Vísir - 06.11.1968, Side 12
72
V í S IR . Miðvikudagur S. nóvember 1968.
„Ég reiðist þér ekki“, sagði hann.
HUn reis úr sæti sínu, gekk til
hans, en nam svo staðar á miðri
leið. „Þegar ég kom áðan og
vissi, að þú varst kominn heim, en
bíllinn þinn var ekki i skúrnum..
svo sá ég þig og veitti fötunum
þínum athygli ... og ég sá aftur fyr
ir hugskotssjónum mínum. Og hið
eina, sem komst aö í huga mín-
um, var þetta: Hann er á lffi, guði
sé lof...“
, Rödd hennar var undurþýð og
svo tóg, að það var með naumind
um, að hann gat greint orðin. Hann
stóð þögull, þorði ekki að segja
neitt af ótta við að hann kynni að
rjúfa hið nána samband sem mynd-
azt hafði á milli þeirra. Það varö
stutt þögn, og hún horfði á hann og
augu hennar ljómuðu af ástúð og
inniteik. Smám saman var sem
hann losnaði úr einhverjum viöjum
og hann gleymdi Charles hinum
gersamlega nokkurt andartak.
Það var hún, sem að lokum rauf
þögnina. „Á stundum spyr ég sjálfá
mig hvort maður hafi í rauninni
ekki gott af því aö finna til
hræöslu endrum og eins. Og vera
einn... það getur knúð mann til
skilnings ...“ En svo brá fyrir
hörku í röddinni. „Ég segi þér ein-
ungis það, sem satt er, Charles ..
ÝMISLEGT YMISLEGT
SS" 30435
rökuro aC 'jkkui nvers- kunai tiiurftí"
og sprengivinnu i húsgrunnuro rg ræs
iim Ceigjiim út loftpressui ie rfbr
sleða Vélaieiga Steindórs Stghvats
ionai Álfabrekkt. viC Suðurlands
braut. «imi t0435
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM
LAUGAVEG <2 - SlMI 10E25 HEIMASIMI 03634
BOLSTRUR!
Svefnbekkir í úrvali á verkstæöisverði
~t~
GÍSLI
JÓNSSON
Akurgerði 31
Smi 35199.
Fjölhæt larðvinnsluvé) ann-
ast lóðastandsetningar, gref
húsgrunna, holræsi o.ft.
Ég var ekki einungis hrædd, ég
var líka tortryggin. Ég margendur
tók við sjálfa mig, að það gæti
ekki verið, að það væri um
neina aðra að ræða, hefði aldrei
verið og gæti ekki orðið. ..“ Það
brá fyrir gremju í dimmbláum aug
um hennar. „Finnst þér það nokkuð
undarlegt, þótt þessar hugsanir
vöknuðu með mér, eins og þú hef-
ur hagað þér að undanförnu?"
Hann hristi höfuðið. Nei það var
ekki að undra og orð Houghtons í
símanum bergmáluðu í huga hans:
Þú spyrð ekki einu sinni um líðan
stúlkunnar . .. Hann fyrirleit þenn
an Charles, hataði hann fyrir það,
sem hann hlaut að hafa gert.
„Ég sé þaðiá þér að þú ert reiö
ur Charles”, sagði hún glettnislega
og afsakandi í senn. „Þú veröur að
fyrirgefa mér. Ég þekki þig svo vel
að ég veit að ég hef ekkert aö
óttast. Engu að síður sækir efinn
og óttinn stöðugt aö mér. Það er
sennilega endurminningin um móö
ur mína sem veldur því, að þetta er
svona“.
Adele Barachois í New York,
hugsaði hann. Ætli ég fengi að stíga
út úr lestinni ef ég kæmi, hafði hún
sagt, eða eitthvað á þá leið.
Alexandría kom alveg að honum
snerti kragann á jakkanum hans.
.„Veiztu það, að mér hafa alltaf
fundizt þessi föt klæða þig betur
en nokkur önnur. Það er orðið
langt siðan þú hefur farið í þau.“
„Ekki mundi ég eftir því“ sagði
hann, sagði það satt, en iðraðist
þó, að hafa ósjálfrátt gefið þannig
höggstað á sér.’
„Þú ert svo gleyminn, Charles“,
sagði hún og hló. Og svp var eins
og hún ákvæði skyndilega algera
uppgjöf. „Þú trúir því ekki hvaö
það er gott að geta talað þannig við
þig aftur. Talað við þig í raun og
sannleika ...“ Og hún kom enn
nær honum. „Hvaö er eiginlega
orðið langt. síðan við höfum talað
saman í ró og næði, Charles ... og
í einlægni?"
