Vísir - 14.12.1968, Side 16

Vísir - 14.12.1968, Side 16
VISIR Laugardagur 14. desember 1968. ! ir Jökli, Arnaifcorgin, istenztek afreksmenn, Minnisverðrr meon (e. Tómas Guðmundsson og Sverri Kristjánsson), Eusébio, Skugginn hennar (e. Theresa Charles), Reynistaðarbræður og Gróandi 'þjóölíf. Af barnabókum: Etegfinmir dýralæknir, Pípuhattur galdra- karlsins, Prins Valiant, Stúlka með ljósa Iokka, og Etularfulli njósnarinn. Bókafoúð Norðra, Hafnarstræti 4 tilnefndi: Landið þitt, Reyni- staðarbræður, Kristnihald undir Jökli, Gulnuð blöð (e. Guðrúnu frá Lundi), Miðiil í 40 ár. Enn- fremur var getið um, að góð saia væri t.d. í bókunum Vér Islands böm (e. Jón Helgason), Minois verðir menn, og Systir Angete |e. Theresa Charles). Af bamabókum voru taídar Dagfmnur dýralæknir, Pípubatt- ur gaidrakarlsiDS, Franfc og Jói, 10. sföa. LAXNESS mSÆLASTUR Á BÓKAMARKAÐNUM Rætt við 5 bóksala — 10 vinsælustu bækur fyrir b'órn og fullorðna ■ Jólaösin er nú byrj- uð í bókaverzlun- um, enda ætti þar að vera nóg úrval nýrra bóka á markaðnum. — Blaðið hafði samband við verzlunarstjóra í nokkrum bókaverzlun- um í Reykjavík, ög luku þeir upp einum munni um það, að bókasalan væri svipuð og um þetta leyti í fyrra. Verzlunarstjóramir sögðu að talsverð hreyfing væri komin á bækurnar, þótt jólasalan hæfist varla fyrir alvöm fyrr en í síðari hluta næstu viku. Blaðið bað þá hvern um sig að nefna nokkrar helztu sölu- I bækurnar bæöi fyrir börn og full oröna. Ef til vill er ennþá all- erfitt að spá um, hvaða bækur muni seljast mest, þvi að sumar þeirra eru svo nýkomnar í verzl anir að vart er við því að bú- ast að nú þegar sé hægt að sjá hvert stefnir með sölu þeirra. Þegar þeir voru beðnir um að nefna fimm bækur fyrir full- orðna, sem hvað mest sata er í var bókin „Kristnihald undir Jökli"* eftir HaHdór Laxness á lista allra verzlunarstjóranna. — Fjórir af fimm nefndu „Landið þitt“ eftir Steindór Steindórsson skólameistara. Þrír nefndu bók ina „Islenzkir afreksmenn", sem Gunnar M. Magnúss hefur tekið saman. Ennfremur virtist bókin „Reynistaðarbræður" eftir Guö- mund Guðlaugsson vera mjög vinsæl, svo og „Arnarborgin" þýdd saga eftir Alistair McLean. Af bamabókum virðast þessar fimm vera hvað vinsælastar: Dagfinnur dýralæknir, Prins Valiant, Pípuhattur galdrakarls- ins, Stúlka með ljósa lokka og Jól £ Ólátagerði. Bókabúö Braga Brynjólfsson- ar, Hafnarstræti 2, tilnefndi eft- irtaldar bækur: Kristnihald und VEÐURBLÍÐAN EKKI GÓÐ GRÓÐRINUM Margir hafa dásamað veðurblíð-1 — Svona veðurfar fer illa með una sem hefur eiginlega verið i gróöur, sagði Hafliði Jónsson garö- allan vetur. Hins vegar eru ekki yrkjustjóri í viðtali við Vísi. Það allir ánægðir með þau áhrif, sem er hætta á rótarfúa vegna bleyt- hún hefur á garðagróður. I unnar og þessi veðurblíða framkall- Saga Forsytanna komin át ar ekki heiibrigt ástand fyrir hvíld- arskeið plantnanna. Hafliði kvað það hreinustu firru, að blóm skjóti upp kollinum að nýju í svona veðr- áttu. Ef þaö gerist sé um eftirlegu- kindur frá sumrinu aö ræða, sem ekki hafi látið á sjá. 1 lokin sagði Hafliöi, að allir yrðu víst sammála um það, að þessi veðrátta kæmi búendum á kal- svæðinu vel. 3 Meðal útgáfubóka Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins, sem eru nýút- komnar er Saga Forsytanna, sem sjónvarpskvikmyndin