Alþýðublaðið - 23.01.1966, Síða 3
I DIMMUM BRUNNUM
vögguþulu þeirra Magnúsar,
jafnvel Blóðbrullaupið sjálft þeg-
ar það var leikið hér í Þjóðleik-
húsinu fyrir nokkrum árum. Ó-
neitanlega var Garcia Lorca fyrst
og fremst ljóðskáld, einnig þegar
hann orti fyrir leikhúsið — og það
þótt „öll þróunin í leikritum hans
stefni að því að sníða af ljóðrænu
greinarnai' ” eins og haft er eftir
bróður skáldsins í leikskrá. Hús
Bernö-?>n Alba mun almennt tal- \
ið fuliknmnasta leikrit Garcia i
Lorca oe sjálfsagt er það rétt, að
þar só minna um ljóðrænuflúr ]
og útúrdú>-a en í öðrum leikjum
hans. Þa’’ fvrir er gerð og allur
andi leiksins ljóðrænn. Atburða-
rásin er ofureinföld og gæti hæg-
lega veri^ sniðin eftir þjóðkvæð-
um þó mér sé það ekki kunnugt;
örlaaac'öCT”r sem þessi eru al-
kunnar þar. Og persónulýsingar
eru allar kvrrstæðar, statískar;
leikurinn lvsir engri þróun en
breeðnr unn einni heilli mynd;
sálfræði hans, söguatvikin eru
ekki áhueaverð sjálfra sín vegna
en sem miðill Ijóðrænnar lífsýnar
verksins . f dimmum brunnum
vaka eitursnákar, og nóttin aumkv-
ast vfír hínum rústum,” kvað ann-
að skáld sem einnig orti leikljóð
um ástina, ástríðuna og dauðann; j
og þessi orð lýsa mætavel hug- j
blænum f Húsi Bemörðu Alba; !
það er meira að segja merkileg
líking með myndmáli Jóhanns
Sigurjón'sonar í þessu kvæði og
Garcia Lorca í leiknum. Leikur-
inn lýsir dimmum brunnum mann-
legrar sálar, bruna blóðsins, af-
vegaleiddum, sjúklegum tilfinn- ,
ingum; hann er harmljóð um ó-
fuli”-"”* ’-r cpm eygist { sínum
Inga Þórðardóttir, Regína Þórðardóttir og Sigríður Hagalín.
eigin funa. Ljóðið talar sínu eigin
máli. Áhorfendur eiga það undir
sjálfum sér hvort þeir játa eða
neita þessari lífsýn, hvort hún
vekur þeim áhuga eða andúð, eða
lætur þá ósnortna.
Þetta virtist fullljóst af svið-
setningu Helga Skúlasonar í Iðnó.
Það er allt kyrrt á yfirborðinu í
húsi Bernörðu Alba, meira að
segja rúm fyrir dálítinn gáska,
skop, en jafnan skammt ofan á
glóð; stígandi leiksins er síhitn-
andi ástríðan sem inni fyrir
brennur og bálar upp annað veif-
ið. Ef til vill var full-lítið lagt
upp úr þessari stígandi, áherzla
sýningarinnar full-einhliða á á-
stríðu leiksins, allt frá öndverðu,
ofsa hans; en sá skilningur er
einnig í góðu gildi. Og myndræn-
ar uppstillingar kvennanna á
sviðinu imdirstrikuðu jafnvægið á
yfirborðinu, kyrrstöðu leiksins.
Sviðsmynd úr fyrsta þætti.
Þetta er enginn raunsæisleikur,'
engin þjóðlífslýsing, en stilfærðf
uppmálun sálarlífs sem spillist og
ranghverfist undir oki hefðar og
vana. I.eikinn má, ef vill, taka
sem útlistun á átökum yfir- og
undirvitundar í mannlegri sál,
undirokaðrar ástríðu og rangsnú-
innar skynsemi.
Bernarða Alba er sannfærð um
það að í húsi sinu sé ekkert háð
tilviljun, allt á hennar eigin valdi,
allt og allir lúti hennar forsjá
og vilja. Vilji hennar er hið illa
afl leiksins, krabbameinið, sem
tærir hús hennar, lýsing hennar
sjálfrar þungamiðja leiksins. Og
í sýningu Leikfélagsins bar hæst
þessa kvenlýsingu Regínu Þórðar-
dóttur. Bemarða liennar er sjúk
kona, tærð af sínum eigin vilja
sem ekki getur látið undan; stund-
urn er engu líkara en kraftar
hennar ætli að bresta fyrir ofríki
tilfinninganna. Þess vegna verður
lýsing hennar mannlegri, geðfelld-
ari en ef hún væri heilbrigð . og ,
með fullu valdí á gerðum sínum.
Með Bernörðu hefur Regína Þórð- (
ardóttir aukið enn einni svip-,
sterkri konumynd við fyrri kven-1
lýsingar sínar, öfgaminni en kven
skrattar Diirrenmatts voru sem ,
skammt er að minnast, og ef til v
vill að því skapi átakanlegri. Dæt-
ur Bernörðu, fimm talsins, eru,
þær Sigríður Ilagalín, Guðrún
Stephensen, Margrét Ólafsdóttir,,
Helga Bachmann og Kristín Anna
Þórarinsdóttir. Af þeim var Mar-
tirio Helgu Bachmann líklega
skýrlegast mótuð, bækluð á sál
og líkama, .ógæfan uppmáluð;, ep
Sigríður Hagalín lýsti einníg
Framhald á síðu fi.
Leikfélag Reykjavíkur:
HÚS BERNÖRÐU ALBA
Sjónleikur í þremur þáttum
eftir Federico Garcia Lorca.
Þýðing: Einar Bragi Sigurðsson.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson.
Leikstjóri Helgi Skúlason.
Leikfélag Reykjavíkur liefur
um þessar mundir miklu og góðu
kvennaliði á að skipa; þetta sann-
ast eftirminnilega á sýningu fé-
lagsins á Húsi Bernörðu Alba eft-
ir Garcia Lorca. 24 konur taka
þátt í leiknum. þar af víst einar
níu í veigamiklum hlutverkum,
Og virðist hvert eitt hlutverk full-
vel skipað eftir því sem hér er
að vænta, og sum ágætlega. Mér
virlist leikstjórn Helga Skúlason-
ar skynsamleg og smekkvísleg, og
einföld leikmynd Steinþórs Sig-
úrðssonar, sem er orðinn óbrigð-
ull listamaður í leikhúsinu, miðl-
aði leiknum réttum hug- og stað-
arblæ. Þetta var að öllu saman-
lögðu áhrifamikil sýning. Engu að
síður hlýt ég að játa að Hús Berri-
örðu Alba hrífur mig ekki, verkið
vekur ekki nema takmarkaðan á-
liuga. En það er að sönnu viðbúið
að þetta sé ljóður á mínu ráði
en ekki leiksins eða sýningar-
innar.
Federico Garcia Lorca hefur
lengi verið nafnkunnur maður hér
á landi vegna vögguþulunnar úr
Blóðbrullaupi sem Magnús Ás-
geirsson þýddi, og vegna dauða
síns. Fyrir mörgum mun hann
Iiafa orðið ímvnd hins frjálsa
Spánar í heliargreipum fasism-
ans. Og það er varla ofsagt, að
þau verk hans sem hingað hafa
borizt hafi fio<ri horfíð í skugga
23- janúar .1966 - AIÞYÐUBLAÐIÐ.
.~K1 R_j