Vísir - 03.12.1968, Side 9

Vísir - 03.12.1968, Side 9
arans mikla 19. nóvember. f stuttu máli má bæta því við að hátíðardaginn sjálfan var stytt- an afhjúpuö á miðjum Aus-tur- velli eins og áformað hafði ver- ið, með ræðuhöldum og söng í viðurvist alls þess fjölmennis, sem vettlingi gat valdiö í bæn- um og nærliggjandi sýslum. Þar blöktu fánar á 52 stöngum. Blómsveigar prýddu fötstall líkneskisins. En ræöustóll, grindurnar umhverfis völlinn og sumar fánastengumar var allt vafið fléttum úr íslenzku lyngi. Á grindunum voru raðir af ljós- kerum, búnum marglitum papp- ír, og þegar rökkva tók um kvöldið og kveikt var á ljósker- unum, vörpuðu þau frá sér marglitum ljósum. Skreyting vallarins var handaverk ungrar og glæsilegr- ar sjálfboðaliðssveitar — 24 ungar konur höfðu tekið hönd- um saman um að annast þessa hlið á undirbúningi hátíðahald- anna. Margar þeirra urðu lands- kunnar, er árin liðu, fyrir hí- býlaprýði og hannyrðalist. Þá □ Framtak kvenna og samtaka kvenna hefur haft ómetanlegt gildi fyrir þjóðfélagið í heild mörg undanfarin ár. Kon ur hafa lagt margs kon- ar líknarstarfsemi fyrir sig og oft bætt það upp, sem út undan hefur orð- ið. Það er ekki frítt við það, að karlmenn brosi út í annað munnvikið, þegar bægslagangurinn er sem mestur við að leggja einhverju málefni lið, en árangurinn kemur þeim einnig oft — þægi- lega á óvart. Frú Unnur Ágústsdóttir afhendir borgarstjóra, Geir Hallgríms- syni, nýbygginguna að gjöf til Reykjavíkurborgar. Talað v/ð frú Unni Agústsdóttur um Hin glæsilega nýbygging, sem Thorvaldsensfélagið gaf borginni á 93. afmælisdegi félagsins. V í SIR . Þriðjudagur 3. desember 1968. pfsSin |lieill:| eins vel og við getum og rennur það allt I þennan byggingarsjóð og er ekkert til sparað til að gera byggingarnar eins vel úr garði og hægt er. Ekki má svo minnast á starf- semi félagsins, að ekki sé minnzt á starfsemi kvennanna, sem í því eru. Þær eru ákaflega röskar og ráðagóðar og taka virkan þátt í starfinu og hafa þær lagt sérstaklega mikið að sér undanfariö ár og þá sér- staklega konurnar í bygginga- nefnd þær Steinunn Guö- mundsdóttir, Guðný Alberts- son og Halldóra Guðmunds- • dóttir. . — En svo við víkjum að upp- hafinu, hver voru tildrögin að stofnun félagsins? — í minningarriti, sem gefið var út á 70 ára afmæli félagsins er saga þess rakin frá upphafi og það má segja -með sanni, aö saga félagsins sé um leið saga Reykjavíkur því starfsemi þess hefur alla tíð verið það ná- tengd bænum. Ef við lítum í Minningar- ritiö sjáum við að tildrög félags- stofnunarinnar eru þau, að áriö 1875 barst til Reykjavíkur með póstskipinu Díönu, koparlíkn- eski Bertels Thorvaldsens, sem borgarstjóm Kaupmannahafnar hafði gefið íslendingum á þús- und ára afmæli Islandsbyggðar árið áður — þjóðhátíðarárið — en þá skyldi gjöf þessi afhjúpuð og afhent á afmæli myndhöggv- var enginn félagsskapur kvenna í Reykjavík. Þess vegna gerðist nýlunda í þessum fámenna en fríða hópi, sem skreytti Austur- völl. Ungu konurnar skynjuðu unaö samstarfsins — samstarfs að verkefni, sem, var unnið í þágu almennings og án endur- gjalds. Og þegar ein þeirra gat ekki orða bundizt um þessa uppgötvun sína en mælti: „Gaman væri, ef við gætum nú haldið hópinn og reynt í félagi að láta eitthvað gott af okkur leiða hér í bænum í framtíö- inni,“ þá fannst þeim vlst hverri um sig hið sama, aö þetta hefði sér einmitt dottið í hug. Og þá varð Thorvaldsensfélagið til. Það yrði allt of langt mál aö fara að rekja sögu félagsins í smáatriðum. Félagskonur höfðu sunnudagaskóla fyrir kvenfólk á fyrstu árunum, þar sem kenndar voru hannyrðir, en einnig skrift, réttritun, reikn- ingur og danska, þá hafði fé- lagið hlutaveltur, en annað mál- efni félagsins og sem enn er minnzt af eldri kynslóð Reyk- víkinga með þakklætj og aðdá- un snertir konurnar, sem báru þvott bæjarbúa inn í Laugarnar og þvoðu hann þar. Um langan aldur hafði þaö 'tíðkazt aö nota heita vatnið í Laugunum til þvotta. Sparaðist með því mikill eldiviður. En þessu fylgdu aftur þau óþæg- indi aö bera þvottinn heiman 10 siöa 0 Lítt svefnsamt í nánd dansstaða Kona, sem býr steinsnar frá einum dansstaða borgarinnar, símar: ... Hávaðinn keyröi þó fram úr hófi aöfaranótt 2. desember. Það var ekki eins og mannlegar verur væru þarna á ferðinni. Skrækimir og veinin minntu á samsafn ýmissa dýrategunda, sem ættu í rosalegum bardaga. Þar við bættust hvellir í kínverj- um, sem voru