Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 8
Gúanó-eyja fyrir utan Chimbote. ANSJÓSDÆVINTÝRID PESl) HUMBOLDT-straumurinn, eða Perústraumurinn, eins og jafnvel sjálfur Friedrich Heinrich Alex- ander von Humbolt kaus heldur að kalla þennan hafstraum, streymir yfir einhver beztu fiski- mið, sem vitað er um í heiminum. Tuttugu hundraðshlutar heims- aflans fást úr hafinu við norður- strönd Chile, Perú og Equador, og þrátt fyrir mikla veiði tekst 16 — 20 milljónum stórra sjófugla og gífurlegum fjölda ránfiska að lifa þarna afbragðs góðu lífi. — Fiskurinn, sem þarna veiðist er smásíldartegund, ansjósa. Sé það svo, að gæði náttúrunn- ar virðist þarna vera takmarka- Iaus, eða allt að því, þá virðist nú óneitanlega svo sem tækni mannanna við að nýta ansjósuna og framleiða úr henni mjöl og lýsi sé nú komin að takmörkun- um, sem verði ekki lengra náð. Síðan hinar gífurlegu fiskveiðar hófust á þessu svæði fyrir um það bil sjö árum hafa ýmsir unnið að því að reyna að vernda fiskinn og þá um leið gúanó-fugl- ana, en með driti sínu framleiða þeir þúsundir tonna af verðmæt- um áburði á um það bil 40 eyjum skammt undan strönd Perú. Það eru ekki nema sex til sjö ár síðan fimmtíu til sextiu tonna ansjósubátur gat komið með 15 þúsund tonn af ansjósu á land á ári. í dag þykir það hins vegar allsæmilegt, ef þrisvar sinnum stærra skip kemur með svo sem sex þúsund tonn á land- á ári, og oft er aflinn þó ekki nema helmingur þess. Samkvæmt upp- lýsingum frá hagfræðingi er starfar fyrir Hafrannsóknastofn- unina í Perú, sem komið var á fót á vegum hins sérstaka sjóðs SÞ og sem er rekin af Matvæla- og landbúnaðarstofnun |SÞ, þá jókst burðarmagn fiskiflotans í Perú um 90% á árunum 1962— 64, en á sama tíma jókst aflinn ekki nema um 40%. En þetta eru ekki einu örðug- leikarnir, sem fiskiðnaður Perú- manna á við að glima um þessar mundir. Fiskifræðingur frá SÞ í Perú sagði um þetta: „Fiskveið- ar, sem byggjast umfram allt á einni tegund fiskjar, — og í Perú er 98% aflans ansjósa, — eru alltaf margvíslegum örðugleikum bundnar, jafnvel þegar bezt geng- ur, og ef til vill ekki hvað sízt einmitt þá.” Fróðlegt er í þessu sambandi að líta aðeins til gú- anó-fuglanna, en segja má, að þeir hafi langt um lengur lagt stund á fiskiðnað en Perúmenn. Árið um kring, en þó sérstaklega sumarmánuðina, desember, janú- ar og febrúar má sjá stóra hópa af skörfum, súlum og pelíkönum, sem einna helzt líkjast þykkum óveðursskýjum. Þessir fuglar eru að leita uppi ansjósutorfur. Lík- legt er að þeir eti að minnsta kosti 2.5 milljónir smálesta af ansjósu á ári, en verðmæti þess fiskjar mun nærri láta að sé um tveir milljarðar íslenzkra króna miðað við núverandi verðlag, á afurðunum. Með nokkuð óreglulegu milli- bili á það sér stað, að milljónir þessara fugla falla í sjóinn og ber þá síðan upp að ströndum landanna, þar sem þeir svo drep- ast úr hungri, vegna þess, að fiskurinn, aðalfæða þeirra, er horfinn. Eins og fyrr segir, nær- ast þessir fuglar nær eingöngu á ansjósu og mætti því ætla að af þeim mætti nokkurn lærdóm draga á þessu. Síðast átti slíkur fugladauði sér stað á árunum 1957—1958, það er að segja rétt áður en ansjósu- veiðin byrjaði þarna í stórum stíl. Ýmsir eru þeirrar skoðun- ar, að í þeim efnum hafi alltaf verið farið of geyst af stað og fram til 1964 varð til dæmis tí- föld aukning á því aflamagni, sem barst á land í Perú. Á því tímabili, sem fyrr er greint, er gizkað á að næstum 20 milljónir fugla af 27 milljónum, en það er áætluð tala stofnsins, hafi drep- izt úr hungri. Svipað átti sér stað árið 1941, og árin 1925 — 1926 og árið 1891, auk þess, sem meiri og minni brögð voru að fugladauða ýmiss önnur ár. Hafrannsóknastofnun var sett « upp í Perú á vegum SÞ á árinu 1960 pg nokkru síðar var sams konar stofnunum komið á fót í Chile og Equador. Vísindamenn- irnir