Vísir - 19.11.1968, Blaðsíða 4
Luna i snörunni
sem kvikmynd
Palladium í Kaupmannahöfn
heldur nú i vetur áfram með röð
af kvikmyndum, sem byggðar eru
á umdeildum bókmenntum. Eftir
„Sytten" (Sautján), sem hér hef-
ur verið sýnd, og „Án dulu fata“
og fleiri slíkum kemur nú kvik-
mynd eftir sögu Agnars Mykle
„Luna í snörunni".
„Luna í snörunni" er annað
bindið f „þróunarsögu" hins unga
Asks Burlefot, ser., varð heims-
fræg sögupersóna af sögunni
„Söngurinn um rauða rúbíninn",
sem Mykle skrifaði og hlaut dóm
i Noregi. „Luna" .fjallar um
bernsku Asks og fyrstu kynni
hans af konum.
Edward Fleming hefur verið til
þess ráðinn að rita handritið og
sótt hefur verið um styrk úr
danska kvikmvndasjóðnum ti!
þess. Palladium ráðgerir enn
fremur að kvikmynda söguna
„Jonsen heitinn", sem Annelise
Meineche mun setja á svið eins
og „Sytten".
RICHARD BURTON í HLUTVERKI
KYNVILLINGS í FYRSTA SINN
200 þúsund krónur, l
en engin sextug jómfrú•
•
Eftir 78 ára árangurslausa bið*
hefur hreppstjórnin í Fruering-J,
Hvidved við Skanderborg, gefizt*
upp við að finna sextuga jómfrúj
í einum stærri bæja í héraðinu*
Fastrup. Frá því 1890 hefur ver-2
ið leitað að slíkri dömu, sem stað-J
i.ð hefur til boða arfur eftir Jens»
nokkum Jensen, en enginn hefurj
fundizt, sem uppfyllir kröfurnar.J
Héraðsstjómir eru að verða»
þreyttar á þessu vandamáli ogj
vilja ekki geyma þetta fé öllu*
lengur. Umsókn hefur verið send«
æðri stjórnarvöldum um heimildj
til að verja upphæðinni til að*
kaupa orgel. \ J
Talið er, að félagsmálaráðu-*
neytið muni krefjast þess, að*
fénu verði ráðstafað til velgjörð-J
armáls. Ef til vill kemur sextug*
jómfrú fram á sjónarsviðið, áðurj
en ákvörðun verður tekin í mál-J
inu. •
Blómlega baðhettan fer sannar-
‘Jega ekki of vel á höfði ofur-
mennisins og goðsins Richard
Burton. Hann setur þetta pottlok
upp í kvikmyndinni „Staircase"
(Stiginn), þar sem hann fer meö
hlutverk kynvillts rakara.
„Þetta er í fyrsta sinn, sem ég
ileik kynvilling, og ég geri það
einungis af því að ég er fullviss
um, að með tímanum hafa allir
sannfærzt um, að kynvillingur er
hið eina, sem ég er alls ekki",
segir Richard Burton.
Hlutverk hins kvenlega rakara
hefur nú þegar haft áhrif á einka-
líf Burtons. „Venjulega er ég allt-
af að drekka, en nú hef ég hætt
því af þvi að mér finnst, að
það eigi illa við hlutverkið", seg-
ir hetjan. Elizabeth Taylor bætti
við: „Láttu þetta nú ekki breyta
þér £ öðrum efnum." Hún fylgist
vel meö leiknum, sem fer fram í
París.
Annaö aðalhlutverk kvikmynd-
arinnar er í höndum ekki ómerk-
ari leikara en Rex Harrison.
Paul McCarthney
nakinn í litum
John Lennon gerði það í svart
hvítu — og það ætlaði allt af
göflunum að ganga. Nú gerir Paul
McCarthney þaö sama i litum. Læt
ur mynda sig, eins og guð hefur
skapað hann. Nakinn líkami Pauls
á að verða hlut nýs plötualbúms
bítlanna, sem væntanleg er um
jólin.
