Alþýðublaðið - 23.01.1966, Qupperneq 16
Náttúran hefur gefið mann-
inum hæfileikann til að
samhryggjast, en hins veg-
ar sárafáum hæfileikann til
að samgleðjast.
Jói naut spældi kennara-
blókina heldur betur um dag
inn. Kennarinn sagði við
hann: Þú verður að læra að
telja, Jói, þetta getur ekki
gengið lengur. — Síðan rétti
hann upp fjóra fingur — og
spurði: Hvað er þetta mik-
ið, Jói? Og Jói naut svaraði
um hæl: Eittþúsund—eitt-
hundrað-og-ellefu ....
ÞAR HEYRAST EKKI
VÍXLARNIR FALLA.
Fyrirsögn í Mogga.
MIKLIR SPEKINGAR eru Kanadamenn. Nú hafa þarlendir forn-
leifafræðingar fundið kofarústir norður við yzta haf á þeim stað,
sem Steinn Steinarr bar beinin í einu af kvæðum sínum fyrir svo
sem eins og tuttugu árum.
Kanadískir vaða greinilega í villu og svíma, þegar þeir lialda
því blákalt fram að kofarústir þessar séu síðan á fjórtándu eða
fimmtándu öld. Við Baksíðumenn getum sannað með stuðningi eins
af virtustu prófessorum Háskólans í Reykjavík, að liér er um tuttug-
ustu r.ldar rústir að ræða.
Á miðri tuttugustu öld yrkir Steinn svohljóðandi kvæði um
reyrichi sína af búsetu við Hudsonflóa :
Ég byggði mér hús við hafið
og hafið sagði OK.
Hér er ég og ég heiti
Hudson Bay.
í kvöldsins liægláta húmi
heyrði ég bylgjunnar sog.
Þannig er þessi heimur
—• það er og.
Niðurlagserindið, sem í rauninni er aðalatriði málsins, hljóðar svo:
í nótt mun ég krókna úr kulda
í kofa við Hudson Bay.
Þú mikli eilífi andi.
OK.
Kvæðið bendir ótvírætt til þess að Steinn Iiafi siglt vestur
um haf að sumri og byggt sér þennan margumtalaða kofa á Ungava
skaga nyrzt á Labrador, þar sem áður hét Markland. Hann hefur
ætlað sér nokkur umsvif, hlaðið stíflu í ársprænu til að verða sér
úti um lax og yfirleitt litið framtíðina í rósrauðu laxlíki. En svo
skellur veturinn yfir og í kvæði sínu króknar Steinn úr kulda í
kofaræksni þessu, en hinn mikli andi Indíána og Eskimóa lætur séi
fátt um finnast. Segir ekki annað en OK.
Samkvæmt upplýsingum prófessorsins er svæði þetta með öllu
óbyggjlegt og kemur það heim við reynslu skáldsins.
Nú megum við að vísu ekki taka orð skáldsins í bókstaflegri
merkingu. Skáld lifa og deyja í ljóðum sínum, en engu að síöui
virðist okkur Baksíðumönnum full ástæða til að kanadískir forn-
leifafræðingar endurskoði fund sinn í Ijósi þeirra upplýsinga, sem
við höfum hér með komið á framfæri. ,