Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 4
Bitstjórai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- tnU: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 - Augiýsingasími: 14906. ABsetur: AlþýSuhúsið viS Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu- þlaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00, - I lausasölu kr. 5.00 eintaklð. Otgefendi: Alþýðuflokkurinn. Sefut SR? SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS hafa valdið þjóðinni — en þó sérstaklega Norðlendingum — miklum vonbrigðum unda'nfarin 2—3 ár. Þetta vold uga ríkisfyrirtæki hefði átt að hafa forustu um síld arflutninga til Norðurlands, en hefur sýnt ótrúlegia íhaldssemi í því máli. Þess vegna hafa staðir eins og Siglufjörður og Skagaströnd búið við enn verra atvinnuástand en vera þyrfti. Afkoma SR hefur verið með ágætum undanfar- in ár og gróði verksmiðjanna telst í tugum milljóna. Sit á verksmiðjur á Siglufirði og Skagaströnd. svo að augljóst vírðist, að stofnuninni sjálfri hafi verið hagsmunamál að flytja til þeirra síld. Af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum hafa stjórn og fram- kvæmdastjórar SR sofið á verðinum. Að vísu hef- ur fulltrúi Alþýðuflokksins í stjórninni, Jóhann Möller, tvívegis flutt tillögur um aukna síldar- flufninga, 19G4 og 1965, en þeim hefur ekki verið sinnt. Nú fyrst er einhver hreyfing á þessu máli, enda hefur verið lagt fast að SR úr ýmsum áttum að gera betur en undanfarin ár. Aðrir aðilar hafa unnið það brautryðjendastarf í síldarflutningum, sem SR átti að gegna. Síld hef- ur verið flutt í stórum stíl til Faxaflóa, Vestfjarða og Eyjafjarðar. Augljósasta leiðin til að bæta nokk- uð úr atvinnuvandræðum á Norðurlandi er að stór auka síldarflutninga þangað. Því hlutverki má SR ekki bregðast lengur. 10 nýjar verksmiðjur? SÍLDVEIÐAR hafa veitt þjóðarbúinu miklar tekjur á undanförnum árum, og er vonandi, að svo verði áfram. Er nú áhugi hjá mörgum aðilum að komast í feitt, og til dæmis áform um að reisa 9— 10 síldarverksmiðjur til viðbótar á Austurlamdi. Er þetta mikil f.járfesting og rétt iað stjórnvöld sjái svo mm, að nú sé skynsamlega á málum haldið. Sjómannasamtökin hafa þegar sent hinu opin- bera hörð mótmæli gegn þessum fyrirhuguðu verk smiðjubyggingum. Óttast sjómenn, að svo mikil 'fjárfesting mundi lækka síldarverð og þar með rýra kjör þeirra sjálfra iað ósekju. Vilja samtökin stór- auka síldarflutninga og nota mun betur en gert hefur verið þann verksmiðjukost, sem fyrir er, og ^etur brætt 2.000.000 mál á mánuði. j .Þetta mál þarf að vega vandlega og sjá svo um, að farin verði sú leið, sem virðist þjóðarh-eildinni hagstæðust. 4 4. febfúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0 I ð 0 o o ÚTSALA - ÚTSALA Útsala stendur yfir. Stórkostleg verðlækkun. Komið strax og gjörið góð kaup Dömublússur kr. 195.00 — Kápur kr. 500,00 — Drengjabuxur kr. 195.00 — Drengjaskyrtur (munstrað flónel) kr. 95.00 — Vinnubuxur kr. 295.00 ÚLPUR kr. 495,00 OG ÓTAL MARGT FLEIRA. Aðalstræti 9 Sími 1-88-60. Aðalstræfi 9 Sími 1-88-60. % S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s J. S. SKRIFAR: „Út af bréfi frá Þorsteini Jónssyni, isem þú birtir í