Vísir - 07.12.1968, Page 5

Vísir - 07.12.1968, Page 5
^fsIR . Laugardagur 7. desember 1968. görnin hafa mjög gaanan af því að baka með mömmu fyiir jólin. Það styttir mikið fyr- ir þeim stundimar því þau em óþreyjufyllst allra að bíða þess, að hátíðin renni upp. I dag birt- um við uppskriftir að piparköku húsi, sem hver krakki verður himinlífandi yfir að fá að búa tfl með mömmu. Reyndar ætl- um viS að birta tvær uppskriftir að piparkökúhúsinu og er önnur mnn ódýrari en hin. Hins vegar þótö okkur ekki úr vegi að birta aðra, sem er dýrari, því að upp- haflega á hún við piparköku- húsið, sem er á myndinni. — Skreytinguna má samt nota þótt bakað sé úr ódýrari uppskrift- Svona piparkökuhús hafa ekki verið á hverju strái hingað til. Piparkökuhús og jóla- kökur barnanna inni, og svo er uppskriftin auk þess ágaet í jólakökur bamanna. □ PIPARKÖKUHÖS (ódýrari uppskrift) % kg. hveiti, 100 gr. smjör eða smjörlíki, 150 gr. sykur, 1 tsk. kanili, 3 tsk. hjartarsalt, 2 y2 dl. súrmjólk. Efnunum öllum blandað saman, smjörlíkinu sáldrað f og þá súrmjólkinni. Deígið hnoðað og breitt út í lag, sem er % cm. þykkt. Pappamót, sem hafa verið skorin til í hæfiiegri stærð, eru sett á deigið og skorið eftir þeim með beittum hníf. Deiglögin síð- an sett á smurða plötu og bakað við góðan meðalhita £ 10 mínút- ur eða þar til deigið er Ijós- gulbrúnt. Látið kólna áður en sett er saman. □ PAPPAMÓTIN eru þannig Gaflarnir á piparkökuhúsinu eru auðvitað tveir og með burst. Langhliðin aö neðan á að vera 16 cm. löng, veggimir 9,5 cm. hvor og skáfletimir tveir 14 cm. á kant. Gluggi er á gaflinum fyrir miðju og er hann 6 cm. langur og 5 cm. breiður. Þakið á piparkökuhúsinu er einnig skorið út tvisvar í sömu stærð. Það er 17 cm. á breidd og 20.5 cm. á lengd. Hliöarveggir húss- ins eru einnig tveir og hvor um sig er 16 cm. á lengd og 9.5 cm. á breidd. □ SKREYTEVGIN (sykurhúð) 5 eggjahvitur, 500 gr. flórsyk- ur, 25 gr. maizenamjöil, sítrónu- safi. Eggjáhvítumar eru stífþeytt ar, flórsykrinum blandað varlega saman við og maizenamjöli og sítrónusafa bætt í. Pappaspjald er þakið sykurhúð og piparköku húsið reist á því. Sykurhúð er sett þykkt á samskeytin. Sykur- húðin látin þoma vel og þar á eftir er þakið sett á. Það er lát- ið þoma vel á samskeytunum og þar næst er strompnum klístr að á. Veggimir og þakiö fá góð- an skammt af sykurhúð og að lokum er flötum brjóstsykri og sultuðum kirsuberium (kokkteil- berjum) raðað á þáð og fest meö sykurhúðinni. Skreytingin þarf ekki að vera svona margbrotin. Hægt er að skreyta húsið á svipaðan hátt og jólakökur bam- anna. Þær eru mótaðar upp úr deigi af sömu uppskrift og fær. þá hugmyndaflugið aö ráða hver myndin verður e. t. v. jólasveinn, köttur eða eitthvað annað. Á þessar kökur eru teiknuð munst- ur með pensli og blöndu af á- vaxtalit og flórsykri og e. t. v. vatni. Fallegt er, ef liturmn er rauður. Húsið má einnig skreyta með teikningum upp úr sömu blöndu. □ PIPARKÖKUHÚS (dýrari tegimd) 200 gr. gervihunang, 100 gr. sykur, 50 kr. smjörliki, 2 egg, 2 tsk. kanill, múskat, pipar, negull af hnífsoddi malað engifer, anís, 500 gr, hveiti ca. 4 tsk lyfti duft. Hunang, sykur og smjörlíki er brætt í potti, hellt í skál og Iátið kólna. Eggjunum og kryddínu bætt við. Hveiti og lyftidufti sáldraö í blönduna og deigið hrært og hnoðað smám saman, látið bíða í hálftíma. Flatt út ámóta þykkt og hnífsskaft. Síðan gilda nákvæmlega sömu reglur og við bakstur hinnar npp skriftarinnar. Eins og við tók- um fram í byrjun á skreytingin við þessa uppskrift og er þá betra að brjóstsykurinn, sem notaður er til skreytingarinnar sé fremur súr. Áður en þið hef jizt handa eiga öll áhöld aö vera tilbúin og öll efni, gleymiö ekki pappanum, skærunum og blýanti. Og þegar mamman og bömin hafa safn- azt saman í eldhúsinu við að búa til piparkökuhúsið og jólakökur bamanna, óskum viö þeim góðr ar skemmtunar. Bilar af öllum gerðum til sýnis og sölu í glaesilegum sýningarskólo okkar oð Suðurlandsbraut 2 (við Hallarmúla). Gerið góð bílakaup — Hagstæð greiðslukjör— Bílaskipti. Tökum ve) með farna bíla í um- boðssölu. Innanhúss eða utan.MEST ÚRVAL—MESTIR MÖGULEIKAR 'ZM-■ KR. HHISTJANSSON H.F. II M fl (I fl I fl SUÐÚRLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA U III ö U I) I II sjMAR 35300 05301 _ 35302). Magnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Slmi 22804 5 Bíla hreínsibón JET WAX — AND CLEANER Er flj'ótandi hreinsi- og gljábón með svípuðum eiginleikum og PRESTONE JET CAR WAX nema hvað það hreinsar enn auðveldar tjörubletti og annað slíkt af bílum, og gefur sérstak- lega varanlega húð. Nýtt...Nýtt Chesterfield filter me& hiaau gyóða ChesterSieM bragfði... íoksins kom iiiter sígarettá með sönnu tóbaksbragði Reynið góða hragðið Reynið ChesteriieM íiiter

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.