Alþýðublaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 3
V seguli Jiar r grísku borginni Sybris hafa banda .ískir og ítalskir vsindamenn beitt hárnákvæmum talið, að þeir hafi fundið borgína, þótt ógrerningrur sé nú að grafa rústirnar upp, ær eru firnm metra undir yfirborði sjávar, rústir Sybaris lei i BORGÍN ...sem talin er heims leitað þessarar sögu hafa verið einhver auðugasta borg frægu borgar, sem sumir hafa Grikklands í fornöld hvarf af yf þó hálft í hvoru efast um, að væri irborði jarðar fyrir um það bil möguleiki að finna. 2500 árnm og ; 05 ár hafa forn Hópur bandarískra og ítalskra leifafræðingar frá flestum lönd- vísindamanna hefur nú um nokk irnar urt skeið leitað þessarar fornu borgar og notað við það hárná kvæm segulmælingatæki, sem í upphafi voru ætluð til marghátt aðra geimrannsókna. Þessir vís 'ndamenn telja sig nú hafa fund ;ð rú tir Sybaris, eða hafnarborg ar hennar en rústirnar eru huld ar jarðlagi, sem er um það bil sex metra þykkt. Það kann meira að segja að fara svo, að þessir vísindamenn geti aldrei séð rústirnar, eða það sem þeir halda að séu rústir Sybar ;s. því þær eru fimm metrum neð ar en yfirborð sjávar, og mögu ’eíkinn á að komast að þeim er Unjtfægur þar sem kostnaður ""’ndi verða allt að því óviðráðan ’egur. í hópnum, sem leitar nú rúst anna er yfirmaður fornleifafræði deildar háskólans í Pennsylvaníu rrófessor F. G. Rainey. Hann hef "r unnið að þessari leit meira og minna þrjú undanfarin ár í sam "áðt við ítalska ví indamenn og 'lölsk yfirvöld. 5amkvæmt heimildum er talið eð íbúar grannborgarinnar Krótan ’mfi lagt Sybaris í eyði árið 510 ' Kr. Sybaris var grí k, byggð á ’andi sem nú tilheyrir Suður-ítal '■>. Borgin var mjög auðug en það Framliald á 10. síffu. i Sex metrum neffar en maff ÆM ’irinn stendur er taliff aff g|li| lómleg menning hafi staðiff fyrir rúmlega 2500 árum. ^ Maffurinn sem viff sjáum >r á myndinni heldur á hárná TOmum segulmæli, sem hefur •"'rt þaff aff verkum aff hægt er ’ff teikna kort yfir borgarrústirn; "’r, þótt enginn hafi þær enn áug m liUff. ÆTLA MÆTTI, að stjórnarskrár og stjórnskipan ríkja taki ekki miklum breytingum, en haldist margar kynslóðir. Við nánari at- hugun kemur þó í ljós, að frjálsar þjóðir eru sífelit að breyta grundvallaratriðum í stjórnarfari og laga það eftir breyttum tímum.. íslendingar hafa enn ekki sett lýðveldinu nýja stjórnarskrá.- Hefur raunar iítið verið á það mái minnzt í seinnt tíð. Þó má það ekki gteymast, og.gæti átt vel við að setja nýja stjórnarskrá ii dæmis 1974 — á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Ýmsar hugmyndir eru uppi um breyting-. ar á stjórnarháttum. Má nefna tiliögu jafnað-. armanna um 18 ára 'kosningaaldur, sem án efá mun ná fram að ganga fyrr eða síðar. Þá hef- ur mikið verið talað um að breyta lögsagnar- umdæmum og skilja sundur xunsýslu- og dóm- arastörf sýslumanna. Enn hefur forsætisráð- herra hent á, að hreyta þurfi ákvæði stjómar- skrár um samkomudag Alþingis, en á hverju ári eru samþykkt lög til að veita undanþágu frá því úrelta ákvæði. Þannig mætti nefna margar fleiri hugmyndir varðandi breyttá: stjórnskipan. . Oft hefur verið rætt um að afnema dei'lda- skiptingu Alþingis. Þingmenn eru allir kjöm- ir á sama hátt til sama tíma og því ekki sérstök ástæða til að skipta beim í vær deildir. Efri deild er arfur frá tíð hinna kon-.- ungkjörnu þingmanna. Alþýðuflokkurinn lagði til árið 1927, að- deildaskiptingin yrði afnumin, og flutti Héðinn Valdimarssori. frumvarp um páð og fleiri breytingar á þáverandi stjórnsíkipan. Um deildaskiptinguna sagði Héðinn: „Efri deild Alþingis var upphaflega sett hér eins og annars staðar til að reisa skorður við lýðræðinu. Vú á tímum ætti slí'k deildaskipting að falla burt sem aðrar fornmenjar og þingið að skipa eina málstofu.” Deildaskipting þingsins veldur nokkrum kostnaði og mikiUi tímaeyðslu. Uinræður um mál em tvíteknar, þar sem þingmenn segja yfirleitt efnislega það sama í síðari deild og hinni fyrri. Er ekki sízt farið illa með tíma ráðherra, sem verða að flytja framsöguræður sínar tivisvar og taka tvisvar þátt í svo til sömu umræðum. Skipan Alþingis mundi verða einfaldari og betri með einni málstofu. Nefndir væm þá færri, og þingmenn gætu beitt sér að einni nefnd í stað þess að sitja í 2—4 eins og nú er algengt. Helzta röksemd, sem mælir með deildaskiptingu, er á þá lund, að öruggara sé að mál fái sex umræður en aðeins þrjár. Er því ástæða til að kanna, hvort þingmál hafi yfirleitt tekið breytinigum í síðari deild, sem um þau fjallar. Þingið 1960 fékk 138 mál til meðferðar, en síðari deild breytti aðeins 8 þeirra. Af 69 málum, sem hlutu afgreiðslu, breytti síðari deild 7. Þingið 1961 fékk 141 mál til meðferðar, en af þeim breytti síðari deild 11. Þingið 1962 fékk 146 mál til meðferðar, en af i>eim breytti síðari deild 10. Þingið 1963 fékk 122 mál til meðferðar, en af þeim breytti síðari deild 13. Nú hefðu allir sömu þingmenn fjallað um málin, ef þingið hefði verið ein málstofa. Má því búast við, að ýmsar breytinga- tillögur, sem fram komu í síðari deild, hefðu eíns komið fram í einni deild. Áhrif deildaskiptirugarinnar á afgreiðslu mála hafa íþví verið enn minni en þessar tölur gefa til kynna. Alþingi verður innan skamms að taka ákvarðanir um fram- tíðar húsnæði. Væri skynsamlegt að gera upp við sig, hvort þing- ið á að starfa. sem ein deild eða tyær, áður en byggfingaráform verða endanlega ákveðin. ■ ) Benedikt Gröndah UM HELGINA Verður Alþingi ein málstofa? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. janúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.