Alþýðublaðið - 23.01.1966, Side 10
1
umferð umferð umferð umferð umferð
jr
A grænu
Ijósi
VAFALAUST er margt, sem
laga þarf í lögum og reglugerð-
um hér á landi um umferðar-
mál. Ekki skal hér gerð nein
tilraun til að telja allt það upp
sem lagfæra mætti, heldur að-
eins benda á nokkur atriði, sem
áreiðanlega væri til bóta að
breyta-
★ Sjálfsagt er að liækka
allar sektir gegn umferðarlaga-
brotum að miklum mun. Eins
og er í dag, finna menn með
góð laun næsta lítið fyrir að
greiða jafnvel hæstu sektir.
★ Stefna ætti að því að
beita ökuleyfissviptingum í rík-
ara mæli en gert hefur verið,
og jafnframt að rjúfa þá hefð,
sem myndazt hefur, að ævi-
löng ökuleyfissvipting táknar
í flestum tilfellum þriggja ára
réttindamissi.
★ Breyta þyrfti reglum um
skoðun bifreiða, þannig að bif-
reiðir yngri en fimm ára séu
skoðaðar einu sinni á ári, en all-
ar bifreiðir eldri en fimm ára
að minnsta kosti tvisvar á ári.
★ Gera ætti þá kröfu til
Bifreiðaeftirlits ríkisins, að það
láti prófa ýmsar nýjungar í ör-
yggismálum að því er varðar
bifreiðar. Ef ekki þykir tiltæki-
legt að gera þetta af fjárhags-
ástæðum, mætti bifreiðaeftir-
litið gjarnan kynna hér niður-
stöður rannsókna bifreiðaeftir-
litsins í Noregi, sem oft eru
mjög athyglisverðar. Minna má
á, að mörg ár liðu, áður en op-
inberir aðilar létu frá sér heyra
um snjódekkin og enn hefur
Eftirlitið ekki sagt orð opinber-
lega um öryggisbeltin.
★ Koma þarf á fót full-
komnum ökuskólum og skapa
samræmingu í allri ökukennslu.
Er ekki fráleitt að hugsa sér
að akstur, meðferð bifreiða og
umferðarreglur verði föst náms
grein í framhaldsskólum, þar
sem eru nemendur 17 ára og
eldri.
★ Herða þarf eftirlit með
ljósabúnaði bifreiða. Það er
ekki nóg að athuga við skoðun
það eitt hvort kviknar ljós
eða ekki.
★ Auka þarf stórlega og
bæta akreinamerkingar og
fjölga umferðarmerkjum af
ýmsu tagi. Koma þarf einnig
skipulagi á „hringavitleysuna”
á hringtorgunum, sem nú eru
meðal þeirra staða, þar sem
langflest umferðaróhöpp verða.
Píi^- .5"- iO - --20
fljO 23. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VARLEGA!
Samkvæmt 49. gr. umferð-
arlaganna hvílir sérstök
skylda á ökumanni að aka
hægt og sýna ítrustu ' var-
kárni:
a. í þéttbýli.
b. Þegar skuggsýnt er eða
skyggni lélegt.
c. Við vegamót.
d. í beygjum.
e. Við hæðarbrúnir.
f. Þar sem útsýn er tak-
takmörkuð að öðru leyti.
g. Þar sem hætta er á að
ljós blindi ökumann.
h. Þegar mæta þarf öku-
tæki á mjóum vegi eða
brú, eða þegar farmur
stendur út af ökutæki.
i. Þegar hált er.
j. Við gangbrautir.
k. Þar sem almenningsvagn
hefur numið staðar eða
er um það bil að stöðvast
við biðstöð.
l. Þar sem börn eru á eða
við veg eða gera má ráð
fyrir, að börn séu að leik.
m. Þar sem búfé
hætta af umf. ökutækja.
n. Þar sem unnið er að
gerð.
o. Þegar ökutæki dregur
annað ökutæki.
Þegar bleyta er á vegum
skal aka þannig, að
endur verði ekki fyrir
slettum að óþörfu.
HAPPDRÆTTI ALÞÝÐUBLAÐSINS
DREGIÐ VAR { happdrættinu 24. des. seinni dráttur 1965.
Vinningar komu á eftirtalin númer:
★ 22699 VOLKSWAGEN-BIFREBE)
★ 25024 VOLKSWAGEN-BIFREEÐ
★ 11384 landrover-bifreið
Vinninganna sé vitjað á skrifatofu tiappdrættisins Hverfisg. 4.
