Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Blaðsíða 9
 ímanna hafa aukizt gáfurlega undanfarin ár, en nú telja 5 hámarki sé náð. Með hreytilegu millibili hafa fiskur og li leyti horfið af miðunum utn hríð. Er slíkt tímahil fram- hvað verður þá? sýnilegur tengiliður við forsögu landsins. Gúanóið var lengi not- að sem beinn styrkur til land- búnaðarins, og margir voru þeirr- ar skoðunar fyrr, að því meira fiskimjöl sem framleitt væri, að þá mundi gúanóframleiðsla fugl- anna minnka að sama skapi vegna rýrnandi fæðumöguleika. Þá var verð á einu tonni af gúanó og einu tonni af fiskimjöli mjög svipað. En fuglarnir framleiddu ekki nema eitt tonn af gúanói úr átta tonnum af fiski, en fiski- mjölsverksmiðjurnar framleiddu hins vegar eitt tonn af fiskimjöli úr hverjum sex tonnum af an- sjósu. Ekki komst verulegt skrið á fiskiðnaðinn í Perú fyrr en 1952. Þá hafði dregið mjög úr fiskveið- um undan Kaliforníuströnd sök- um ofveiði, og þar var á það bent, að gúanófuglarnir við Perúströnd ætu fimm eða sex sinnum meiri fisk í Perú-straumnum heldur en nokkru sinni sæist í Kaliforníu- straumnum. Sérfræðingar SÞ bentu síðar á, að ekki væri hægt að meta fiskimið á sama hátt og námur. Að vissu marki, að minnsta kosti, eftir því sem meiri fiskur er veiddur í næringarríkum sjó, þá skapast pláss fyrir fleiri fiska og eina breytingin, sem búast má við er að meira gangi til fiskanna af hinum gífurlega stóra svifstofni. Eftir 1952 voru heilu fiski- mjölsverksmiðjurnar fluttar stykki fyrir stykki frá Kaliforn- íu til Perú. Þegar ríkisstjórnin reyndi að hafa taumhald á vexti þessarar nýju atvinnugreinar réð- ust lögfræðingar fyrirtækjanna í íiskiðnaðinum á stjórnina fyrir að Jeggja liömlur á framkvæmda- frelsi og kváðu það brot á stjóm- arskrá iandsins. Svo komu Japan- ir til sögunnar og buðu ódýrar nælonnætur með löngum greiðslu fresti, og einnig komu Norðmenn við nótasöluna og lengdu enn greiðslufresfinn, sem útgerðar- f.vrirtækjum stóð til boða. Var þetta að sjálfsögðu afskaplega þægilegt fyrir Perúmenn, því þar var nógur fiskur, en lítið fé fyrir hendi til fjárfestingar. Aflinn jókst nú gífurlega og var kom- inn upp í 9 milljón smálestir 1964. Líklegt er að aflinn 1965 sé um 7 milljónir smálesta, en nú er svo komið, að sjórinn und- an ströndinni þarna er orðinn mun verðmætari en meirihluti landsins í Perú. Perúmönnum er að sjálfsögðu annt um að þarna stundi ekki aðrir veiðar en þeir sjálfir og þess vegna liafa þeir nú lýst yfir 200 mílna fiskveiðilandhelgi og á það einnig að vera gert til þess að vernda fiskistofna Þetta er ekki beinlínis hagkvæmt fyrir Chile', sem þó styður Perú í þessu máli og þetta hindrar það, að Equador-menn geti nokkuð veitt sem heitið getur. Þegar allt kem- ur' til alls þá eru þessi þrjú lönd eiginlega önnum kafin að verja hvert sína landhelgi fyrir ágangi hinna. Það er til dæmis ekki tek- ið h-art á landhelgisbrotum bandarískra báta og skipa þarna, að ekki sé talað um, ef skipin eru frá fyrirtækjunum sem hafa einhvern rekstur í einhverju af þessum þremur löndum. Það er ekki lengur svo, að Bretar og Bandaríkjamenn séu nær einu útlendingarnir, sem eiga í þessum fiskiðjuverum þarna á ströndinni, né er það svo, að mestur hluti framleiðslunnar sé seldur til Bandaríkjanna. Fyrir- tæki í ýmsum Evrópulöndum eiga þarna nú orðið hagsmuna að gæta og evrópskir viðskiptavinir bjóða upp verðið á fiskimjölinu. í Chile, þar sem fiskiðnaður er ekki nærri eins mikill og í Perú er innan við einn fimmti hluti fyrir- tækjanna í eigu útlendinga, en í Perú er senniiega helmingurinn í eigu útlendra aðila og fjárfest- ing útlendinga þar fer vaxandi. Meira að segja í Equádor eru nær allar túnfiskveiðar í liöndum Framhald á 10. síðu. Ilinir stóru búgarðar í Perú eru oft á að líta eins og heil verksmiðjuhverfi. i Útsala - Útsala STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUNi Prjónastofan Hlín hf. Skólavörðustíg 18. Til sMu fasteignin Hlíðarvegur 19 í Kópavogi Húsið er ein hæð, rúmlega 90 fermetrar og kjallari undir Vz húsinu. Stór og vel ræktuð ióð. Bílskúr. Eigni.i er laus til afnota fyrir kaupanda hinn. 20. þ.m. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 Reykjavík. STÁLOFNAR Ódýru stálofnarnir eru komnir. Pantanir óskast sóttar strax. Burstafell Byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. — Sími 38840. Rei&skóli Hesta- mannctfélagsins FAKS tekur til starfa mánudaginn 14. febrúar. Upplýsing- ar á skrifstofu félagsins, sími 30178 kl. 1 til 3 og í síma 23146 á kvöldin. Harðviðargólf frá A. M. Macdougall & Son, Ltd., Glasgow, Skotlandi, bæði PARKET-STAFIR, 22 mm þykkt og PARKET-FLÍSAR, 9 mm þykkt. Þér getið valið milli nálega 200 viðar- tegunda. Verð og sýnishorn hjá umboðsmönnum: Magni Guðmundsson sf. Austurstræti 17. — Sími 1-16-76. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. febrúar 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.