Vísir - 19.11.1968, Blaðsíða 16
VISIR
Þriðjudagur 19. nóvember 1968.
Umræður eftir
sýningu ú Yvonne
• Aö lokinni sýningu á Yvonne,
leikriti Leikfélags Reykjavikur ann
að kvöld, verða umræður um sýn-
inguna og leikritið milli áhorfenda
og ieikenda. Leikstjóri og leikend-
ur munu þá svara fyrirspurnum
leikhúsgesta. — En meðal þeirra
verða allmargir háskólastúdentar.
Yvonne er sem kunnugt er eft-
ir pólska skáldið Witold Gombrow-
icz. Verkið hefur verið sýnt við
mikla atliygli víða um Evrópu hin
síðari ár. — Til slíkra umræðna
eftir sýningar hefur nokkrum sinn-
um verið efnt áður £ Iðnó meðal
annars eftir skólasýningar. Hafa
þær yfirleitt þótt gefast vel.
Ull ASI-félögin með 35 þúsund
launþegum segja upp samningum
Samningcir verba lausir frá áramótum
^ Við búumst við að
öll sambandsfclög Al-
þýðusambands' Íílfínds
hafi sagt upp samning-
um fyrir 1. desembér og
verði þá allir samningar
lausir frá áramótum,
sagði Snorri Jónsson,
framkvæmdastjóri ASÍ,
í viðtali við Vísi í morg-
un. Um 35 þús. launþeg-
ar ertl iíirtanASÍ/ensani
kvæmt upplýsingum,
sem Vísir héfur aflað sér
er talið líklegt, að verzl-
unarmannafélögin, sem
eru langstærstu laun-
þegasamtökin innan ASÍ
segi upp sammngum
eins og venja hefur ver-
ið undanfarin ár.
Snorri Jónsson vildi engu
. spá-um það.-bvprt til verkfalla
kæmi, "úizt er; við hliðarráð-
stöfunum ríkisstjómarinnar í
þessari viku; ren- -það færi að
sjálfsögðu nykið eftir þeim,
hvernig hin einstöku verkalýðs
félög líta á málin, en það er
undir ákvöröun þeirra komiö
hvort til verkfalla kemur. Þing
ASf kemur saman í Reykjavík
á mánudaginnog skýrast þá
línurnar væntanlega.
Nokkur óvissa rikir um það
hver verður formaður ASÍ á
næsta kjörtímabili. Mjög tví-
sýnt er talið að Hannibal Valdi
marsson verði áfram formaður
en tveir menn eru aðallega
nefndir í hans stað: Alþingis-
mennimir Björn Jónsson formað
ur Einingar á Akureyri og Eð-
varð Sigurðsson, formaður Dags
brú..-i' í Reykjavík, en þeir
njóta báðir mikils trausts innan
ASf, þó að mjög séu skiptar
skoðanir um þá meðai vinstri
manna.
Jótuðu rúðubrotin
i-.ltamir tveir, sem handteknir
voru fyrir að brjóta rúður í Al-
þingishúsinu, hafa nú játað, að þar
voru ekki aðrir að verki, en þeir
einir. Brutu þeir alls 16 rúður í hús
Inu.
Þeir voru einnig nieðal þeirra,
sem gerðu aðsúg að Alþingishúsinu
fyrir nokkru, og köstuðu þá eggj-
um.
T auga veikibróðir
kemur upp á sjúkra-
húsinu á Húsavík
Veikin breiðist ekki út
Suðurnesjabútur
sækju fisk
í Kolluúl
Tregt er hjá linubátum, sem róa
héma út í bugtina. I gær voru
línubátar á sió frá Keflavík og
fengu tveir þeirra 4 tonn en einn
brjú.
Togbátar hafa hins vegar skrap-
að upp sæmilegan afla í Kolluáln-
um vestur við Snæfellsnes. Grinda-
víkurbátar, sem þangað hafa sótt
hafa v: neð upp í 16—18 tonn
úr túmum, sem tekur þrjá sólar-
hringa eða svo. Aflinn er mest
megnis þorskur og karfi.
Taugaveikibróðurfaraldur gekk
yfir sjúkrahúsið á Húsavík nú fyrir
skemmstu og var á tímabili óttazt
að mikill hluti sjúklinganna myndi
veikjast. — Vísir hafði í morgun
samband við Daníel Daníelsson
sjúkrahúslækni og sagði hann að
veikin væri nú í rénun og virtist
séð fyrir endann á henni. Sam-
kvæmt bakteríurannsóknum hefðu
ekki verið staðfest nema tvö til-
feili, en grunur lék á að um 14—15
sjúklingar hefðu smitazt af veik-
inni.
Sagði Daníel að engin tilfelli af
veikinni hefðu gert vart við sig ut-
an sjúkrahússins. Eins og nú stæðu
snkir væri enginn veikur.
Vona Húsvíkingar að þeir séu
lausir við þessa piágu og þykjast
sennilega sleppa vel frá henni.
ðlaukur Guðlaugs-
son leikur í
Kristskirkju
Klukkan 9 á miðvikudagskvöld
heldur Haukur Guðlaugsson orgel-
lelkari á Akranesi orgeltónleika í
T.andakotskirkju. Á efntsskránni
verða verk eftir Bach og César
Frank. —Haukur hefur sem kunn
Mgt haldið marga tónleika hér
áður, bæðj i Kristskirkju, Dóm-
kirkjunni og Fríkirkjunni, auk þess
víða um land hélt hann tónleika
á Selfossi á vegum tónlistarfélags-
ins þar, sem heiðraði þannig Pál
tsólfsson á sjötíu og fimm ára af-
mæli hans.
