Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 4
Kitstjörar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bencdikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- tröl: Eiður Guðnason. - SímaK 14900- 14903 - Auglýsingasími: 14906. ABsetur: AlþýðuhúsiS vlB Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. - I lausasölu kr. 5.00 elutakiB. tJtgef&ncli: Alþýðuflokkurinn. Skipaforstjóri sirandar ÞESS MUNU engin dæmi, að forstjóri ríkisfyr irtækis hafi samvinnu við stjórnarandstæðinga og leggi í hendur þeirra bréf og upplýsingar til að ráð ast á þann ráðherra, sem ber ábyrgð á viðkomandi fyrirtæki. Svo ólíklegur atburður hefur þó gerzt. Fyrir hátíðar tóku forstjóri Skipaútgerðar ríkis- 'iins, Gúðjón Teitsson, og fr'amsóknarmenn í fjár- j veitinganefnd Alþingis sig saman um að gera árás já Emil Jónsson fyrir sölu ríkisins á olíuskipinu jÞyrli. Átti að þyrla upp moldviðri og kalla „hneyksli", beina athygli almennings frá hinum hörmulega rekstri Skipaútgerðarinnar, en kenna Emil Jónssyni um öll vandræði hennar. Emil Jónsson er þjóðkunnur isem heiðarlegur iog varkár maður í öllum embættisverkum. Hann |er seinþreyttur til vandræða og stendur því ekki oft |í blaðaskrifum. En svo 'blöskraði honum framkoma ÍGuðjóns Teitssonar, að hann tók saman grein um jmálið, sem Alþýðublaðið birti í gær. Það er mál þeirra, sem greinina lesa, að sjald an hafi óhygginn embættismaður verið skorinn nið ur við trog sem Guðjón Teitsson í þeirri grein. Þó Ibeitir Emil Jónsson aðeins einu vopni, bréfum, sem Guðjón hafði sjálfur skrifað ráðuneyti sínu varð- ándi rekstur og hugsanlega sölu olíuskipsins Þyrils. jLengra þurfti Emil ekki að leita. Bréfin kippa grund yelli undan þeim málsflutningi, sem Guðjón lokk- aði flokksbræður sína, fyamsóknarmenn á Alþingi, til að viðhafa, Má búast við, að Helgi Bergs og fé- iagar hans kunni Guðjóni litlar þakkir fyrir þetta frumhlaup. Reyndari þingmenn Framsóknarflokks ins hefðu vitað fyrirfram, að erfitt mundi að sanna embættisafglöp á Emil Jónsson, og því tekið Guðjóni Teitssyni með varúð, er hann þóttist benda þeim á höggstað. En Guðjón Teitsson og Skipaútgerð ríkisins eru sitt hvað, eins og Emil benti á í grein sinni. Eng- um er eins Ijóst og Alþýðuflokknum, að Skipaút- gerðin veitir fólki umhverfis allt land lífsnauðsyn- lega þjónustu. Varl'a er hugsanlegt .að veita þessa þjónustu með því móti, að hún standi fjárhagslega undir sér, enda er ekkert eðlilegra en að samfélagið taki þátt í kostnaði við góðar samgöngur, svo sem gert er í flestum löndum. Þegar núverandi floti stra'ndferðaskipa var keyptur fyrir tveim áratugum, gerðist það í ágætu samstarfi þáverandi forstjóra Skipaútgerðarinnar, og þáverandi samgöngumálaráðherra, Emils Jóns- sonar. Hins vegar hefur hallað undan fæti fyrir út- gerðinni í tíð Guðjóns Teitssonar, og hefur hallinn n^lgazt hundrað þúsund krónur á dag. Sú stjórn vekur hvorki traust né hrifningu. CRC - rakavarvtarefnið ATH.: að CRC rakavarnarefnið smýgur undir rakann og þurrkar rafkerfið. FYRIR BIFREIÐINA: Þurrkar og rakaver rafkerfið. — Ver fyrir tæringu. — Ver krómið. — Vinnur á frosti í læsingum o. fl. CRC leysir flesfan vanda: SJÓNVARPSSTANGIR: Sprautið CRC á sjónvarpsstöngina, það varnar útleiðslu vegna sjávarseltu og bætir þar með móttöku- skilyrðin. Fæst í bifreiðaverzlunum og benzínsölum. Heildsöíubirgðir: Pétur 0„ Nikulásson Vesturgötu 39, sími 20110 I íuCiiP UTANBÆJARBÍLSTJÓRI send ic Bifreiðastjóri skrifar um næturþjónustu í Reykjavík. it ÁstandiÖ er óþolandi. it Umferðastöðin nýja. Á Ævintýrið og syndafallið. ir mér þessar línur: „Ég þakka þér og bréfritara þínum, er minnt ist á. það vandræðaástand sem er í Reykjavík, að þar skuli vera lok að fyrir alla benzínafgreiðslu um 11 á kvöldin og til morguns, og að ekki er hægt að fá vott né þurrt um nætur. Þaö er líkast til rétt, sem sagt var í pistli þínum, að þetta ástand er látið standa svona vegna þess, að ráðamenn halda að engir aðrir séu á ferli um nætur en óreglufólk, sem ekki þurfi að vera að siuna á neinn hátt. ÉG TEK UNDIR það, sem sagt var, að þannig er þetta alls ekki. Fólk vinnur við ýms störf um næt ur og þarf á þjónustu að halda Hvernig halda menn til dæmis, að ástandið yrði, ef öll bifreiða þjónusta væri lögð niður um næt ur. Þá er þess að gæta, að mörg skip koma til hafnarinnar að nóttu til og einnig önnur farar- og flutningatæki. ÉG HEF ETTHVAÐ heyrt um það, að í hinni nýju Umferðamið stöð borgarinnar eigi að vera veit ingastaður, sem opinn verði um nætur. Ég vona að þetta sé rétt, en þá vil ég líka mælast til þesS, að benzínafgreiðsla verði einnig opin þarna og á þessum tíma. Hún þarf að vera opin fyrir alla en ekki aðeins okkur lagferða- bifreiðastjórana, sem höfum af- greiðslu á Umferðarmiðstöðinni.“ ALLTAF DREGUR Ævintýri á gönguför að sér athygli almenn ings. Það var enn sýnt fyrir fullu húsi í Iðnó á miðvikudagskvöld. Nú munu vera liðin 68 ár síðan þetta gamanleikrit var fyrst sýnt en það mun fyr-t hafa verið sýnt á Eyrarbakka 1897, og enn er sá sem lék annan stúdentinn, lifandi Guðmundur Guðmundsson, en hann varð níræður á fimmtudag. ÉG HEF OFT SÉÐ Ævintýrl á gönguför og það var eiginlega til þess að rifja upp gamlar minn ingar, að ég fór að sjá það á miðvikudag''kvöldið. Vitanlega skemmti ég mér við að rifja þetta Framhald á 10. síðu. "4 8. janöar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.