Vísir


Vísir - 03.12.1968, Qupperneq 6

Vísir - 03.12.1968, Qupperneq 6
6 HNEFAFYLLI AFDOLLURUM („Fistful of Dollars") Víðfræg og óvenjuspennandi, ný, ftölsk-amerlsk mynd í lit- um og Techniscope. Myndin hefur veriö sýnd viö metað- sókn um alian heim. Clint Eastwood Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. BÆJARBÍÓ T'imi úlfsins (Vargtimmen) wmm VISIR . Þriðjudagur 3. desember 1968. |—Listir -Bækur -Menningarmál- Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: TONABIO lslen-kur texti. IWINNER QF 6 ACADEMY AWARDSI MEiRO-Ga.CWÍNMAVER muur ACARIOPONTIPROOUCTION DAVIDLEAN'SFILM OF BORlS PASIERNAKS öoctor _ ZHilAGO Sýnd kl. 4 og 8.30. Síðasta sinn. HAFNARBÍÓ Hér var hamingja min Hrífandi og vel' gerð ný ensk kvikmvnd með SARAH MILES CVRIL CUSACK. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO islenzkur texti. Þegar Fónix flaug (The Flight of the Phoenix) Stórbrotin og æsispennandi amerísk litmynd um nreysti og ‘ hetjudáðir James Stewart. Richard Attenborough Peter Finch Hardy Kruger. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. HÁSKÓIABÍÓ Okunni gesturinn (The stranger in the house) Mjög athyglisverð og vel leikin brezk Iitmynd frá Rank. Spenn andi frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: James Mason Geraldine Chaplin Bobby Darin Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Kysstu mig kjáni Víðfræg og bráðfyndin amer- ísk gamanmynd. Dean Martin Kim Nowak Endursýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum. Svissnesk úr. Þórður Kristófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta HrfMteig 14 (Hornið við Sunálaugaveg.) Sími 83616 Pðtthólf 558 ■ Reykjavik. ÞJOÐLEIKHIISIÐ SÍGLAÐIR SÖNGVARAR miðvikudag kl. 18. Islandsklukkan fimmtud. kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1-1200. MAÐUR OG KONA miðvikud. Y\’’ONNE fimmtudag. Aögöngumiðasaian > Iðnó er opin frá kl. 14 Sími 13191. Leikendurnir, sem sjást á myndinni, talið frá vinstri, eru: Margrét Guðmundsdóttir, Ami Tryggvason, Jón Júlíusson, Bessi Bjarnason, Klemenz Jónsson (uppi I glugga), Lárus Ingólfsson og Anna Guðmundsdóttir. Þjóðleikhúsið: SÍGLAÐIR SÖNGVARAR eftir Thorbjörn Egner Þýðing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Leikstjóri: Klemenz Jónsson „Cvona spilar enginn nema ég — og nú hætti ég líka í dag“, sagöi Ingimundur Sveins son forðum, og stakk fiðlunni i kassann — og jafnvel krónkall dugði ekki til að hann tæki hana upp aftur þann daginn. Hvað það snerti, var hann mörgum þeim listamönnum fremri, sem hann kann aö hafa staöið að baki að öðru leyti. — Þetta nýja barnaleikrit hins bráðsnjalia og fjölhæfa norska höfundar, Thorbjöms Egner, „Síglaðir söngvarar", sem frum- sýnt var í Þjóöleikhúsinu 1. des.. ber því óneitanlega vitni, að hann hefði gjarna mátt taka þá ákvörðun aö „hætta í dag“, eftir að hann hafði samið slík öndveg isverk sem „Kardimommubæ- inn“ og „Dýrin I Hálsaskógi". Víst er um það „Síglöðu söngv- aramir" þola ekki samanburö viö „Kardimommubæinn" að neinu leyti, þótt þeir séu hinir skemmtilegustu á sinn hátt. — Sýningunni var mjög vel tekið og á það líka skilið, því að vel er til hennar vandað á allan hátt. Thorbjöm Egner gerir vel, þótt hann nái ekki þvi sem hann hefur gert bezt, og sam- vinna þeirra, Huldu Valtýsdótt- ur og Kristjáns frá Djúpalæk, bregzt ekki fremur en endra- nær. Þaö er ekki Kristjáns sök, þótt þessir nýju söngvar jafnist ekki á við þýöingu hans á söngv unum úr Kardimommubænum — sem raunar urðu jafnvel betri en á frummálinu fyrir atbeina hans. Væri þetta hins vegar fyrsta barnaleikrit Egners, væri það áreiðanlega talið mjög snjallt, og leikstjórinn, Klemenz Jóns- son, og aðrir, sem með honum vinna að sviðsetningu þess, kasta ekki höndunum til neins. Val leikara f hlutverk virðist líka eins og bezt verður á kos- ið. Bessi Bjarnason er afbragð í hlutverki Andrésar — söngv- ara, skálds og túbuleikara — og vekur mikla kátínu hjá hin- um ungu áhorfendum. Nýtur þar líka góðrar aðstoðar Mar- grétar Guðmundsdóttur, sem sízt lætur sitt eftir liggja I hlut- verki Kari, að ógleymdum Áma Tryggvasyni í hlutverki trom- petleikarans. Þeir Jón Júlíusson og Flosi Ólafsson eru öllu dauf- ari sem Sívert flautuleikarj og Trommuslagarinn, og veitir hlut verk Jóns þó að minnsta kosti tækifæri til nokkurra skemmti- legra tilþrifa. Þá eru hinir síglöðu söngvar- ar taldir, en þarna er margt fleira fólk, eins og Valur Gísla- son prýöilegur £ hlutverki reiða bóndans og sama má segja um Lárus Ingólfsson f hlutverki gestgjafans, Önnu Guðmunds- dóttur í hlutverki konu hans og Klemenz Jónsson sem prófessor inn. Með önnur og öllu minni hlutverk fara þau Hörður Torfason, Þorgrímur Einarsson, Anna Herskind, Þórhallur Sig- urðsson, Gísli Alfreðsson, Jón Gunnarsson, Nína Sveinsdóttir, Randver Þorláksson, - Þórir Steingrímsson og fleiri. Þess skal loks getið, aö teikn ingar að leikmyndunum hefur höfundurinn sjálfur gert, og eru þær hinar skemmtilegustu. Og að endingu ein bénding til þeirra, sem sjá um leikskrána.. hvemig væri að prenta að minnsta kosti söngvana í leikskránni stærra letri með tilliti til hinna ungu leik- húsgesta, þeirra sem orðnir em sæmilega læsir? Það gæti varla hleypt kostnaðinum fram að ráði og hinar bráðskemmtilegu teikningar höfundarins, sem prýða leikskrána, eiga það fylli- lega skilið. AUSTURBÆJARBIO Að ræna milljónum og komast undan Mjög skemmtileg og spenn- andi ný frönsk-ítölsk kvik- mynd í litum. Danskur texti. Jean Seberg _ Claude Rich Elsa Martinelli. Sýnd kl. 5 og 9. SAMLA BÍÓ Hin nýja og frábæra sænska verölaunamynd. — Leikstjórn og handrit: INGMAR BERGMAN. Aöalhlutverk: Liv Ulmann Max von Sydow Gertrud Fridh Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. es .^asESsmsss&a.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.