Dregið effir
þrjó daga
Dregið verður um hinar tvær
Mercedes Benz bifreiðir i Lands-
happdrætti Sjálfstæðisflokksins eft-
ir aðeins 3 daga, 22. nóvember.
Er nú hver að verða síðastur að
tryggja sér miða í þessu glæsi-
lega happdrætti, en vinningamir
eru að samanlagðri upphæð tæpl.
1.2 millj. kr.
Skorað er á alla þá, sem hafa
fengið miða senda að gera nú
skil. Skrifstofa happdrættisins
verður opin hvert kvöld til kl. 10
í Sjálfstæðishúsinu viö Austurvöll.
Þeir, sem ekki hafa fengið senda
miða geta keypt þá í vinnings-
bifreiðinni í Austurstræti eða í
skrifstofunni.
Lögreglan gómadi
tvo jjjófa í nótt
• Lögreglan handtók í nótt tvo
menn við hús Landhelgisgæzlunn-
ar að Seljavegi 32, en mennirnir
voru staðnir þar að verki við inn-
brot. Lögregluþjónar voru á , lerð
um hverfið f eftirlitsferð og veittu
eftirtekt brotnum glugga á hús-
inu.
Innbrot í nótt
—i■ engu stolið
Þegar starfsfólk blikksmiðjunnar
Glófaxa kom til vinnu i morgun
blöstu 5 því verksummerki, sem
innbrotsþjófar höfðu skilið eftir sig.
Skemmdar læsingar á hurðum,
skúffúr dregnar úr úr skrifborð-
um og skjöl á rúi og stúi. Engu
hafði þó verið stolið og atiðsjáan-
lega höfðu þjófamir eingöngu ieit-
að peninga.
• Sáu þeir, þegar betur var að
gáð, hvar maður var í felum við
húsið og var hann handtekinn á
augabragði. Vmar maður var svo
inni í húsii hlaut lt......... sömu
afgreiðslu. Engu höfðu mennimir
stolið o litlu spillt, enda liklega
rétt byrjaðir leit sína að verð-
mætum, þegar lögreglan greip þá
glóðvolga.
Gangbraut- (
arslys
Á gangbrautinni, sem liggur yf-
ir Hringbrautina á móts við hús
nr. 37, var ekið á mann, sem bar
ætlaði yfir götuna. Bifreiðin var
á leið vestur Hringbraut, en
skyggnj var siæmt, klukkan orðin
hálf átta og rignt hafði allan laugar
10. síða
LEIT HAFIN
AÐ SIGRÍÐI
■ Hjálparsveit skáta úr Hafnarfirði,
björgunarsveitir ár Hafnarfirði, Kópa-
vogi, Mosfellssveit og nágrenni hafa
nú hafið leit að stúlkunni, Sigríði
Jónsdóttur úr Hafnarfirði, sem sakn-
að hefur verið í 6 daga. Leitin byrjaði
í gær og voru þá gengnar fjörur í ná-
grenni Hafnarfjarðar, en fleiri hafa
verið kvaddir tii ieitar og verður nú
leitað á stærra svæði.
■ Sigríður er 16 ára gömul, fædd 29.
marz 1952. Hún er há vexti eftir aldri,
ljóshærð með sítt hár. Hún var klædd
svörtum síðb ixum, þegar hún fór að
heiman kl. 9 á miðvikudagsmorgun í
síðustu viku, og í svartri plastkápu
með áfastri hettu. Hún var i hvítri
peysu upp I háls og á tvílitum skóm,
brúnum og drapplitum.
/WWWVWN^W^WWW^WVWVWWWVWVWV’
Náunga.kærleikur
í Hlíðunum
Nágrannaerjur geta tekið jr. pannig var það í húsi einu
á sig furðulegustu mynd- , Hlíðunum fyrir helgina. -
Kona á efri hæð húss kom á
miðjum degi til grannkonunn;
ar og. sagði: „Slökktu á út-
varpinu, það er svo hátt og!
ég er Iasin.“ Grannkonan tók
þessu ólíklega, enda taldi hún
útvarpið síður en svo hát
stillt og kvaðst mundu hafa;
það opið, þegar henni sýnd-
ist svo.
Daginn eftir ætlaði húsbónd-;
inn að horfa á fréttir sjónvarps-
ins. En hvað hafði gerzt? Á tæk-!
inu var „snjör“ og móttakan öll
í ólagi. !
Næst koma tæknimenn til sög;
unnar. Farið var meö tækið, sem
reyndist mjög gott og ekki!
minnsta bilað. Loftnetsmaður
kom og fann ekkert athugavert,
taldi þó að það kostaði ekkert;
að leggja nýja leiðslu frá tækinu
í loftnetið. Klippti hann gömlu!
snúruna í sundur og tók hana;
niður. !
Þá kom það sanna £ ljós. Snúr;
an lá fram hjá íbúð grannkon--
unnar og hafði henni hug-!
kvæmzt að stinga mikilli stoppu;
nál gegnum kapalinn, en við það.
var sambandið milli tækisins og!
loftnets rofið. 1