Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 16
\ Það væri næs að vera á j, balli, þegar raímagnið fer ... ef gítararnir gengju ekki fvr ir rafmagni líka . . . Og nú sé ég, að vísinda- menn hafa (náttúrlega eftir margra ára rannsóknir og höfuðverki í tilraunastof- um) komizt að raun um, að hjónabandið sé heilsusam- i; legt. Vissu fleiri — og miklu • fyrr ......... Maggi bítill vatt sér inn- úr dyrum, og segir: Prent- villupúki er'verri en bítill. í annarri ljóðlínu á miðan- um, sem Hieronymus skrif- aði Kristrúnu í Hamravík, á að 'standa: „Kyngimagnið heimt er.“ Það er kraftur gamalla kynna. Bítillinn depl ar öðru auganu og smellir með fingrunum. Oddur í Mogga ' % HÉM ' t’ , > Wi ’• ? O / -? • • •-v :. • r w&fi :• ‘ ; m. mmm , , ■ ’ ■ v, p ■ : . , V ■;.■■■■ ■■■"■■'.,' . ' '■■ • : . '• : . :'v'- ’iíii <?•*•! Mamma! Hvar er vindurinn þeg ar liann blæs ekki, spurði barnið og rak gömlu konuna á stampinn. Og eins mætti spyrja: Hvert fer rafmagnið, þegar það „fer?” eins og segir í tilkynningum frá raf- veitunni undanfarna daga. Ég veit að þeim hjá rafveitunni finnst heimskulega spurt, en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að liringja í þá og spyrja þá að þvS hreint út, því að þá fengi ég yfir mig hálftíma vísindalegan fyrir- lestur, sumpart um það hvað spurn ingin sé fáránleg og sumpart um hinar aðskiljanlegu náttúrur raf- magnsins og samt sem áður er mér til efs að allur vísindamanna hópurinn hjá þessu þjónustufyrir tæki bæjarins, hafi yfirleitt nokkra hugmynd um hvað rafmagn er í raun og veru. Og hvernig stendur þá á þeirri ósvífni mannanna að rukka okkur ársfjórðungslega fyrir afnot af ein hverju, sem enginn veit með vissu hvað er, og ef maður þrjóskast við að borga, loka þeir einfald- lega fyrir þetta eitthvað, sem þeir vita enga formúlu fyi'ir? Vísindin efla alla dáð. Óskap- legt öfugmæli er þetta í mínum eyrum. Ég veit ekki betur en vís- indin séu að gera hvern mann dáðlausan, með því að andstæðir hópar vísindamanna í sömu grein, halda fram andstæðum skoðunum á sama máli þangað til allur al- menningur hefur ekki hugmynd um hvað snýr upp og hvað niður á honum sjálfum í vísindalegu tilliti. Þetta leiðir síðan af sér illviðráðanlegar sálarflækjur, sem sálfræðingar kunna jafnmargar skýringar á og þeir eru margir með þeim árangri að tiltölulega meinlausar sálarflækjur eru áður en varir hlaupnar í óleysanlegan sálrænan hnút, sem raknar ekki fyrr en á dánardægri, eða réttara sagt eftir dauðastundina. Sú hliðin, sem að okkur blaða mönnunum snýr er sérlega at- hyglisverð. Við rekumst á eitthvað, sem okkur þykir „rakin frétt.” Andinn og ímyndunaraflið er kom- ið á flug- áður en við vitum af og við sleikjum út í bæði munnvik, en til þess að fréttin fái á sig traustvekjandi blæ, liringjum við gjarnan í vísindamann í viðkom- andi grein. Þá er það, sem okkur finnst við verða litlir karlar og hug- myndaflugvélin nauðlendir á næsta fastalandi. Vísindamaðurinn hefur nefnilega tileinkað sér þankagang Tómasar trúarlausa, þeir verða að þreifa á öllum hliðum málsins og gera með það hundrað þúsund tilraunir frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, áður en þeir láta frá sér fara varfærnislega og tví- ’ræða yfirlýsingu um málið. Venju lega orða þeir liana þannig að ör- uggt sé, að þeir sjálfir sleppi nokk- urnveginn með heilu skinni frá málinu, þegar einhver annar vís- indamaður í sömu grein, birtir varfærnisiega orðaða yfirlýsingu, sem þó gengur að einhverju leytí í berhögg við hina fyrri, þó þannig að báðar kenningarnar geti stað- ist ef gengið er út frá að vissir þættir Jivorrar um sig geti haft við einliver rök eða líkur að styðj- ast . SPdUg — Látum okkur sjá, — það eru göt á öllum sokkunum mínum, ég á ekki fleiri hreinar skyrtur, og allir disk- arnir eru óhreinir: það hljóta að vera minnsta kosti fjórar vikur síðan hún hvarf. — Ég verð að hiðja yður um að bíða augnablik. Pabbi er uppi á lofti að raka sig með logsuðulampanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.