Alþýðublaðið - 23.01.1966, Page 5
ooooooooooooooooooooo ooo oooooooooooooooooooooooo<
VANDAMAL FÆREYINGA
Bmedlkt Gröndai
UM HELGIN#.
FÆREYJAR standa á þröskuldi
uppbyggingar.
Gífurleg útþensluþörf ríkir
á öllum sviðum jafnt í atvinnu
sem menningarmálum.
í heimsstyrjöldinni síðari
misstu Færeyingar mikinn
hluta fiskveiðiflota síns. Mið
að við fólksfjölda misstu þeir
fleiri af dugmestu og djörfustu
sonum sínum en nokkur þjóð
önnin’.
Sá hluti fiskveiðiflotans, sem
eftir var í lok styrjaldarinnar
var úreltur og dæmdur til nið
urrifs.
Með sameiginlegu átaki
heimastjórnarinnar og dönsku
ríkisstjórnarinnar tókst að afla
nauðsynlegs fjármagns til
kaupa og/eða, smíði á nýtízku
legum fiota fiskiskipa.
Fé það, sem varið er í þessu
skyni, skiptist venjulega þann
ig: 70% lán, 20% fjárveiting
Lögþingsins og 10% sjálfstætt
framlag.
Þannig hafa Færeyingar eign
azt allstóran fjölda nýtízku
skipa, unnið er að smíði ann
arra og þeim mönnum fjölgar
sífellt, sem áhuga hafa á að
eignast báta.
i
★ SÍLDARÆVINTÝRI?
Eftir þeirri þróun að dæma
sem nú á sér stað í síldveiðun
um, virðist sama stórkostlega
ævintýrið bíða Færeyinga og
átt hefur sér stað á íslandi og
við strendur Noregs. Hin nýju
fiskiskip Færeyinga, sem búin
eru kraftblökkum og hringnót
eru hentug til síldveiða í stór
um stíl.
í striðinu voru vátrygginga
félögin í Færeyjum þjóðnýtt.
Þetta var gert. á samvinnugrund
velli, þ.e. Lögþingið stofnsetti
með lögum samvinnufélag, sem
fékk einokun á vátryggingum
á eyjunum.
Þessi þjóðnýting vátrygg-
ingafélaganna hefur að mínum
dómi gefizt stórkostlega vel,
sparað þeim, sem vátryggja,
stórfé og um leið hefur þjóðnýt
ingin safnað milljónaupphæð
um, að minnsta kosti á færeysk
an mælikvarða í ríkiskassann.
★ MANNEIÍLA Á
KAUPSKIPAFLOT-
ANUM.
Mörg hundruð færeyskir
skipstjórar, stýrimenn og vél-
stjórar hafa neyðzt til að ráða
sig á erlend skip, aðallega skand
inavisk þar sem okkur hefur
Málverkið Heim frá jarffar-
för eftir S. Joensen-Mikines.
Peter Mohr Dam.
verið um megn að kaupa nægi
lega mörg vöruflutningaskip,
sem geta veitt sjómönnum okk
ar atvinnu.. En menn hafa mik
inn áhuga á þeirri hugmynd, að
Færeyingar hasli sér einnig
völl í vöruflutningum á sjó.
Bæði heimastjórnin og ríkis
stjórnin hafa mikinn áhuga á
að afla þess mikla fjár, sem
þörf er á í þessu skyni.
Jafnframt því sem Færeying
ar hafa komið sér upp allstór
um og nýtízkulegum fiskiflota
eins og drepið hefur verið á,
vantar þá tilfinnanlega fiskverk
unarstöðvar í landi. Enn er
það fjárskorturinn, sem er
þrándur í götu. En með sam
stilltu átaki Lögþingsins og rík
isstjórnarinnar virðist sem unn
inn vorði bugur á fjárskortin
um á þessu sviði. Baráttan er
hafin fyrir alvöru. Nú þegar
hafa nokki-ar fiskverkunarstöðv
ar verið reistar.
Peter Mohr Dam, formaffur færeyska jafnaffarmanna-
flokksins, lýsir því í eftirfarandi grein nokkurm nokkurm helztu
vandamálmn Færeyinga. P. Mohr Dam hefur átt sæti á Lög-
þingi Færeyinga síffan 1928. Hann var lögmaffur (formaffur
færeysku landsstjórnarinnar) á árunum 1959—1963 og er mörg
um íslendingum aff góffu kunnur. Grein hans birtist upphaf-
lega í ritinu ..Nordlsk Kontakt”.