John og Paul brugðu ekki út
af venju sinni og neituðu að segja
nokkuð um útgáfuna. Það hefur
síazt út, að á umbúðunum sjáist
Paul, að einhverju leyti bak við
súlu, með handklæði um hálsinn
sem hið eina fata. Brosandi út
að eyrum. John Lennon og Yoko
Ono liggja i rúminu og heldur
hann á símtóli.
\ Fyrirtækja-dauði
Enn hefur höggvizt skarð í
1 raðir íslenzkra fyrirtækja, en nú
4 hefur hin myndarlega verk-
l smiðja Sana á Akureyri lokað
) vegna fjárhagserfiðleika. Sana
\ var tiltölulega nýtt fyrirtæki og
1 búið fullkomnum vélakosti til
i ölgerðar, en það dugði ekki tii,
/ svo að hægt væri að framleiða
1 fyrir okkar duttlungafulla mark
\ að i samkeppni við aðra. Ekki
t skal getum að þvi leitt hvað
) veldur, en það vekur óneitan-
i !ega athygli, að upp skuli gefið
4 að yflr 12 milljónir króna skuli
( vanta tn að fyrirtækið eigi fyrir
Sskuldum. Þó mun vafalaust fyrr
hafa verið stjómendum ljóst,
hvert stefndi. Þetta er harm-
saga úr íslenzku athafnalífi, en
fjárhagserfiðleikar hrjá nær
hvert einasta fyrirtæki, sem eitt
hvaö hefur umleikis.
Þaö er ekki elnkamál nán-
ustu aðstandenda fyrirtækis,
þegar það þarf að leggja upp
laupana, þó auðvitað komi það
harðast við þá. Fyrirtækjadauði
eins og hann hefur verið síð-
ustu mánuðina, hefur nánast
verið eins og drepsótt. Og slík
drepsótt ætti að vera ærið um-
hugsunarefni fyrir allan fjöld-
ann ekki sizt þá sem fjármál-
um stjórna. Hrun fyrirtækja get
ur keðjuverkað svo að ekki
verði við spornað. Þá er stór
vá á næsta leiti. Vonandi ber
okkur gæfa til að svo verði
ekki.
Það er einnig ein alvarleg hlið
á því, þegar fyrirtækin gefast
upp, að ýmsir verða fyrir al-
varlegum tjónum, vegna krafna
sem ekki fást greiddar, og svo
verða aftur ýmsir aðrir fyrir
skyndilegum höppum og stór-
fjárgróða sem hafa fjármagn til
að kaupa, oft fyrir minna en
hálfvirði, það sem selt er úr'
þrotabúum gjaldþrotafyrir-
tækja. Þannig verða gjaldþrotin
oft stærri en tilefni gefur til og
skaöi kröfuhafa verður stærri.
Gjaldþrot fyrirtækja er því
mjög alvarlegur hlutur, þegar
þau fara að verða almenn, og
gefa tilefni til að slikum til-
efnum sé gaumur gefinn, og enn
fremur ættu þessir almennu
erfiðleikar fyrirtækja að verða
þeim umhugsunarefni sem hóta
nú því að rétta þurfi Hag laun-
þeganna vegna kjaraskerð-
ingar þeirrar, sem hlot-
izt hafi af síðustu gengisfell-
ingu. Ótímabærar aðgerðir laun-
þega og aðgerðarleysi stjórnar-
valda gætu haft hin afdrifa-
ríkustu áhrif til hins verra á
atvinnulífið ef fyrirtækjafjöld-
inn yrði rýrður um of.
Eins og nú standa sakir er
ekki að furða, þó hvatningarorð
til ungra manna um aO sýna
framtak og dugnað fái ekki
hljómgrunn því atvinnurekstur
almennt er ekki líklegur til að
valda neinum manni lífsham-
ingju í neinni mynd.
Þrándur i Götu