar voru Sveinn Kristj-
ánsson og Björn Kristjánsson
og dæmdu ágætlega, en
Bjöm var þó greinilega í meiri
æfingu, enda hefur hann sýnt
mikinn áhuga í störfum, þótt
hann hafi ekki milliríkjarétt-
indi, en flestir eru þeirrar skoð
unar að hann hefðr átt að fá
þau réttindi í haust. - klp —
Hljómar og Shady - nú koma þau fram á knattspymuvellinum.
Spurt um
knattspymumál
9 Íþróttasíðunni bárust fyrir
nokkru spurningar frá áhuga-
manni um knattspymu, spurn-
ingar, sem gaman væri að svara
og mun gert næstu daga. Hins
vegar birtum við snurninealist-
ann hér með:
1. Hver er tekjuskipting félag-
anna af I. deildar leikjum?
2. Hvernig greiðist feröa- og uppi
haldskostnaður, vggna útileikja?
3. Hver er hlutur K.S.Í. af leik-
tekjum prósentvís?
inga a. í Rcykjavik b. úti á
landi?
6. Hver eru laun leikdómenda í
I. deild, og hvert renna þau?
7. Fá knattspyrnuráðin, hvert á
sinum stað tekjur af I. deildar-
leikjum, leiknum á ráðssvæði
hvers um sig?
8. Hve margir fastir starfsmenn
eru við iþróttasvæði á hverjum
stað, nefndum hér að framan,
og hvert er hlutfallið miöað
við ibúafjölda hvers staðar?
Hver er reksturskostnaður í-
þróttavallanna miðað við heild
Hver er hlutur iþróttavallanna 9.
(%) a. i Reykjavík, b. Akur-1
eyri, c. Vestmannaeyjum, d. arútgjöld framannefndra bæjar-
Keflavík, e. Akranesi? félaga hvcrs um sig?
5. Hve margir frímióar eru afhent
ir hverjum og hverjir ráða
skiptingu þeirra milli einstakl-
H. E.
VITIÐ ÞÉR
að glæsilegasta og mesta úrval
landsins af svefnherbergishús-
gögnum er hjá okkur.
dt ag verðið er lægst hjá okkur.
dí að kjörin eru bezt hjá okkur.
Leitið ekki langt yfir skammt.
’ VERKTÁKAR - VINNUVÉLÁIEI&A ■■
íS
V & «RS; .. ’ JíBi j. iSf;
LoilprcSsur- Slairðyriiíur
I I I J I I I
«aa<ar->at->ol íir» —
(J 0 Simi-22900 Laugaveg 26
» k L
Tökum að okkur alls konar
framkvœmdir
bœði í tíma-og ókvœðisvlnnu
Mikil reynsla í sprengingum j
_______ . I
LOFTORKA SF.
SIMAR: 21450 & iOtpO