★ FISKVEIÐILAND-
IIELGIN.
Enskir togarar eyðilögðu
heimamið okkar, þar sem 3
mílna fiskveiðitakmörkin frá
1901 voru engin vörn gegn
skefjalausum veiðum þeirra.
En síðan fiskveiðitakmörkin
voru færð út í 12 mílur frá
grunnlínum hafa Færeyingar
aftur á móti gert sér vonir um,
að veiðarnar' á heimamiðum
lifni við á ný.
Hin auknu fiskveiðiréttindi,
sem Færeyingar fengu við
Grænland, opnuðu nýja fram
tíðarmöguleika í fiskveiðum
'okkar norður þar, og fyrir þetta
stöndum við í mikilli þakkar
skuld við dönsk og grænlenzk
stjómarvöld, og einnig erum
við mjög þakklátir frænd-
þjóðum okkar íslendingum og
Norðmönnum, fyrir undanþág
ur þær sem Færeyingar hafa
fengið á miðunum við ísland
og Noreg.
* MENNINGARMÁL.
Á sviðum mennta, lista og
menningarmála hefur mjög öfl
ug vakning átt sér stað. Nokkr
ir listamenn okkar hafa getið
sér góðan orðstír, einnig ut
an Færeyja.
í norræna þjóðasamfélaginu
eru Færeyingar mjög vel settir,
þay sem allir, ungir sem gaml
ir, skilja öll Norðurlandamálin
og geta gert sig skiljanlega á
þeim — að finn'ku undanskil
inni.
Þar af leiðandi hafa Færey
ingar greiðan aðgang að upp
sprettulindum norrænnar menn
ingar.
Árið 1948 fengu Færeying
ar ný sjálfstjórnarlög, sem tal
ið er að séu öllum heiminum
til fyrirmyndar.
Færeyingar njóta viðurkenn
ingar sem sérstök þjóð, sjötta
þjóð Norðurianda. sem hefur
eigið tungumál, eigin menn-
irigu, eigin fána, löggjafarvald
og almennan rétt til sjálf'tiórn
ar í málum, þar sem talið er
að Það þióni færeyskum hags
munum bezt.
Það væri eðlilegt og í sam
ræmi við norrænan anda og
hugsunarhátt að Færeyingar
sæktu sem þjóð um upptöku í
Norðurlandaráð sem jafnrétt
hár aðili og binar Norðurlanda
þjóðirnar, enda þótt Færeying
ar vilji enn halda við ríkjasam
bandinu við Danmörku.
Ég fæ ekki betur séð en að
það ætti að verða ölluni hinum
Norðurlöndunum til óblandinn
ar ánægju að viðurkenna og
taka í sinn hóp sjötta bróður
sinn og minnsta norræna svan
inn, sem flaug á burt fyrir
mörgum öldum og tók sér ból
festu annars staðar á Norður
löndum.
Um framtíð
vinstriflokkanna
VIÐ BENTUM Á ÞAÐ hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að
Alþýðuflokkurinn væri sterkasta pólitíska afl vinstrimanna í landinö;
og cctlu þeir að sameinast um flokkinn. Ekki þótti Þjóðviljanufh
þetta göður boðs-kapur, og minnti á, að Alþýðufiokkurinn væri „Á
kafi í íhaldssamvinnu.” Sagði blaðið, að nú væri meiri þörf eh
nokkru sinni að finna „leiðir til samstarfs.”
Það vekur athygli, að Þjóðviljinn telur Al-
þýðubandalagið ekki lengur vera „leið til sam-
starfs” verkalýðs- og alþýðuflokka. Nú verður
enn að finna nýja leið. En hver á hún að vera?
Alþýðubandalagið hefur aldrei verið annað
en sjónhverfing. Það er ekki stjórnmálaflokk-
ur, því kjósendur fá ekki að ákveða stefnu þess
eða kjósa forustumenn, þeir sitja ár eftir ár
sjálfskipaðir. Hins vegar er Alþýðubandalagið ;
kosningasamtök, en ósamkomulag innan þess !
er svo magnað, að ekki er lengur hægt að tala
um það sem eina heild.
