Alþýðublaðið - 15.02.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 15.02.1966, Síða 7
MOLAR □ Á FLUGSÝNINGUNNI í París í fyrra sýndu Rúss- ar mikinn áhuga fyrir bandarísk- um vélum, tóku ógrynni af mynd um og gerðu teikningar. — Þeir spurðu einnig bandaríska sérfræð- inga um ýmislegt varðandi tækni- leg atriði, flughraða og fleira. Bandarískum sérfræðingum var leyft að skoða sovézku vélarnar eftir að búið var að taka mótor- hlífarnar burtu, gegn því sama að Sjálfsögðu, og einn þeirra sagði, að það væri engin furða, þótt Rússarnir hefðu áhuga. — Tækni þeirra væri frá 1958. ☆ □ BRITISH AIRCRAFT Corporation og Sud Avia- tion vilja stækka hina fyrirhuguðu Concordevél enn meira, þannig, að hún taki 150 farþega. Concorde er sem kunnugt er farþegaflugvél sem á að ferðast hraðan en hljóð- ið. Félögin verða að fá leyfi til þessa frá báðum ríkisstjórnunum. □ 1 FYRRA dó maður að nafni Carl Norden, í Ziir- ich í Sviss. Lát hans vakti ekki athygli nema tiltölulega fárra manna, en líklega er óhætt að fullyrða, að meðal þeirra hafi ver- ið allir þeir, sem flugu banda- rískum sprengjuflugvélum í síð- ari heimsstyrjöldinni. Norden fann upp hið fræga sprengjumið, sem kennt var við nafn hans, en það gerði mögulegt að varpa sprengjum með mikilli nákvæmni úr mikill hæð að degi til. Þetta spreng j usigti (viðmiðunaráhald) var eitt af bezt varðveittu hern- aðarleyndarmálum styrjaldarinn- ar síðari. ☆ Q NÚ ER farið að nota Laser-geisla sem liæðar- mæli í flugvélar, og líklega er það nákvæmasti hæðarmælir sem til er í heiminum. Geislanum er skotið til jarðar með myndavélar- linsu og með sérstakri tíma- klukku skeikar, í hæsta lagi örfáum sentimetrum á gefinni flughæð. ☆ □ BANDARÍKJAMENN urðu mjög gramir de Gaulle um áramótin. Orsökin var sú að fyrir nokkrum árum seldu þeir Frökkum fimmtíu Skyraider flugvélar. Sú tegund hefur nú reynzt mjög vel í Vietnam og buð- ust því Bandaríkjamenn til þess að kaupa allar vélarnar aftur. — Frakkar neituðu á þeim forsend- um að þeir gætu ekki misst þær. En nokkru síðar gáfu þeir tíu slíkar vélar til Kambódíu og eru því nokkrar líkur á því að þær verði notaðar gegn bandarískum flugvélum. Kambódía hefur oft ásakað bandarískar vélar um að hafa gert árásir á þorp innan við landamæri þeirra, og Bandaríkja menn hafa ásakað Kambódiu um að vera hæli fyrir hermenn Viet- kong. Sjónvarpsstöðin i Vietnam Nú eru þeir búnir að fá bandarískt sjónvarp í Vietnam, og' svona lítur sjónvarpsstöðin þeirra út. Vél þessi er af Super Constellation gerð, og kunnvií mörguin íslendingum sem hafa heyrt kvalafullt hljóðið í hreyflum liennar, en hún er mjög yfirhlaðin af allskonar tækjum þegar liún er notuð sem „Early Warning Line“. Þýzk æfingastöð Vestur-Þýzkaland hefur nú í undirbúningi mikla æfingastöð fyr ir flugher sinn, í Bandar.íkjunum, líklega í Sheppard í Texas. Þýzki varnarmálaráðherrann hefur pant að fjörutíu og sex T-37 „byrjun ar-æfinga“vélairi hjá Cessna, fjöru tíu og sjö T-38 æfingavélar frá Northrop og þx-játíu og þrjár Star fightervélar frá Lockheed, sem notaðairi verða til orrustu þjálfun ar. Einnig verða keyptar sex stór ar flutningavélar frá Lockheed, til flutninga á flugmönnum og öði'u, milli Þýzkalands og Texas. Allur kostnaður við þetta verððr greiddur af Þjóðve-jum sjálfum. Ekki stærsta vél í heimi Hinn fimmtánda júní í fyrra var haldin alþjóöleg flugsýning í París sem Rússar m.a. tóku þátt í. Það var augljóst mál að þeir höfðu hugsað sér að „stela sen unni“ enda tókst þeim svo vel upp að Bláu englarnir voru þeir einu sem gátu dregið athygli áhorf- enda almennilega frá í-ússnesku vélunum. Það vari einkum tvennt hjá Rússum sem athygli vakti: risaþyrlurnar og skrímslið Anton ov An-22 sem þeir sögðu vera stærstu flugvél í heimi. Og áhorf endum hefur ái’eiðanlega ekki kom ið til hugar að dxiaga það í efa. Vélin var svo óskaplega stór að það lá við að allar aðrar flugvélar á vellinuum kæmust undir væng hennar. Oleg Antonov, sá sem teiknaði vélina sagði, að liún kæmi til með að lækka flugfargjöld veru lega, því að hún gæti borið 720 fai þega. Gat hann þess að vestræn ir kaupendur gætu fengið af- greiðslu eftir ca. tvö ár. Vestræn ir flugsérfræðingar voru þó ekk ei’t séxstaklega hrifnir, þeir töldu vélina of hægfleyga og „frum- stæða“ til þess að hægt sé að nota hana i farþegaflug. An-22 hef ur eldsneyti til 6800 mílna flugs, og hraðinn er rúmar 400 mílur á klukkustund. Lengd er 187 fet vænghaf 210 fet og vöi’ugeymslu rýmið exl 14x105 fet. Hreyflai’nir eru fjórir, 15000 hestöfl hveri með tvöfalda röð af skrxxfublöðum, sem snúast hvor á móti annarri. Og á nefinu er að sjálfsögðu hið óopinbera einkenní xússneskra flugvéla, gluggar fyrir sprengju- miðara. Rússar voru að sjálfsögðu mjög ánægðir með þetta bákn, og áhorfendui’ voru fjarska undr andi. En það var eitt sem var ranghei-mt. Þetta er ekki stærsta flugvél sem byggð hefur verið í heiminum. Fyrixi sautján árum síð an notuðu Bandai’íkjamenn flutn inga flugvél sem var töluvert stærx-i. Það var „vöi’uflutninga- útgáfa" af B-36 sprengjuflugvél. Hún vaxl í notkun í þrjú ár en var þá lagt þar sem fullkomnari og hraðfleygari vélar komu til sög unnar. Flughraði hennar var rúm ar 300 milur, og langdrægni rúm ar 8000 mílur . An-22 hefur voldugan hjólaúthúnað. Risavélin An-22. Maðurinn sem örin bendir á er Oleg Antonov sá sem teiknaði véliua, og er hann þarny. i hópi vestrænna fréttaritara. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. febrúar 1966 j 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.