Alþýðublaðið - 15.02.1966, Page 1
Þriffjudagur 15. febrúar 196G - 46. árg. 37. tbl.
VERÐ: 5 KR.
A fjölmennum fundi Verzlunar
mannafélags Reykjavíkur, sem
haldinn var í gærkveldi var ein
róma samþykkt heimild til stjórn
,ar félagsins til að boða verkfall,
en verzlunarmenn, VR og LÍV hafa
undanfarna tvo og hálfan mánuð
staðið í samningaviðræðum við
viðsemjendur sína. Hafa viðsemj
endur verzlunarmanna ekki ljáð
máls á neinum kauphækkunum.
Á fundinum í gær var mikill ein
liugur, og skýrði formaður félags
;ns frá því að stjórnin teldi ekki
rétt að sinni, að boða til allsherjar
verkfalls, en hinsvegar mundi beitt
vinnustöðvunum á einstökum svið
um innan félagsins, hjá ákveðn
um fyrirtækjaflokkum eða á á
kveðnum svæðum í borginni.
iOOOOOOÓOOOOOOOÓ'
Gylfi Þ. Gísla-
son skriíar um
* i ■
Þetta er í þriðja sinn; sem stjór11
VR fær heimild til verkfallsboð
unar, en félagið hefur aðeins einu
sinni háð verkfall, var það í des
ember 1963.
Húsið Östervoldgade 12.
Sovézku skáldin
hlutu harða dóma
Rithöfundamir Andrei Sinj-
avsky og Juli Daniel voru í dag
dæmdir í sjö og fimm ára hegn-
Juli Daniel
ingarvinnu] í vinnubuðum undir
ströngiun aga, að sögn fréttastof
unnar Tass.
Sinjavsky
Sækjandi krafðist þessarar refs
ingar og að auki fimm ára útlegð
ar fyrir Sinjavsky og þriggja ára
útlegðar fyrir Daniel. Rétturinn
varð ekki við kröfu sækjanda í
þessu atriði.
Rétturinn fann rithöfundana
seka um að hafa kastað rýrð á Sov
étrikin, sovézku þjóðina og Lenín
í bókum þeim, sem þeir smygluðu
til Ve turlanda og gáfu út undir
dulnefnunum Abram Terts og Nik
olai Arsjak. Erlendum fréttaritur
um var ekki leyft að vera við
iriéttarhöldin, ekki einu sinni komm
únistum. Sinjavsky, sem var rauð
Framhald á 6. síffu.
Danskur storkaupmaður, Carl Sæmundsen, hefur
ákveðið að gefa íslenzka ríkinu húseign sína, Öster-
voldgade 12, þar sem Jón
langt árabil.
Barst blaðinu um þetta svohljóð
andi tilkynning frá Alþingi í gær:
Sendihertra íslands í Kaup-
mannahöfn hefur í dag borizt svo
liljóðandi bréf frá Carl Sæmund
sen stórkaupmannf þar í borg:
,,Á áttatíu ára afmælisdegi mín
um er mér ljúft að staðfesta, að
ég hef ákveðið að gefa íslenzka
iríkinu (Alþingi) húseign mína Öst
ervoldgade 12. í því húsi bjó Jón
Sigurðsson forseti um langt áya
bil. Var það samkomustaður íslend
inga og athvarf fyrir ísenzka
menningu.
Ef íslenzka ríkið þiggur þessa
Sigurðsson átti heima um
gjöf, er mér Ijúft að ræða sem
fyrst nánar um form afhendingar
innar.“
Forsetar Alþingis hafa í dag
sent gefandanum eftirfarandi
skeyti:
„Alþingi árnar yðun heilla á átt
ræðirafmælinu og þiggur með þökk
um hina stórhöfðinglegu gjöf yð
ar, sem ætluð er til að heiðra
minningu Jóns Sigurðssonar, og
minna á ísland og íslenzka menn
lngu í Kaupmannahöfn. Er þess
vænzt, að bráðlega gefist tækifæri
til að ráðgast við yður um það, á
Framh. á 14 siðu
V.R. HYGGUR Á
SKÆRUHERNAÐ
>000000000000000'
TÁRSIS: I
Dómarnir eru
ómannúðlegir
London, 14 2. (NTB-Reuter.
Rússneski rithöfundurinn
Valery Tarsis, sem dvelst í
Bretlandi um þessar mundir
sagði í kvöld að dómarn-
ir yfir Andrei Sinjavsky og
Juli Daniel væru ómannúð
legir.
Tarsis sagði að dómamir
væru tilraun af hálfu sov-
ézkra yfirvalda til að livorfa
aftur til stalinistískra vald-
boðaaðferða. Dómarnir
sviptu hulunni af fastistísku
eðli sovézku stjórnarinnar.
Tarsis hélt því fram, að
Sinjavsky og Daniel hefðu
ekki gerzt brotlegir við sov
ézk lög. Hann sagði að ákær
urnar á hendur þeim væru
grófar falsanir.
>000000000000000
Lögregluþjonn
slasast í átö
Rvík, - ÓTJ
Lögregluþjónn var fluttur á
Slysavarffistofxma sR laugardags-
kvöld, eftir harffa viðiu'eign við
þrjá drwkkua menin. fyrir utan
Hótel Sögu. Þeim hafffi veriff neit
að mn imigöngu og þegar þeir
reyndu að ryðjast inn, voru nokkr
ir lögregluþjónar kvaddir á vett
vang.. Við það æstusi þeir um
allan helming: og varð bardagi fyr
Framh. á 2. síðu.
Margfðldur
árekstur
Akuireyri, GS, — GO.
Margfaldur árekstur varð hér sl.
laugardag. Vörubíll var að draga
bilaðan dráttarvagn frá flugvell-
inum á verkstæði. Á leiðinni gegn-
um miðbæinn mun dráttarvagn-
inn hafa farið yfir mishæð á snjó-
lagðri götunni og fór utan í Mosko
vitsbíl, sem þar stóð og síðan á
Volkswagenbíl, sem kastaðist við
höggið á Broncojeppa og síðan á
stöðumæli. Talsverðar skemmdir
urðu á öllum bílunum og Volks-
wagenbíllinn mikið skemmdar.
Stöðumælirinn er ónýtur eftir á-
reksturinn. Eftir þetta komst dr ítt
arvagninn á verkstæði án þess að
valda frekari skemmdum.