við þessar stofnanir reyndu síðan að gera sér grein fyrir því hvað raunverulega hafði þarna gerzt. Skýring þeirra er á þessa leið: Perú-straumurinn er hluti af sjó, sem er á hreyfingu í aust- urátt á suðurhluta Kyrrahafs, og sem skiptir sér við eyjuna Chilo við Suður-Chile. Ein grein fer suður Drakesund og út í Atlantshaf, en önnur grein fer norður með ströndum Chile og Perú og heldur til liafs að nýju á svipaðri breidd og Galapagos- eyjan — og myndast þar miklar hringiður eins og verið sé að hleypa vatni úr risabaðkeri. Svipuð fyrirbrigði eru þekkt annars staðar frá, einkum þó við vesturstrandir meginlandanna, en áhrifin eru hvergi eins stórfelld eins og á þessum slóðum. Land- grunnið undan vesturströnd Suður-Ameríku er ákaflega ó- slétt og síbreytilegt eins og lands- lagið raunar er einnig, þegar kom- ið er upp á land og við taka dalir og hlíðar Andesfjalla. Mörg djúp gljúfur eru í landgrunn- inu á þessu svæði og ná sum al- veg að ytri mörkum þess. Með aðstoð rangsælis-strauma byltist þarna upp gífurlegt magn af djúp Fiskveiðar Peri sérfræðingar a fugi að verulegi undan á ný, og sævi, sem er mjög ríkur af kol- efni, köfnunarefni, fosfór, brenni- steini, ammoníum og mangan. Á svo sem eitt hundrað feta dýpi við ströndina, er svalur, dimmur sjór — og ríkur af svifi, sem an- sjósurnar nærast á. Skarfarnir, súlurnar og ansjósunæturnar ná til efstu 30 fetanna og sleppur þá fátt eitt undan. Öðru hverju kemst volgur haf- straumur, sem er mjög fátækur af næringarefnum inn á hið svala liafsvæði út af Perú og Chile. Oft kemur þessi straumur þarna um jólaleytið, og virðist styrk- leiki hans ná hámarki á tveggja til þriggja ára fresti. Hans gætir á aðalsumarvertíðinni þarna og stundum er mikil vatnsefnis- og köfnunarefnislykt af sjónum á þessu svæði. Gífurlegar rigningar og norðvestan vindar ganga einnig yfir þarna um isvipað leyti, og það er þessi straumur, sem í hámarki verður þess valdandi, að fiskar og fuglar hverfa að verulegu leyti. Fiskifræðingar geta þess sér til að aðeins um 10% af því svifi sem nær fullum þroska verði fisk- um að bráð. Frjósemin er gífur- leg og eins er það hjá gúanó- fuglunum, sem fjölgaði á ný um 20 milljónir á fimm árum eftir að þeir síðast drápust í hrönn- um. Þótt fuglarnir séu svona fljót- ir að ná sér, er ekki víst að hag- kerfi Perú yrði jafnskjótt að jafna sig eftir skakkaföll. Perú- menn liafa ekki eins miklar gjald eyristekjur af neinu eins og fiski- mjöli, og ef verulega drægi úr ansjósu-aflanum, mundi fólk í Perú finna fljótt fyrir þvi. Síðast þegar þessi heiti straum- ur vann spellvirki sín undan ströndinni var fiskiðnaðurinn í Perú aðeins tíundi hluti þess sem hann er nú. Ef til slíks kemur aftur, má búast við að afleiðing- arnar verði miklu alvarlegri en þá og einnig í Chile, þar sem aflinn er nú kominn yfir eina milljón smálesta á ári. Sérfræðingar eru nú sammála um að ekki sé hægt að auka veið- ina úr því sem komið er. En þeir segja líka, að bæði fuglar og fisk- ar muni lifa þetta allt saman af og það muni mennirnir raunar gera líka, ef þeir aðeins semja sig að lögum sjávarins. Hvað sem öllu þessu líður kom- ast varla Perú og Chile af án fiskiðnaðarins og raunar er erf- itt að skilja hvers vegna stórkost- legur fiskiðnaður var ekki kom- inn á laggirnar þarna löngu fyrr. Ein af ástæðunum fyrir þvi að fiskiðnaður komst ekki fyrr á Iaggirnar í Perú er vafalaust and- staða félagsins, sem sér um gú- anónámið á eyjunum , undan ströndinni. En eyjarnar hafa ver- ið vel verndaðar allt síðan á dög- um Inkanna og enn þann dag í dag grafast upp úr gúanóinu út- skornar skóflur frá tímum Ink- anna og fuglarnir eru eins og Af hinum merku minjum Inkanna í Perú vekur liin risavaxna, óreglulega steinhieðsla mesta athygli ókunnugra. 8 4. febrúar 1966 — ALÞÝÐOBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.