Fyrir nokkrum árum var Sósíalistaflokkur- j
inn töluvert stærri en Alþýðuflokkurinn. Nú er j
svo komið, að í bandalagi við Hannibal og |
Þjóðvörn er Alþýðubandalagið aðeins 2%
stærra. Er því augljóst, að sjálfur Sósíalista-
flokkurinn er fyrir löngu orðinn minni en Alþýðuflokkurinn. —-
Þetta sést betur, ef athugaðir eru þingmenn verkalýðsflokkanna.
Þeir eru samtals 17, þar af 9 kosnir undjr merkjum Alþýðubanda-
lagsins, en 8 Alþýðuflokksmenn. í raun réttri er flokkaskipting
vinstri-armsins á Alþingi sem hér segir:
Alþýðuflokkurinn
Sósíalistaflokkurinn
Álþýðubandalagið
Þjóðvarnarflokkurinn
8 þingmenn
4 þingmenn
4 þingmenn
1 þingmann
h>ooooooooooooooooooooooo >ooooooooooooooooooooooo<
liéi er orðið „Alþýðubandalag” notað í þrengri merkingu um
Hannibal Valdimarsson, Alfreð Gíslason, Björn Jónsson og Ragnar
Arnalds.
Hver hugsandi vinstrimaður, sem eitthvað hefur lært af reynslú
undaníarinna ára, hlýtur að sjá, að Alþýðuflokkurinn er kjölfestan
í þessari hreyfingu. Hinir flokkarnir koma sér aldrei saman.
Þjóðviljinn bendir á, að Alþýðuflokkurinn sé í samstarfi við
ílialdsöfl. Því mætti svara á einfaldan hátt með því að minna á,
að kommúnistar hafa gengið með grasið í skónum á eftir stjórnar-
flokkunum siðustu misseri í von um að verða teknir í stjórniná.
Þegar þeir komast í ráðuneyti með ihaldinu er það kallað „friður'
milli stétta” eða eitthvað álíka göfugt.
Að sjálfsögðu spyrja menn, hvernig Alþýðuflokkurinn geti veríð
í langvarandi stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Við þvT
er þríþætt svar:
1) Einar Olgeirsson svaraði þessari spurningu vel, er Iiann sagðl
í eftirmælum um Ólaf Thors, að Sjálfstæðisflokkurinn hefð>-
tekið „nokkurs konar hamskiptum 1942 til 1944.” Þá breyttist
liinn gamli íhaldsflokkur svo, að hann hefur átt hægara mcð
samstarf við sósíalistíska flokka síðan.
2) Núverandi stjórnarsamstarf er bein og óhjákvæmileg afleiðing
af því, að vinstristjórnin misheppnaðist. Ef Alþýðuflokkurinn
hefði neitað samstarfi við Sjálfstæðismenn, hefði aftur komið
samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokka. Hefði það verið
betra fyrir alþýðustéttirnar?
3) Alþýðuflokkurinn hefur í núverandi stjórn fengið framgengt
svo mörgum umbótamálum, að það eitt réttlætir samstaríið.
Nægir að nefna stórbreytingar á almannatryggingum, launajafn-
rétti kvenna við karla, endurfæðingu verkamannabústaða, stór-
bætur á húsnæðismálum, réttlátari kjördæmaskipan og margt
íleira. Loks hefur núverandi stjórn verið vinsamleg verkalýðs-
hreyfingunni og leitað samstarfs við hana.
í
Að sjálfsögðu hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið sitthvað, setn
hópai innan hans lcggja áherzlu á. Við þvi er að búast í samsteyptl-
ráðuneytum, sem eru fastur þáttur í stjórnarfarl islenzka lýðveldis-
ins. Aliir flokkar hafa unnið með öllum hinum. Það er því máttlaus
gagnrýni á Alþýðuflokkinn, að hann hafi tekið þátt í ríkisstjórn)
Tilgangur stjórnmólaflokka er að hafa áhrif á stjórn landsins, dg
það hefur Alþýðúilokkurinn gert eftir því, sem tækifæri hafa geftírf.
Einmitt sú staðreynd, að Alþýðuflokkurinn hefur haft meiri
álirif á stjórn- ríkisins en Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið ctfn
Þjóðvörn, ætti að styrkja vinstrimenn í þeirri trii, að Alþýðuflokfc-'
urinn sé líklegastur til að þoka áhugamálum þeirra fram á komartéi
cárum.
23. janúar 1966
ALÞÝÐUBLAÐIÐ jp