Alþýðublaðið - 11.02.1966, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 11.02.1966, Qupperneq 16
CMw^JLhn^ Ávísanahefti, segir karlinn og fussar — það er tæki til að eyða fljótt peningum — sem maður á ekki . . . — Já, Svíarnir hafa sem sagt lagt undir sig Hafnarbíó og leika þar hinar ferlegustu kúnstir um þessar mundir. Einkum eltast þeir þó við kvenfólk og peninga, og kven fólkið sækist fast eftir karl- mönnum og hjónaböndum. Nú, þetta þyrfti svo sem ekki að vera svo aftakaslæmt, ef réttur maður skyggndist eft- ir réttri konu út frá réttu sjónarmiði á réttu augna- bliki. Kvikmyndagagnrýni í Mogga. Mér brá, þegar ég sá Tím- ann í gær. Það stóð á forsíð- unni þessi fyrirsögn: Rétta rithöfunda sína í dag. Senni- lega er ég fyrir löngu hættur að skilja íslenzku, en í mínu ungdæmi þýddi sögnin að rétta — að lífláta. — Enda létti mér stórum, þegar ég las fréttina og blessuðum rit- höfundunum hafði nú ekki verið kálað enn þá, heldur höfðu þeir aðeins verið dregnir fyrir rétt . . . Leikrit módel 1966 SVIÐIÐ: Blár himinn, græn jörð. Pínulítið þrumuský í hægra horni himinsins og lítill kofi vinstra megin á jörðinni framarlega. Kof inn snýr hægra horni beint fram. Á honum er enginn gluggi, utan hjartalaga gægjugat á hurðinni nokkru fyrir ofan miðju. Utan- verðu á hurðinni er klinka, ó- krækt, en innanverðu er önnur klinka, sem ekki sést og hún er krækt. Persónur: Röddin, (maður í lífs háska), háðfuglinn gamli (gengur við staf og er rauðhærður), hjúkr- unarkona, sem hefur orðið að leggja starf sitt á hilluna af ástæð um, sem koma fram í leikritinu, blaðamaðurinn (reikull í ráði — og spori). Ef ástæða þykir til og nauðsyn krefur verður bætt við leikend- um eftir því hvernig málin þró ast. Jafnframt leiktækjum. Leiðbeining til Ijósameistara: Pinulítil elding, þegar stundar- fjórðungur er liðinn af leiktíma. Rauðum bjarma slæn á kofann á þriggja mínútna fresti Sterkum ijóskastara skal undantekningar- laust beint að þeim áhorfendum, sem ganga út -áður en sýningar tíma lýkur. Gagnrýnendur á fraim sýningu, þeir sem jafnframt fást við skapandi list, skulu baðaðir grænu öfundarljósi. Jarðskjálfti, ekki yfir fimm gráð ur, myndi falla vel inn í stykkið og ert rétt að leikstjóri láti þess getið við leikendur og áhorfendur áður en tjaldið er dregið frá, til að fyrirbyggja misskilning ef til kemur. Hljómlist: íslenzkt þjóðlag, yfir kaldanyeðisand, leikið angurvært á hárgreiðu og sög langt að tjalda baki í sérstakri útsetningu Guð laugs Rósinkranz. Þegar tjaldið er dregið frá gengur háðfuglinn inn á sviðið frá hægri fram undan kofanum. Á miðju sviði stingur hann við stafnum og rekur upp hrossahlát ur. Háðfuglinn: Er þetta nú þrumu ský? Sjáiði nú þessa písl. Líklega ætlar hann að rigna um aldamót- in, — ha. Röddin: Mér vantar læknir. (Sé leikarinn í ratunverulegum lífs- háska má röddin vera angistar full, en annará angurvær, eða blandin keflvískum trega. Einn ig er æskilegt að tónlistin komist í snilið á þes°u augnabliki.) Háðfuglinn: Hvur var að kalla? Hvurn á að lækna af bágufallssýki? Eða er það ekki bágufallssýki að vilia falia í bágu föðurlandsins? Röddin: Ég er að sDringa innan frá og það er ekki þægilegt fyrir mann á mínum aldri. Mér vantar læknir. Háðfuglinn gægist inn um hjarta gatið: Ertu viss um að Ijósmóðir eigi ekki betur við þitt tilfelli góurinn? Blaðamaðurinn reikar inn á svið ið. Hann er með Ijósmyndavél á maganum og heldur~ á þrífæti. Hann :stillir þrífætinum upp og skrúfar ljósmyndavélina á, snýr sér að háðfuglinum og segir: Súpermyndastoff. Svona hús voru ekki til nema úti á landi fyr ir aldamót. Nú bökum við íhaldið í kosningunum, Háðfuglinn: Þetta er ekki blaða matur, heldur innmatuxi. (Hlær.) Blaðamaðurinn: Ég biðst afsök unar (Röddin má vera vandræða leg ef leikarinn er raunveruleg ur blaðamaður, annars eins og leik arinn lieldur að blaðamaður biðjist afsökunar við svona kringumstæð ur). Blaðamaðurinn skrúfar mynda- vélina af þrífætinum, hengir hana á magann á sér, tekur þrífótinn undir hendina og reikar út af svið inu til vinstri, þar isem hann tek ur ofan fyrir hjúkrunarkonunni, sem kemur inn í því. Röddin: Ég er að springa innan frá. Mér vantar læknir. Það kem ur blóð. Hjúkrunarkonan stanzar á miðju sviði, horfir stjörf fram fyrir sig í þrettán og hálfa mínútu. Síðan segir hún með iskelfingarhreim. Jesús. Blóð, (það lýður yfir hana.) 1 Hér væri gott að fá jarðskjálfí) ann. Háðfuglinn inn um gatið á kofa- hurðinni: Heyrðu góði. Þú færð engan lækni. Þú ert nefnilega búinn að drepa hjúkrunarkonu. Röddin: Þá verð ég að fara tii Danmerkur, eða vestur á ísafjörð og góðu felliði tjaldið svo ég kom ist út af þessum andskotans kamri. Ég get ekki látið nokkurn mann sjá mig í þessari múnderingu. TJALDIÐ OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'XXKiOOOOOOOOOOOOOO'OOOOOOO

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.