Vísir - 14.12.1968, Síða 3
VISIR . Laugardagur 14. desember 1968.
tsamsm
3
\
I
I
»
. ■ •■
■Æ
»1» I.M.IWW ~
Halldórsson leikstjóri ekki sízt
þátt í því. Nú síðast fóru Suður-
Þingeyingar fram á það, að
Gísli setti það upp hjá þeim,
„því þeir vilja ekki vera eftir-
bátar Þjóðleikhússins". Þetta
segir lagasmiðurinn Jón Múli, en
hann var á æfingu, þegar Mynd-
sjáin leit þar inn. Svo segir Jón
Múli „Gísli sýndi mikinn áhuga
á þessu og það var eiginlega
hans verk, að við Jónas gerðum
Delerium búbónis að leiksviös-
verki. Hann sýndi ótrúlega elju,
fómfýsi, dugnað ... til þess að
fá okkur til þess“, Jón Múli á
mörg fleiri orð um Gísla, en
lýkur ræðunni snögglega, „það
er bezt að þakka honum þetta
allt saman".
^P/ingar á jólaleikriti Þjóð-
leikhússins eru í fullum
gangi. Leikhúsgestir munu sjá
ný andlit i ekki mjög gömlum
hlutverkum. Allir kannast við
söngvana, sem eru þeir sömu,
þó er bætt við 2—3 nýjum,
hljómsveitarátjórinn er sá
sami, Carl Billich, en Magnús
Ingimarsson hefur gert nýjar
útsetningar. Mjög margir kann-
ast viö ganginn í Delerium
búbónis og allir við lagasmið-
inn Jón Múla Ámason..
Fyrst var leikritið sýnt hjá
L. R. fyrir tæptun tiu ámm og
sló öll met hvað aðsókn snerti.
Síðan þá hefur þaö verið eitt
af eftirlætisverkefnum leikfé-
laganna úti á landi og á Gísli
Jón Múli á æfingu ásamt leikstjóranum Benedikt Amasyni.
... því við getum jólahaldi frestað fram 1 marz. Ægir Ó. Ægis (Rúrik Haraldsson) og jafn- Má bjóða skógarguðnum einn. Leifur (Arnar Jónsson)
vægismálaráðherrann (Ævar Kvaran). ". • / Unndór Andmar skáld (Baldvin Halldórsson).
... og þegar við settumst á bekkinn hjá Iistaskáldinu góða mættust sálir okkar.
mættust þær, segir Pálína (Þóra Friðriksdóttir) hrifin.
En hvemig fmnst Jóni Múla
að sjá leikritið aftur í æfingu —
nú í Þjóðleikhúsinu. „Ég var
hálfkviðinn við þaö fyrst, en sá
kvíði hefur horfið fyrir áhrifa-
mætti æfinganna“. Hann segir
líka um inntak verksins, þjóð-
félagsádeilu í gamanbúningi, að
hún hafi ekki úrelzt, „þjóölífið
er í ennþá meira húla-hoppi en
það var“.
Það er líflegt á sviðinu. Bene-
dikt Ámason, leikstjóri bregður
sér í hvert hlutverkið af öðru,
það er hart keyri því frumsýn-
ing er á annan í jólum.
Einar í Runninum (Flosi Ólafsson). Það er allt klappað og
klárt, refirnir sitja í gildrunni.
i