Hjá rannsóknarlögreglunni í
Reykjavík og Sakadómaraembætt
inu hefur verið tekinn saman all
mikill tölfræðilegur fróðleikur um
umferðarslys í Reykjavík og or
sakir þeirx-a. Hefur Guðlaugur
Jónsson lögreglumaður annazt
þetta verk. Alþýðublaðið fékk. fyr
ir nokkru að glugga í skýrslur' og
töflur Guðlaugs og þar er meðal
annars eftirfarandi fróðleik að
finna:
1964 fékk lögreglan í Reykjavík
2955 umferðarslys og óhöpp til
meðferðar. Aðild að slysum áttu
5601 farartæki. Stærsti hópurinn
eru einkafólksbílar 3789, þar næst
, koma svo leigubílar 500 talsins og
síðan sendiferðabílar 461 talsins.
Strætisvagnar voru viðriðnir 124
umferðaróhöpp. Fjölgun umferð
aróhappa milli ára 1963 og 1964
var 469.
Um orsakir umferðarslysanna
er m.a. þetta að segja fyrir 1964:
í 1397 tilf. var um óvarlegan akst-
ur eða óvarkárni að ræða, í 988 tilf.
brot á umferðarreglum, ; 55 tilfell
um bilun á ökutæki, í 95 tilfell
um ölvun, í 148 tilfellum urðu
slys vegna þrengsla, hálku, ófærð
ar eða óveðurs. Árið 1963 urðu
11 slys vegna skurða í götum en
ekkert á árinu 1964.
Ef athugaðir eru algengustu
tjóna- og siysavaldarnir kemur m.
a. í ljós a, 1964 voru biðskyldu
brot þar efst á lista 672, 419 sinn
um var ekið aftan á, 247 sinnum
ekið utan í kyrrstæða bíla og 150
sinnum ekið út í umferð án
nægilegrar aðgæzlu.
Við athugun á því hverjir það
eru sem fyrir slysunum verða í
umferðinni, kemur í ljós, sem eng
um þarf raunar að koma á óvart
að þeir sem virðast í mestri hættu
akandi eru einkabílstjórar og far
þegar þeirra, en 1964 slösuðust
farþegar 127 sinnum og bílstjór
ar 90 sinnum- Alls urðu 477 menn
fyrir bílum eða slösuðust í bíl
slysum þetta ár og þar af voru
gangandi vegfarendur 163. 380
þeirra sem slösuðust voru því úr
þrem ofangreindum flokkum. Einn
vörubílstjóri slasaðist og tveir far
þegar í vörubílum. Tveir leigubíl
stjórar slösuðust og þrír farþeg
ar í leigubílum. Fjórir strætis
vagnafarþegar slösuðust og einn
bílstjóri og tölurnar fyrir stórar
langferðabifreiðir eru þær sömu.
Aldur hinna slösuðu er þannig.
að langflestir eru á aldrinum 16
— 20 ára eða 81. Næst stærsti
hópurinn eru svo börn 6—10 ára.
Af börnum 5 ára og yngri slös
uðust 50, 11-15 ára 47, 21-25
ára 40, 26—30 ára 22, 31—35 ára
15, 36-40 ára 26, 66-70 ára 19
og 71 árs og eldri 10. Sjá nánar
línurit.
Árið 1964 urðu flest slvs og ó
höpp í umferðinni í de-ember, eða
alls 288. Næstur kom október með
279 og þá nóvember með 278.
Flest urðu slys á fólki í janúar
40 talsins, en fæst í desember 19
þrátt fyrir þá staðreynd, að þá
voru umferðaróhöppin einmitt
flest. Dauðsföll af völdum umferð
ar urðu flest þrjú á einum mán
uði, og var það í janúar.
Alls lentu 477 manns í 360 um
ferðarslysum, sem komu við sögu
lögreglunnar 1964, og aðild að
þessum slysum áttu 508 bílar.
Eink^bílar voru þar langflestir
eða 318. Næstir komu svo sendi
ferðabílar 39.
Vitað var um aldur 412 af þess
um bílstjórum og voru 99 þeirra
effa tæplega fjórðnngur 17—20
ára. 21—25 ára voru 68. en 71 — 75
ára voru 3. Sjá annars línurit.
Fróðlegar tölur