Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 9
\
Börnin læra að fleyta sér á örskömmuni tíma.
Synda fimm mánaða gömul
SUNDKENNARAR halda fram
þeirri skoðun, að kenna eigi börn-
um sund í frumbernsku. Á þeim
aldri hafi þau engan ótta af vatni
og þeim veitist auðveldara að
halda sér á floti og synda heldur
en að ganga.
Belgískur sundkennari, sem
heldur fast fram þessari skoðun,
velti því fyrir sér hversu snemma
væri hægt að kenna barni að
synda. Hann áleit; að fimm mán
uðii’ væru nægur aldur — ef hann
aðeins fengi foreldrana til sam-
vinnu.
Honum gjkst að lokum að fá ung
hjónaefni, sem hann þekkti vel,
til að samþykkja, að hann fengi
að reyna kenningu sína á fyrsta
barni þeirra.
Þegar svo frumburðurinn,
Stephane, varð fimm mán. fékk
sundkennarinn Pelseneer tækifær-
ið, og það kom á daginn, að hann
hafði á réttu að standa. — í dag
syndir Stephane, sem er tæplega
ársgamall, auðveldlega eina sund-
laugarlengd, hvort sem er á yfir-
borðinu eða í kafi. Tvö börn að
auki hafa verið sett í læri hjá
Pelseneer.
Hann segir, að barnið tileinki
sér mjög fljótlega rétta öndun, og
það taki aðeins fáeinar kennslu-
stundir, sem séu aðeins nokkrar
mínútur í senn, að kenna barn-
inu að fljóta á bakinu. Því næst
veitir það því eftirtekt, að með
því að sprikla færist það úr stað
og eftir það veitist allt létt.
Allir, sem hafa baðað ungbörn
hafa veitt því athygli, að þau njóta
þess að sprikla og hamast í vatn-
inu. En sennilega láta nú flestar
mæður sér nægja að taka orð
Pelseneers trúarleg heldur en að
gera tilraun.
Michel (8 mánaða og Vincent (7 mánaða) Jœra sundtökin hjá foreldrum sínum.
RITARI
Ritari óskast í Rannsóknastofu Háskólans við Baróns-
stíg. — Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist forstöðumanni Rannsóknarstofunnar
sem fyrst, eða í síðasta lagi 20. þ.m.
Nánavi upplýsingar um starfið veittar í síma 19506.
4ra herbergja íbúö óskast
Opinber stofnun óskar eftir að taka á leigu hér í borg-
inni 4ra herbergja íbúð, ca. 100 — 110 m^, ásamt eld-
’húsi og baði frá 1. marz n.k. eða sem fyrst. Tilboð-
um óskast skilað til afgreiðslu blaðsins fyrir 19. febrú-
ar n.K., merktum „Opinber stofnun — 1. marz 1966“. ‘
TEIKNIVINNA
Opinber stofnu'n óskar að ráða fólk til starfa
'við teikningar, kortagerð og Ijósprentun.
Laun skv,- 7. — 13. launaflokki.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist blaðinu
merkt ,,Teiknistof'a“.
REKSTRAREFTIRLIT
Loftleiðir h.f. óska að ráða í þjónustu sína starfsmann.
til að annast rekstrareftirlit með ýmsum þáttum starf-
semi félagsins innanlands og utan.
Umsækjendur skulu hafa fullkomna bókhaldsþekkingu
og vera færir um að vinna sjlálfstætt að eftirlitinu og
helzt hafa tekið próf í einhverri eftirtalinna greina:
ENDURSKOÐUN,
LÖGFRÆÐI,
REKSTRARHAGFRÆÐI,
VIÐSKIPTAFRÆÐI,
eða hafi að'ra sambærilega menntun eða reynslu á sviði
rekstrareftirllts^ endurskoðunar og fjáFmálaeftirlitS'.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækjar-
götu 2 og aðalskrifstofunni, Reykjavíkurflugvelli.
Umsóknir skulu hafa borizt ráðningarstjóra félagsins
fyrir 1. marz n.k.
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
]5. febrúar 1966 Q