vinsæla sem nú er verið að sýna, er gerð eftir, og mun útgáfa þessa sagna fiokks því enn almennar fagnað en ella. Það er fyrsta bindi sagnaflokks- ins, Stóreignamaðurinn, sem út er komið, í þýöingu Magnúsar Magn- ússonar ritstjóra. Galsworthy hlaut heimsfrægð sína fyrir þennan sagnaflokk, og það var fyrir hann framar öðru, sem honum voru veitt bókmenntaverðlaun Nobels á sínúm tíma. Hinar útgáfubækurnar eru: Fær- eyjar, eftir Gils Guðmundsson al- hingismann, prýtt fjölmörgum myndum. Rit þettá er í bókaflokk- inum Lönd og iýðir. — Tólf kviður ! úr Gleðileiknum guðdómlega eftir \ Dante. Kviðurnar eru prýddar lista verkum eftir Sandro Botticelli, i ðandi er Guðmundur Böðvarsson skáld, sem ritar ýtarlegt forspjall 'vi kviðurnar og höfunci þeirra, hýðinguna og útggfuna. — Bréf til bróður. Þetta eri 25. bindið af Smá- bókum Menningarsjóös (ritstj. Hannes Pétursson skáld). Höfund- ur bréfanna er Jóhann Sigurjóns- son skáld, skrifuð Jóhannesi bróð- ur hans, bónda á Laxamýri. Krist- inn Jóhannesson stud. mag. bjó bréfin til útgáfu og ritar inngang M-> 10. síða. Bóluefni fyrir sjúklingu og gamssimenni • Líkur benda tii þess, aö Asíu- inflúensan sé komin til landsins eins og skýrt var frá í Vísi í gær. Bóluefni er til hér gegn veikinni en takmarkaðar birgðir. Þær eru ætlaðar fyrir sjúkiinga og gamal- menni. Hins vegar er lítið gert að því, að bólusetja böm gegn veiki sem þessari. tm s Hver er maðurinn? Í Þekkið þér hann ekki? Það er svo sem ekki víst, að ungmeyj-! arnar þekki hann heldur. Hann hefur nefnilega brugðizt; draumsýn þeirra. — Flettið upp á síðu 4 og sjáið, hvemig j hann hefur litið út til þessa í augum stúlknanna. ........... Fingurgull hafa löngum þótt tákn vináttu, enda leynist slíkt oft í litlu jólapökkunum á aðfangadagskvöld. Halldór Sigurðsson, gull- smiður á Skólavörðustíg, tjáði blaðinu í gær, að sér virtist útlit fyrir svipaða sölu og fyrr nú fyrir jólin; , Halldór kvaðst nú fitja upp á þjónustu við viðskiptamenn sína, hann réði unga og fallega sýningarstúlku, Maríu Ragnarsdóttur, og mun hún leiðbeina mönnum við val á skartgripum í búð hans. — Myndin er af Maríu með fjölbreytt hringasafn verzlunarinnar. Hafnarfjörður fær jólafré frá vinabæ sínum i Danmörku ' Vinabær Hafnarfjarðar, Frið- riksberg I Danmörku, hefur sent bænum jólatré að gjöf. Kl. 16 á sunnudag er fyrirhugað að tendra ljósin á trénu, sem stendur á Thorsplani við Strandgötu. Áður en Ijósin verða kveikt mun Lúðra- sveit Hafnarfjarðar leika nokkur lög, en siðan mun aöalræðismaður Dana hér . á landi, Ludvig Storr, afhenda gjöfina, og dönsk kona bú- sett í Hafnarfirði, frú Gerda Marta Jónsson tendrar því næst ljósin. Bæjarstjórinn í Hafnarfiröi mun flytja ávarp, og að því loknu syng- ur karlakórinn Þiestir. Jófialjósia festdruð • Á morgun verður kveikt á jólatrénu á Austurvelli, sem er gjöl' Oslóbúa til Reykvíkinga. Verð- ur stutt athöfn við tréð eftir venju og hefst kl. 16.30. Lúðrasveit Reykjavikur undir stjóm Páls P. Pálssonar mun leika jólalög fyrir athöfnina, en að henni lokinni syng- ur Dómkórinn „Heims um bóirí. undir stjóm Ragnars Björnssonar. Norski sendiherrann, Christian Mohr afhendir tréð, en Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, veitir þvi móttöku, fJk. borgarbúa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.