„Allt of langt“, sagði hann, Og
hann vissi þrátt fyrir allt, að það
var sannleikur. Það sem hann hafði
þegar fengið að vita um athæfi
þessa Oharlesar, þessa tvífara síns,
lá honum við að hugsa, nægði til
þess að honum var það ljóst, enda
þótt sú vitneskja væri enn harla
ófullkomin. Það sem hann kveiö
þó mest var það, að þessi tvífari
hans heföi framið eitthvað það, sem
ekki yrði um bætt, og kæmi í veg
fyrir það á síðustu stundu, að hon-
um tækist að höndla aftur hamingju
sína. Hún lagði báðar hendumar
um háls honum og hallaði sér að
barmi hans, og hann spuröi sjálfan
sig hvort Charles hinri hefði nokk-
um tíma gert sér grein fyrir þeirri
hamingju er að honum hafði verið
rétt. Áreiðanlega ekki, hugsaði hann
annars hefði hann aldrei teflt á
„Og þannig er þaö enn í dag eftir ellefu ár...“
tvær hættur ...
„Saknaðir þú mín í kvöld og
nótt?“ hvíslaði hún.
Hann hikaði við svarið, en að-
eins andartak. Honum fannst, sem
hann hefði saknað hennar alla sína
ævi. „Já“. svaraði hann af einlægni.
„Já“, endurtók hann og heyrði hve
rödd hans sjálfs var lág og hlý, og
þó ekki eins heit og hann vildi.
Nálægð hennar vakti ekki einungis
með honum svo sterka ástríðu aö
hann mátti vart viðnám veita,
heldur líka angurværð og trega,
sem hann að vísu skildi ekki.
„Drekktu nú ekki of mikið í
kvöld, ástin mín“, hvíslaði hún enn
svo lágt að honum véittist erfitt að
greina orðin. „Ég bið þig...“ Hann
vafði hana örmum og þrýsti henni
að sér, hún var svo grönn, en þó
svo undursamlega héit og mjúk.
„Ég vil að þú veröir með sjálfum
þér í kvöld og nótt, ástin mín ...“
Hún lyfti andlitinu og horfði á
hann og hann glataði algerlega
stjórn á sjálfum sér og kyssti hana,
heitt og innilega, kyssti hana eins
og haldinn langvinnu hungri, kyssti
hana af ástríðu, jafnvel eins konar
örvæntingu, sem hann furðaði sig
á sjálfur.
Hún dró andann þungt og ört,
gróf andlitið við barm honum og
hann þrýsti henni að sér, eins og
hann væri hræddur um að hann
mundi missa hana fyrir fullt og
allt, ef hann linaði andartak á tak-
inu. Að hann mætti aldrei sleppa
henni, hvað sem þaö- kostaði.
Þaö var Alexandría, sem losaði
sig úr faðmlögunum. „Ég blygðast
mín, svei mér þá“ sagði hún með
uppgerðarkæti. „Það er eins og ég
hafi ekki minnstu stjórn á mér
lengur..
Andlit hennar ljómaöi af innri
íbirtu, og þessa stundina fannst hon
um, enda þótt hann vissi að það gat
ekki haft við nein rök aö styðjast
að ekkert, jafnvel ekki blákaldur
SÍMI
8 21 43
Bolholti 6 Bolholti 6
HE
m
v
HF
Bolholti 6 Bolholti 6
Ty EdGAH RlCE BURROUGHs'sMiif AAV |<U|FE|
^ : HE KNOWS
tkicks rve
mmm?’ never bven
. .. ' ■ ■ ■ (' HEARJO OF- -Í
T
A
R
Z
A
N
Hnífurinn mlnn. Hann þekkir brögð,
sem ég hef ekki einu sinni heyrt um.
sannleikurinn gæti nokkum tíma
svipt hann þessum unaði.
„En þannig hefur þaö alltaf ver-
ið“ sagði hún, „ég hef aldrei get
að haft neinn hemil á ástríðum mín-
um, þegar þú hefur vafið mig örm-
um eða er ekki svo? Einungis þú,
og enginn nema þú hefur nokkum
tíma vakið hjá mér slíkan ofsa“.
Hún sveif léttum skrefum á bak við
hlífina hjá fataskápnum. „Og þann-
ig er það enn í dag — eftir ellefu
ár. ...“ Hver skyldi vilja trúa
því?“
FÉLAGSLÍF
Knattspyrnufélagið Vikingur
Knattspyrnudelld.
Æfingatafla fyrir veturinn '68 til’69.
Þriöjudaga kl. 6.10 — 7, 5 fl. A.
Fimmtudaga kl. 6.10 — 7, 5. fL B.
Fimmtud. kl. ~ — 8.1-5, meistarafl.
Fimmtudaga kl. 8.15 — 9.30 2. fL
Föstudaga kl. 7.50 —,.8.40 4. fL B.
Föstudaga kl. 8.40 — 9.30 4. fl. A.
Föstudaga kl. 9.30 — 11.H) 3. fl.
Sunnud. kl. 2.40—3.30 5. fl. C ogD.
Mætið stundvíslega. — Stjóroin.
W/LWÍSh
RAUÐARARSXÍG 31 SfMi 22022
Ef til vill hefur hann aldrei heyrt um
hnefaleika.
Það hefur hann.
Maðurinn sem annars
aldrei les augiýsinpr
i4|5* 3r
.......JOMEsacr.TSEisajr*;
53D2^a*0i