Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 7
Ungir Kínverjar mótmæla. KASTLJOS insun hótað í kínverska hernum DEILUR herforingja og stjórn- málaleiðtoga í Kína, sem ýmsar vísbendingar hafa borizt um að undanförnu eru nú komnar fram í dagsljósið. í ræðu sem yfirmað ur stjórnmáladeildar hersins, Hsia Hua, hélt fyrir skemmstu og birtist í Peking-blöðunum, er Iiollusta nokkurs hluta liðsfor- ingja stéttarinnar dregin í efa, og hvatt er til hreinsunar þess- ara afla. í greininni er ennfremur upp- lýst, að helzta ágreiningsefni flokksins og herfortngjanna varð ar hermálastefnu þá, sem fylgja •skal til undirbúnings styr.iöld við Bandaríkin. Þetta er ekki sagt toerum orðum, en meining ræð- unnar verður ekki misskilin. Hvatning Hsia Huas um áfram- haldandi deilur sýnir glöggt, að flokksforystan óttast að sjónar mið hennar séu ekki allsráðandi og að hún vill skera upp herör innan flokksins gegn hinni þrá- kelknislegu andstöðu. Ef flokks forystan væri örugg um að hún hefði borið sigur af hólmi hefði hún ekki birt grein, sem að sjálf sögðu hlýtur að fletta ofan af sundrungu í röðum kínverskra ikommúnista, sem hún vill telja heiminum trú um að myndi órofa heild. * YFIRBURÐIR FLOKKSINS. Hsia Hua helgaði ræðu sína hinu þekkta efni, yfirburðum ,,stjórnmálanna‘,‘ þ.e. flokksfor- ystunnar, í öllum málurrt. En það voru rök hans til stuðnings þessari kenningu, sem sýndu hvernig í öllu iá. Spurningin, sagði hann, endurspeglar deilu milli tveggja viðhorfa til þess, ihvernig skipuleggja skivli her- inn, og þetta nær síðan einnig yfir „stéttabaráttuna innan flokks ins og hersins." Markmið þessar ar deilu væri að fá úr því skor ið, hvort „byssan ætti að stjórna flokknum eða hvort flokkurinn ætti að stjórna byssunni." Spurningin um skipulagningu hersins snertir pólitískt grund- vallarvandamál, og tilraun af hálfu flokksins til að fá ófúsa flokksforystu til þess að fallast á sjónarmið sín gæti því ef til vill einfaldað spurninguna þann- ig, að hún snúist um það, hvor aðilinn eigi að fara með raun- veruleg, pólitísk völd. Hsia Hua bendir á, að kínversk ir kommvínistar sigruðu Japana og þjóðernissinna þrátt fyrir það að þeir væru búnir úreltum her- gögnum miðað við fjandmanninn. Þetta breytist ekki við aðstæður þær, sem ríkja nú í dag. sagði hann.- Og þetta er enn í fullu gildi, þótt við eins „vondan fjand mann og Bandaríkin" sé að eiga. Fóikið ræður úrslitum í stvrjöld, segir Hua. Þetta sýnir, að deilan s.iýst um það, hvort hægt sé að sigra Banda ríkin samkvæmt 'hinni hefð- , bundnu aðferð eða hvort nýtízku- legri vopn séu nauðsynleg í þessu skyni. Þar sem slík vopn er ein- ungis hægt að fá í Sovétríkjun- um hafa þeir, sem beitt hafa sér fyrir breytingum í nýtízku lcgra horf, verið fylgjandi því, að sætzt verði að vissu marki við valdamennina í Moskvu. Hsia Hua leggur áherzlu á horfur um langa framtíð, og það sem vakir fyrir honum með þessu er greinilega að sannfæra herforingjana um að kröfur þeirra um róttækar, skammtíma lausnir með útvegun nýtízku vopna sýni ranga afstöðu .Sigur er óhugsandi ef farið er eftir kenningunni um, að vopnin ráði úrslitum í öllu“, segir hann. Kínverjar munu alltaf halda því fram, að maðurinn sé sá þáttur, sem úrslitum ráði. „Þetta er hin siðferðilega kjarnorku- sprengja sem við einir ráðum yf ir; við höfum ávallt yfirburði í þessu tilliti‘,‘ segir enn fremur í greininni. * HORFT UM ÖXL. Strax í fyrrasumar birti mál- gagn hersins, „Rauði fáninn“, grein sem varpaði ljósi á dei-l- una. Á það var