Alþýðublaðið - 02.03.1966, Síða 8
Jón Ásgeirsson
í kjallaranum á Hótel Sögu er
bað- og nuddstofa Jóns Ásgeirs-
sonar, fysiotherapeut. Stofan er
sú eina sinnar tegundar hér á
landi, þar sem að Jón Ásgeirsson
er sá eini hér, sem hefur þessa
menntun og jafnframt rekur sjálf
stæða stofu. Til þess að forvitn-
ast aðeins um fyrirtækið lögðum
við leið okkar þangað einn dag-
inn. Jón Ásgeirsson tók á móti
okkur og svaraði vinsamlega
nokkrum spurningum.
— Margir hafa vafalaust áhuga
á að vita, hvað orðið fysiotherapy
þýðir?
— Orðið er samsett úr fysio-
logi, sem þýðin lífeðUsfræði og
hins vegar úr therapy, sem þýð|-
lækningafræði. Samkvæmt því
þýðir orðið fysiotherapy, lífeðlis-
leg lækningafræði.
— Vildirðu ekki segja okkur
eitthvað um starfsemina hérna?
— Hér er gufubað eða hitabað.
Hér er einnig sjúkraleikfimi og
'Sjúkra'iþjálfun. Einnig ýmis æf-
ingatæki til að auka þol og þrek,
t.d. lyftingatæki og hjól. Hingað
kemur fólk líka í nudd, stuttbylgj-
ur, hljóðbylgjur og ýmsar tegund
ir af hitalömpum. Sem sagt, hér
Jón með hlóðbylgjutækið.
miðar allt að heilsubót, bæði fyrir
sjúka og heilbrigða.
—Eru ekki margir, sem aðeins
koma í gufubaðið?
— Margir fara fyrst í gufubað
og þá gjarnan í nudd á eftir. Síð
an geta menn hvílzt, annað hvort
í sérstökum hvíldarstólum eða leg
ið og sofið inni í sérklefum, þar
mega menn sofa allt frá 10 mínút
um upp í tíu tíma, eftir því sem
hver vill.
— Er ekki ákaflega hollt að
fara í gufúbað?
-r- Jú, það er, ef svo má að
orði komast, þreytufjarlægjandi
og örvar blóðrásina. Fyrir kyrr-
setumenn er mikil hætta á því
að blóðið setjist of mikið í gang-
limina, ef ekkert er að gert, og eru
því gufuböð og ýmsar líkamsæfing
ar nauðsynlegar fyrir þá.
íþróttamenn koma líka hingað
yfirleitt, áður en þeir eiga að
leika stórleiki, og fá sér gufubað.
Gufubaðið orsakar það, að þreyta
hverfur og þeir verða bet-
ur hæifir til leiks. Þeim hættir
síður ýið meiðslum og hafa betra
úthaldíí leiknum.
— Hvað getur fólk verið lengi
í einují gufubaði?
— ila, fólk verður að finna
það sjálft. Eins lengi og því líður
vel, mundi ég segja.
Annars verða þeir, sem þjást
af hjartasjúkdómum að gæta sér-
stakrar varúðar með gufuböð.
— Svo er hér ýmislegt fleira,
sjúkraleikfimi og þess háttar?
— Já, flestir koma hingað sam-
kvæmt læknisráði. T.d. eru hljóð
bylgjur notaðar til að lækna ýmsa
vöðva- og taugakvilla, sömuleiðis
stuttbylgjur.
Svo er hér sjúkranudd og ýms-
ar tegundir af hitalömpum.
— Hvað vinna margir hér á
stofunni?
— Hér starfa 8 manns, þar af
fjórir, sem annast nudd, finnsk
hjón, ein íslenzk stúlka og ein
dönsk. Allt þetta fólk hefur lok-
ið tilskildum prófum í starfsgrein
sinni.
— Er ekki stofan opin á hverj-
um degi?
— Jú, hún er opin alla daga
nema sunnudaga frá kl. 9—21,
þar af hef ég sérstakan viðtals-
tíma frá kl. 9 — 12.
g 2. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Rétt aðferð við tyfiingar. Ekki er sama hvernig lyftingar eru fram~
kvænidar. Á mynainni sést, hvernig lyjta á þannig að auðveldast sé.
£
Í!|||||||Í
v
x-
Samkvæmt því sem vísir menn segja, hafa íslendingar i dag lítið
þol. Á myndinni scst hjól, sem menn geta notað til að auka með
þol sitt og þrótt. . -\