Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 5

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 5
Viðfal v/ð Axel Kristjánsson í Rafha IÐNAÐURINN þarf lensjri um- þóttunartíma og betri aðstoð til að laga sig að þeim breyttu við skiptaháttum, sein nú er verið að taka upp, sagði Axel Kristjáns son forstjóri Rafha í viðtali við Aiþýðubiaðið í gær. Mikilsverðar breytingar, til dæmis á tollum, hafa skollið á með 2—3 mánaða fyrirvara og valdið margvíslegum erfiðieikum, sem unnt hefði verið að forðast, ef fyrirvarinn hefði verið eitt ár eða svo. 'Etti að gera slíkar breytingar samkvæmt óætlun, þannig að þær væru 'kunngerðar sem lengst áður en þær taka gildi. Gætu iðnfyrir- tæki þá gert nauðsynlegar ráð- stafanir til að laga sig að nýrri samkeppni eða taka upp aðra framleiðslu, ef það þykir skynsam legra. Axel Kristjánsson er meðal frumherja íslenzks iðnaðar, og Raftækjaverksmiðjan í Hafnar- firði, sem hann liefur stjórnað, í-uddi á sínum tíma nýjar toraut ir hér á Iandi. Lengi vel fram- leiddi verksmiðjan aðallega elda- vélar og hitunartæki, og hefur hún alls sent frá sér um 40.000 eldavélar, álíka margar og -heim ili eru í landinu. Nú er þessi framleiðsia aðeins lítill hluti af starfseminni, enda um 30 tegund ir af innfluttum eldavélum seld ar hér á landi. Rafha hefur lag að sig að breyttum aðstæðum, og cru nú spennar og spennistöðvar stærsti hluti framleiðslunnar. Ei-nnig framleiðir verksmiðjan lampa, kælitæki fyrir verzianir og stofnanir, málmglugga og hurð ir, tæki í stór eldhús í sjúkra- hús og gistihús og fleira slíkt. Axel segir, að ráðamenn í is- lenzkum iðnaði hafi að sjálfsögðu séð, livert stefndi, er framvinda fríverzlunarmála í Evrópu varð sú, sem raun ber vitni Telja þeir, að ísland verði að fylgjast með í þeim málum og ekki þýði að loka íslendinga inni. En það er þó ekki sama hvern ig á þessum málum er haldið, segir Axel. í fyrsta lagi telur hann, að nauðsyniegt sé að hafa víðtækari.samráð við stjórnendur iðnfyrirtækja, þegar gerðar ert breytingar, til dæmis á tollum sem snerta iðnaðinn. Ekki meg gleyma því, sem oft hafi komií fram opintoerlega, að við hljót um að þurfa nokkru lengri að lögunartíma en ýmsar aðrar þjóð ir enda sé stór hluti ríki-stekna hér tollar. Þegar tollaiækkanir eru fram- kvæmdar, telur Axel að fyrst eigi að lækka tolla af efni til iðnað arframleiðslu, en síðan af full- ulinum vörum í kjölfar þess. Þetta mundi veita iðnaðinum tíma til umþóttunar, enda ætti að tilkynna helztu breytingar með sem lengstum fyrirvara, áð- ur en þær koma til framkvæmda. Þá telur Axel eðlilegt og í samræmi við aðra þróun í þjóð félaginu, að tollar af vélum og tækjum iðnaðarins lækki enn frekar en orðið er. Ætti þetta íyrst að koma til skjalanna við endurnýjun á vélakosti þess iðn aðar, sem fyrir er, en síðan um nýjar iðmgreinar. Þyrfti þó að hafa einhvern hemil á stofnun Axel Kristjánsson, forstjóri. nýrra iðnfyrirtækja ti-1 að hindra, að fjöldi manna leggi stórfé í sömu greinar, þegar ekki er markaður eða aðstaða nema fyrir eitt eða tvö. Er algengt hér á lanþi, þegar einhver dettur ofan á efnilega nýjung. að þá hóp- i-st aðrir inn í sömu grein unz rekstursgrundvöllur er eyðilagð ur. Iðnaðurinn er að mörgu leyti óánægður með toIlskrána og tel- ur, að skort hafi á sérþekkingu og tillitssemi á málum hans, er ■hún var samin. Er þar margvís- legt ósamræmi, sem svo til dag lega kemur einhverjum iðnfyrir- tækjum í vandræði eða veldur erfiðleikum og leiðindum. Þar að auki er hraði tækninnar nú svo mikill, að sí og æ koma á markaðinn ný efni, sem eðlilega eru ekki til í tollskrá. Bregzt þá aidrei, að þau eru sett í hæsta flokk tollskrár, sem til greina kemur, nema einhver annarleg sjónarmið séu að verki. í þess- um efnum þarf meiri sveigjan- leik, li-purð og skilning á málefn Tim iðnaðarins, ef vel á að fara. Um langt árabil hofur iðnaður inn barizt fyrir varanlegum um- bótum á lánamáhim sínum seg ir Axel. Tæplega áratugur er síð- an Alþingi samþykkti endurkaup iðnaðarvíxla, en þau eru ekki komin til framkvæmda enn, og ekkert hefur gengið að breyta lausaskuldum iðnaðarins í föst lán, eins og heitið var. Glöggt dæmi um iðnað, sem ætti að ganga fyrir mörgu öðru í lána- stofnunum, eru skipabyggingar. fslendingum er lífsnauð^yn að eiga í landinu menn, sem geta gert við skip, og þá um leið byggt þaú. En innlendar skipa- smíðar eiga við ótrúlega erfið- leika að etja vegna skorts á fé — og endurnýjun fiskiflotans er gerð erlendis. Axel Kristjánsson segir að lok vtm, að íslendingar megi ekki missa sjónar af þeirri gömiu lífsreglu að þjóðin búi sem mest að sínu, hvað sem gerist í alþjóð legum viðskiptamálum. Aðrar þjóðir fara og gætilega í þess- um efnum. Axel kveðst trúa því, að íslenzk ur iðnaður standi af sér þenn- an storm breytinga eitis og aðra. Hann verði í annarri mynd en nú, þegar yfir lýkur, og sé ef til vill ekkert nema gott um það að segja. Vanhugavert sé því að láta 30—40 ára reynslu við ís- lenzkar aðstæðtlr renna út í sandinn. Sú reynsla hefur komið allri þjóðinni að góðum notum, fiski og landbúnaði ekki síður en iðnaðinum sjálfum. áiF^ýsið I álþýMiaðiim auggýsingasíminn 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. febrúar 1966 Verksmiðjuhús Rafha í Msfna-'^-Vi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.