sprengdir, öskur £ bílflautum, sem sungu hver með sínu lagi. Engu var líkara en að gamlárskvöld væri runniö upp í ööm veldi. Vérðir laganna sáust hvergi, en þó hefði e. t. v. nægt að tveir þeirra væru þarna við umferðarstjórn til þess að beina mesta bílastraumnunf frá strax að afloknum dansleik, ISI 0 Enn um unglingana Amma skrifar: Kæri bréfaþáttur. „Það eru jnargir, sem segja, að unglingarnir, sem eru núna aö alast upp, séu ekki verri en unglingar hafa verið á öðmm tímum. Eflaust er þetta rétt,- hvað snertir innræti, en mér finnst ég nú samt sjá ýmsa 1 galla í fari þeirra, sem vom ! næstum því óþekktir, þegar ég : var yngri. Sérstaklega finnst : mér áberandi, hvað unglingar * em tillitslausir í umgengni. Þeir ( eru háværir, ókurteisir og ó- þrifnir, og kæra sig kollótta, þótt þeir séu nærstöddu fólki bæði til óþæginda og leiðinda. Þetta er kannski fullorðnu fólki að kenna að einhverju leyti, því að það veigrar sér við að sussa á unglingana og kenna þeim mannasiði .. .** 0 Kringlumýrar- brautin hættuleg GAA skrifar: Kringlumýrarbrautin nýja yf- ir í Fossvoginn var þarfaþing. Einn er þó galti á gjöf Njarðar, — lýsing er engin á þessari leið, , og skapar aukna hættu. Vonandi verða engir fótgangandi á þess- ari leið í vetur, eöa „draugar", sem stoppa á götunni. Slíkt gæti valdið stórslysi. Þama vantar lýsingu og útskot fyrir bíla, — að ógleymdu athafnasvæði fyrir fótgangandi. CSI 0 Náðanir landhelgisbrjóta ... og þannig hafa rætzt spár manna, sem sögðu það fyrir, aö afmæli fullveldisins yrði haft að yfirvarpi til þess aö náða land- helgisbrjótana. En hvaða áhrif halda menn, að slíkt ráðslag hafi á þá skip- stjóra sem Iandhelgin freistar? Þegar þeir sjá, að afleiðingin af landhelgisbrotum er hreint eng- in! Eða hvernig skyldu landhelg- isbrotasektir innheimtast hér eftir? Auk þess eru þessar náðanir vart til þess fallnar, að vekja traust og virðingu erlendis á ís- lenzkri réttvísi. Þegar, brezkir skipstjórar eru dregnir fyrir rétt þá er ekki aö finna neina misk- unn hjá Magnúsi, og þeir eru dæmdir til hörðustu refsingar! En islenzkir ...!! Einn sómakær! starfsemi Thorvaldsensfélagsins ipyrir skömmu afhenti elzta kvenfélag á landinu, Thor- valdsensfélagið, 'Reykjavikur- borg barnaheimili að gjöf. í því tilefni var frú Unnur Ágústs- dóttir formaður félagsins tekin tali og spurð um starfsemi fé- lagsins og nýbygginguna, sem afhent var borginnj til eignar og rekstrar þann 19. nóv. s.l. á 93. afmælisdegi Thorvaldsens- félagsins. — Þetta hús kostaði hátt á sjöttu milljón, og vorum við búnar að safna í það i fimm ár. Húsið er nýbygging við Vöggu- stofu Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg og er 380 fermetrar að flatarmáli og er mjög vandað að efni og frágangi. I húsinu er pláss fyrir 16—20 böm og þar er stór og björt leikstofa, heim- ilisdagstofa og þar aö auki svefnherbergi. Vöggustofan var hins vegar afhent borginni frá félaginu árið 1963. Það eru því miklar fjárfúlgur, sem félags- konur hafa lagt fram undanfar- in ár, en þær eru aðeins um 50 talsins. — Hvernig aflið þið pening- anna, sem þarf til allra þessara framkvæmda? — Aðaltekjuöflun okkar eru jólamerkin, sem voru einmitt að koma út núna, en voru i fyrsta sinn gefin út áriö 1913 og hafa síðan komið út árlega nema ár- ið 1917, eitt af fyrrastriðsár- unum. Þá höfum við tekjur af leikfangahappdrættinu okkar, sem er haldið á eins til tveggja ára fresti, en nýlega var dregið í því. Við seljum miöana ein- göngu sjálfar og heilan mánuö stóðum við í kvikmyndahúsun- um og seldum miða og eins seldum við út um bæinn. Einnig rekum við Basarinn í Austur- stræti og seljum þar hluti, sem við tökum í umboðssölu fyrir fólk og einnig þá muni, sem búnir eru til í sjálfboðaliðs- vinnu. I Basarnum er jóla- merkið okkar til sölu. Svo má ekki gleyma því, að við eigum marga velunnara. Fyrir nokkr- um árum var dregið í bílhapp- drættj hjá okkur og fengum viö vinningsmiöann sendan aftur í pósti, en aftan á miðanum stóð eitthvað á þessa leiö: „Meö innilegu þakklæti fyrir öll ykkar störf. Gamall velunnari." Enn þann dag í dag vitum við ekki hver þetta var. Meðal annarra velunnara félagsins má minnast frk. Elísabetar Halldórsdóttur hjúkrunarkonu, sem lézt fyrir nokkrum árum og arfleiddi fé- Iagið að tveggja herbergja íbúð að hálfu leyti á móti Hringnum. Allt það fé, sem við söfnum hjá almenningi ávöxtum við

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.