Alþýðublaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 4
Bttstjörar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. - Ritstjörnarfull-
trúl: Elöur Guönason. — Símar: 14900 -14903 — Auglýsingasíml: 14906.
Aösetur: AljjýöuhúsiB vlB Hverflsgötu, Reykjavík. — PrentsmiBja AlþýBu-
blaSsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. S.00 elntaklB.
Utgefandl: Alþýðuflokkurinn.
Eina leiðin
UNDANFARNA MÁNUÐI 'hefur mikið verið rætt
um stofnun Alþýðubandalagsfélags í Reykjavík. —
Hafa fylgismenn Hannibals Valdimarssonar talið
þessa félagsstofnun prófstein á samstarfsvilja sósí-
alista og möguleika á að gera skipulegan flokk
úr Alþýðubandalaginu.
Það eru óskir Bannibals og félaga hans, að þessi
félagsstofnun tákist án þess að kommúnistar, sérstak-
lega liðsmenn Brynjólfs Bjarnasonar, verði þátttak-
endur. Hins vegar vilja menn í Sósíalistafélaginu
gera hið nýja félag að eins konar bandalagi, þar sem
Önnur samtök geti verið aðil'ar. Þannig er Brynjólf-
ur ákveðinn að gerast félagi, Hannibal til sárra von-
■brigða.
Af öllu þessu verður ljóst, hversu alvarlegur
Idofningur er irnian þess liðs, sem í síðustu alþing-
iskosningum stóð undir merkjum Alþýðubandalags-
ins. Sjálfur Sósíalistaflokkurinn er klofinn í tvær
fylkingar að mimista kosti, og er Brynjólfur Bjarna-
son fyrir annarri, en nokkrir Guðmundar fyrir hinni.
Síðan eru stuðningsmenn Hannibals og loks Þjóð-
varnarmenn, að vísu innhyrðis sundraðir, þar á
uæsta leiti.
Alþýðubandalagið er því ekki líklegt til stór-
ræða og er satt að segja orðið að vandræðabami ís-
lenzkra stjónmála. Þar bólar ekki á hugsjónum eða
baráttumálum. Sósíalismi er þar ekki nefndur nema
á tyllidögum. Foringjarnir rífast innbyrðis og menn
eru kenndir við mismunandi klíkur.
í upphafi var alþýðuhreyfingin smeinuð í ein-
um stjórnmálaflokki, Alþýðuflokknum. Ekki þótti
sú eining viðunandi, og hefur flokkurinn þrisvar
sinnum verið klofinn — aðallega í þeim tilgangi að
„sameina” vinstriöflin. Nú sést, hvernig sú „sam-
eining” hefur gefizt. Getur nokkrum manni komið
til hugar, að þessi klofningsstarfsemi hafi verið til
góðs?
Þegar tekið er tillit til sundrungar Alþýðu-
bandalagsins, verður augljóst, að Alþýðuflokkurinn
er nú sterkasta og heilsteyptasta afl alþýðuhreyf-
ingarinnar. Flokkurinn hefur í samstarfi við aðra
komið mörgum áhugamálum verkalýðshreyfingar-
innar í framkvæmd og hefur tryggt vinsamlegt sam-
starf við verkalýðinn af hálfu ríkisstjórnar. Skyn-
samlegasta afstaða vinstrimanna í dag er því að
fylkja sér um Alþýðuflokkinn og nota hann sem
kjarna heilsteyptrar baráttu fyrir vísindaþjóðfélagi
framtíðarinnar, þar sem frelsi, jafnrétti og bræðra-
lag eiga að rfkja. j
4 16. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ'
TILRAUNASTOFA Á
FJÓRUM HJÓLUM
Þetta furðulega farartæki, sem
hér fylgir mynd af, er tilrauna
stofa á hjólum, sem einkum er
ætluð til rannsókna á eyðimerk-
ursvæðum og söndum, en er nú
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina!
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 34. Sími 13-100.
Látið okkur ryðverjs
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYÐVÖRN
Grensásvegl 18. Sími 309«*
einungis notað til að prófa margs
kyns tæki, sem bandarískir geim-
farar ef til vill munu beita,
þegar þeir fara að lenda á tungl
inu.
Fararlækið vegur rúmlega átta-
tíu smálestir með öllum búnaði og
í útliti er það svo furðulegt, að
alls ekki væri fjarri lagi að álíta
það komið frá annarri plánetu.
Þvermál hjólbarðanna undir
þessari vélknúnu tilraunastofu er
til dæmis rúmlega hálfur annar
metri. Undirvagninn sjálfur er
geysisterkbyggður og allfyrirferðar
mikill. Ofan á undirvagninum er
svo byggt sjálft húsið sem er eins
og tankur af oliubíl í laginu nema
hvað stórir gluggar eru á öllum
hliðum eins og glögglega sést á
myndinni.
Inni í þessu húsi geta að minnsta
kosti tveir menn starfað samfleytt
í hálfan mánuð án þess að þurfa
nokkru sinni að fara út. Þeir geta
framkvæmt margháttaðar tilraun-
ir með flóknum vísindatækjum
bæði á sviði jarðfræði og jarð-
eðlisfræði, og mörg af þessum tækj
um eru einmitt svipuð eða sams
konar og tæki þau sem verða í
fyrsta tunglfarartækinu, er banda-
rískir geimfarar eiga að nota við
könnun mánans.
Þessi undarlega tilraunastofa,
er nú staðsett i Suður Kaliforníu,
en henni eru ætluð margháttuð
verkefni í suðvestur hluta Banda-
ríkjanna nú á næstunni.
Farartækið er tæpir fimm metr-
ar á lengd, 2,7 metrar á breidd og
þriggja metra liátt og er smíðað
hjá General Motors. Þótt þetta
fvrirferðarmikla bákn sé ekki ætl-
að til rannsókna á tunglinu munu
geimfarar samt fá þjálfun þarna,
einkum í notkun margháttaðra
tækja.
Þessu farartæki eru flestir vegir
færir og það kemst yfir hindranir
sem eru 60 sentimetra háar, það
getur farið yfir allbreiðar sprung
ur, hámarksliraði þess á vegum er
40 km. á klukkustund, en utan
vega getur það farið með 8—16
kílómetra hraða á klukkustund.
Þetta undarlega farartæki er
tilraunastofa á hjólum þar sem
tveir menn geta unnið og búið 1
tvær vikur samfleytt og notið allra
venjulegra lífsþæginda. Tækið er
ætlað til rannsókna á eyðimörkum
og eyðisöndum.
.^(.ðOfCAt