Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 11
Valbjörn sigraði í 25m. spretthlaupi Fjórða greinin í sexþrautar- keppni KR var með nýstárlegum hætti. Keppt var í 25 m. hlaupi, Sveinamót í frjálsíþróttum á sunnudag Innanhússmeistaramót íslands fyrir sveina (14—16 ára) fer fram í íþróttahúsinu á Selfossi, sunnu daginn 6. febrúar kl. 2 e.h. Keppt verður í hástökki, með og án atrennu, langstökki og þrí- stökki án atrennu. Héraðssambandið Skarphéðinn sér um mótið og skulu þátttöku- tilkynningar sendar til Hafsteins Horvaldssonar, Selfossi. Birgir Ö. Birgis — beztur Ármenning-a. / gerðar þrjár tilraunir og tekið meðaltaí. Sigurvegari varð að þessu sinni Valbjörn Þorláksson, en meðalár- angur hans verður að skoðast sem met í greininni, þar eð ekki hefur verið keþpt í henni áður, svo vitað sé! Valbjörn hefur nú sigrað í þremur greinum af fjórum, sem keppt hefur verið í og hlotið lang fæst stig. Verður ekki annað séð, en hann sé öruggur með sigur í þessari fyrstu innanhússþraut, er keppt hefur verið í hérlendis, sam settri af frjálsíþróttagreinum. Val- björn er núverandi Norðurlanda- meistari í tugþraut, svo sem kunn ugt er. Keppnin var háð í KR-húsinu miðvikudaginn 2. febrúar. Úrslit í 25 m. hlaupi 1 Valbjörn Þorláksson 3,77 sek. 2 Ólafur Guðmundsson 3,78 sek. 3 Gestur Þorsteinsson 3,83 sek. 4 Einar Frímannsson 3,87 sek. 5-6 Björn Sigurðsson 3,92 sek. 5-6 Trausti Sveinbjörnss. 3,92 sek. 7 Þórarinn Ragnarsson 4,13 sek. 8 Nils Zimsen 4,15 sek. 9 Magnús Jakobsson 4,34 sek. Stigakeppnin, að loknum fjór- um greinúm, stendur sem hér seg- ir: 1 Valbjörn Þorláksson 5 stig 2 Ólafur Guðmundsson 20 stig 3 Gestur Þorsteinsson 23 stig 4 Björn Sigurðsson 23,5 stig 5 Þórarinn Ragnarsson 24 stig 6 Nils Zimsen 26 stig Islandsmótið í körfu- bolta hefst annaðkvöld Keppendur eru rúmlega 300 frá 10 félögum íslandsmó.tið í körfuknattleik liefst að Hálogalandi laugardag- inn 5. febrúar kl. 8,15. í mótinu taka þátt 31 lið frá 10 félögum. Leikið er sem fyrr í fyrstu og annarri deild í meistaraflokki karla. í fyrstu deild leika Ármann, ÍKF, ÍR, KFR, og KR, en í ann- arri deild eru IS, Skallagrímur frá Borgarnesi, Héraðssamb. Skarphéð inn og Snæfell frá Stykkishólmi. í meistarflokki kvenna leika tvö lið ÍR og KR og tvö lið í 2. fl. kvenna, KR og Snæfell. i fyrsta flokki eru Ármann, ÍR, ÍS og KR, í 2. flokki Ármann, ÍR, KFR, KR, Skallagrímur, Skarphéðinn og ÍBA, sem sendir nú í fyrsta sinn 2. fl. til keppni í íslandsmóti. í þriðja og fjórða flokki eru lið frá Ár- manni, ÍR og KR. Mótið fer fram á vegum KKÍ, en sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri mótsins, Guðmund- ur Þorsteinsson. Eins og fyrr segir, hefst mótið næsta laugardag kl. 8,15 með leikj i um Ármanns og ÍKF í fyrstu deild I og ÍS og Skarphéðins í annarri ' deild. Tékknesku meisíar arnir, Dukla Pragr. Eitt frægasta lið Evrópu leikur v/ð FH í kvöld Télcknesku meistararnir í handknattleik, Dukla Prag, komu til íslands í jyrrinótt. Alls komu hingað 11 leikmenn og af þeim léku átta landsleik við Vestur-Þýzkaland um síð- ustu helgi í Essen. Eins og kunnugt er sigraði Tékkósló- vakía i þeim leik með tölverð- um yfirburðum eða 26 mörk- um gegn 20. V-Þjóðverjar eru þó engir aukvisar í handknatt- menn sig í íþróttahöllinni og leizt vel á sig. Ekki er að cfa, að hart verð- ur barist í íþróttahöllinni í kvöld og þó flestir reikni með sigri Dukla, er enginn leikur unninn, fyrr en honum er lok- leik. í igær ræddi fréttamaður Íþróttasíðunnar við hinn þekkta leikmann Rada í kaffiboði hjá FH. Rada sagði, að liðsmenn- irnir væru ferðalúnir, en vonuð- ust þó til að geta sýnt góðan leik. Þeir sögðust vera vissir um, að FH væri gott lið og bjuggust við skemmtilegri við- ureign i kvöld. Dómari verður Bent E. West < ergaard frá Danmörku, en | markadómarar eru Magniis Pét- ursson og Valur Benediktsson. < Síðdegis í gær æfðu Dukla- • iii 1 Wm H JÖ&i íslandsmeistararnir, Fimieikafélag Hafnarfjarðar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. febrúar 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.