dag, langar mig til að segja þetta. Ég trúi því sem um ræddur útvarpsfyrirlesari mun hafa sagt. Það er vitað mál, að það dregst mjög lengi að kveð- inn sé upp dómur út af afbrotum í umferðinni. Það er algeiigt, að maður, sem hefur verið tekinn ölvaður við akstur, fær að aka áfram í allt að( því heilt ár þang- að til dómurinn kemur og hann sviptur ökuleyfi. Þetta er mjög slæmt og getur ekki stafað af öðru en því, að anhir séu of miklar hjá löggæzlunni. Allir liljóta hins vegar að sjá, að þetta er óþolandi ástand.” Hannes minn Jónsson segir í dag og dregur ekki af: „Af því enn er sunnudagur og séra Pétur að prédika, dettur mér í hug að skrifa þér svolítið um skattana og annað. 000-00000000000000000000000000000 -fc Annir hjá löggæziunni valda vandræðum. i? Skatta- og framtaismál. Sögur meðal borgaranna, sem ekki standast allar. Aldraður maSur heimtar kosningarétt handa ungu fólki' Y \ oooooooooooooooooooooooooooooooo ALVEG VAR EG HISSA á hvað unglingarnir í Verzlunarskólanum og Menntaskólanum eru gamal- dags, eftir því, sem þeir vitnuðu í Vísi um daginn. Ég er orðinn nær 74 ára og ef ég mætti ráða hefðu allir 18 ára kosningarétt, frjáisræði og rétt tij að gifta sig og stofna heimili. Tilveran er endalaus þróun og ábyrgðatilfinn ing þro kar ungt fólk, svo það gerir færri vitleysur. Það, sem þótti á viti byggt fyrir 100 árum, er hreinasta vitleysa í dag. Unga fólkið á að ráða, þar er framtíð in. Það væri nær að svipta okkur gamla fólkið, kosningarétti, við erum orðin á eftir. ALVEG ER GRÆÐGIN í fjár muni að gera menn vitlausa, sér staklega ef ekkert þarf að hafa fyrir þeim. Nú eru allskonar heild salar og aðrir braskarar vitlausir í að flytja inn timburhús og inn réttingar til að svipta handverks menn atvinnu. Svo eru umboðs launin lögð í erlenda banka, og svikin undan skatti. ÞAÐ ER EINS OG MENN séu búnir að gleyma sænsku húsunum sem voru flutt inn fyrir 20 árum, önnur eins vandræðahús, sem aldr ei voru í lagi og urðu jafndýr og steinhús. Verksmiðjuliús úr timbri Framliald á 10. síðu. Stórvinur minn var hjá mér í gær og sagði mér að braskar- arnir hringdu í Skattstofnuná og fengju þar uppgefið, hverjir gæfu upp að hafa keypt af þeim efni og annað, auk þess að koma sér sam an um verð. Svo höguðu þeir framtali sínu eftir þessum upp- lýsingum og liældu isér af. Þetta þarf að koma--t á framfæri, því , Skattstofan hefir ekki leyfi til að gefa slíkar upplýsingar," sagði vinur minn. Ep okkur kom samán um, að þeir á Skattstofunni væru yfirleitt beztu menn, sem færu til t Guðs. > OG SVO ER smákaupmaður á áttræðisaldri að auglýsai verzl- anir sínar og allar eigur til sölu, eftir meðhöndlun iskattalögi-efel- unnar. Ég er viss um, að auk konunúni- ta og framsóknarmanna fara allir heildsalar og lögfræðing iar, húsabra'skarar og skattalög- regla beint í neðra, og er það mátulegt. Nýtt fyrir Ford Brortco Verksmiðj uframleiddar innanklæðningar fyrir FORD BRONCO frá kr. 4000,00. Þriggja manna afturbekkir, tvær gerðir. Toppgrindur með varadekksfestingu. OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG. SÓLPLAST HF, Lágaftílli, Mosjellssveit. Sírai 22060 um BrúarlancL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.