minnt, að í fyrri herferðum kommúnista voru það „þeir, sem höfðu borgaraleg sjón armið í hermálum", sem töldu að kenningin um yfirburði hinna frumstæðu vopna væri aðeins réttlætanleig sem bráðabirgða- lausn. Þeir hefðu einnig haldið því fram, að „heimatilbúnu aðferðirn ar“ kæmu að engum notum eftir því sem nýtízku hergögn og regluleg herþjálfun kæmu að notkun við nútíma stríðsrekstur. , Þess vegna,“ sögðu þessir menn, „væru það einungis herforingj- arnir og tæknifræðingarnir, sem hlotið hefðu atvinnuþjálfun, sem treysta mætti á.“ „Rauði fáninn” minnti á, að „nokkrir menn, sem haldið hefðu fast í borgaraleg sjónarmið að því er hermál snertir, hefðu aft ur komið fram í dagsljósið og komið vandræðum af stað“ eftir sigur kommúnista í Kína, og var hér bersýnilega átt við Peng Tehhuai hershöfðingi, ;sem vik- ið var úr embætti landvarnaráð herra 1959. Síðan hefur komið fram, að hann liafi aðhyllzt „borg araleg sjónarmið“ og var hann sakaður um að hafa verið við- ooooooooooooooo< 0 Eftirfarandi grem er eftir Q Victor Zorza, hinn kunna sér <} fræðing í málefnum kommún 0 istaríkja. Hann telur ýmis- v legt benda til þess, að hreins ^ un standi fyrir dyrum í kín- verska hernum. Hann telur eina ástæðu til þess að Kín verjar hafa ekki gripið til hemaðaríhlutunar í Vietnam og víðar vera þá, að leiðtogar kínverska kommúnistaflokks- ins óttist að völd herforingj v anna mundu aukast við það. ^ ÞOOOOOOOOOOOOOOÓ riðinn samsæri með Rússum gegn stjórn Maos. Málgagn hersins heldur því einnig fram, að áherzla sú sem lögð sé á þörfina á hæfum sér- fræðingum þjóni þeim tilgangi að „hræða fólk“. Þetta er vísbend- ing um, að Peng Teh-huai liafi vcrið þeirrar skoðunar að Kín- verjum tækist ekki að standa gegn Bandaríkjamönnum ef þeir yrðu sér ekkf út um sérþjálfun og vopn frá Sovétríkjunum. Það eru þessar „sögulegu" um- ræður, sem Hsia Hua endurvek- ur. Iíann styður einnig þann, skilning, sem lagður hefur verið1 í fyrri greinar i kínverskum blöð um, að höfuðþunga árása flokks- ins sé beint gegn liðsforingjum, sem starfað hafa í hernum gegn um þykkt og þunnt. „Her okkar hefur verið sigursæll, en sigur getur gert menn montna og sjálf- umglaða", segir hann. Það er því nauðsynlegt, að flokkurinn við- haldi stjórn sinni yfir hernum, að lierinn verði gegnínn við flokkslínuna, svo að „bvssurnar verði ætíð i höndum þeiria manna, sem áreiðanlegastir eru.“ En hvernig á þetta að ske? ★ HREINSUN FYRIR DYRUM? Kenningu Maos um skipulagn- ingu bersins á að nota til þess að „yfirbuga hina borgaralegu kenningu og skoðun.þ Hana á einnig að nota til hreinsunar og til þess að „efla herinn, í póli- tísku og hugkerfilegu tilliti og að því er skipulag snertir. Til þess að fá þessu framgengt er nauðsynlegt að herforingjarnir fylgi línu Maos“. Svo gæti virzt sem hreinsunin yrði framkvæmd í samræmi við þær meginreglur sem Stalín til- einkaði sér þegar hann útrýmdi sovézku liðsforingjastéttinni. „Við verðum að snúa baki við venjulegum og vanabundnum skoðunum og hækka þá hermenn og liðsforingja í tign, sem eru pólitískt áreiðanlegir, ungir dug- legir og fullir af þrótti. Þessa menn verður að skipa í lykilstöð ur, og gömlu yfirmennirnir verða Framhald á 10. síffu. Ungar stúlkur í Kína fá tilsögn f vopnaburði. frúBofunarlirliigar Kljót afgreiðsla. Sendum gegn pöstkrðf* Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastrætl 1>. Augiýsið í Aiþýðubiaðimi ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. febrúar 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.