Alþýðublaðið - 02.03.1966, Síða 9
Siómenn burfa að samein-
ast í einu sambandi
ítalskt ullargarn i
Höfum fyrirliggjandi frá Lanar-verhsmiöjunum >
í Mílanó ullargarn á spóíum „ADDA'* 2/25000 fyrir i
prónastefur og heimilisiönaff.
ELDORADO
Hallveigarstíg 10 — Reykjavík — Simi 23400.
AÐALFUNDUR Sjómannafé-
lags Reykjavíkur var haldinn
sunnudaginn 20. þ. m. í húsi fé-
lagsins að Lindargötu 9. — Á
fundinum voru gerðar eftirfarandi
ályktanir:
1. Kveðjur og þakkir til Slysa-
varnafélags íslands.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 sendir Slysa-
varnafélagi íslands kveðjur sínar
og þakkar því frábær störf i þágu
örýggismála sjófarenda. Jafn-
framt skorar fundurinn á alla
landsmenn að standa þétt að baki
Slysavarnafélaginu í forystuhlut-
verki þess í bættri umferðarmenn-
ingu og vörnum gegn válegum um-
ferðarslysum.”
2. Um aukið eftirlit með öryggis-
tækjum í skipum.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 minnir á f.vrri
samþykktir félagsins um áskorun
þess efnis að í samráði við sjó-
mannasamtökin verði ráðnir í það
minnsta tveir menn til skipaeftir-
litsins er hafi það verkefni að
framkvæma skyndiathuganir í
ski'pum og þá sérstaklega með það
í huga að hafa eftirlit með því,
að öll öryggistæki séu í því lagi
er lög og reglur mæla fyrir um.
Fundurinn viðurkennir og
þakkar jafnframt, að ríkisstjórnin
hefur að nokkru orðið við áskorun-
um félagsins í þessu efni með
því, að fyrrverandi skipstjóri hef-
ur verið ráðinn til eftirlits, — en
skoðun félagsins hefur verið sú,
að nauðsynlegt sé að minnst tveir
menn séu ráðnir til þessa sérstaka
eftirlitsr
Fundurinn skorar því liér með
á viðkomandi ráðuneyti að sjá svo
um, að annar maður til viðbótar
verði þegar í stað ráðinn til þessa
eftirlits og þá helzt maður með
þekkingu á vélum.
í. trausti þess að verði orðið
við þessum tilmælum og áskorun-
um, bendir fundurinn á, að til þess
að eftirlitið verði að notum, verði
fjárveiting til skipaeftirlitsins að
vera það rífieg að báðum þessum
mönnum sé fengin bifreið til nauð-
synlegra ferðaiaga.”
3. Um sjómannastojur.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 beinir ~þeim til-
mælum til borgaryfirvaldanna
í Reykjavík, að þau beiti sér fyrir
byggingu sjómannastofu og verka-
mannaskýlis á athafna-svæði hinn-
ar nýju Sundahafnar í Reykjavík,
og framkvæmdir hefjist það fljótt
að hún geti tekið til starfa um leið
og höfnin verði tekin i notkun.
Þá skorar fundurinn á Sjómanna-
samband íslands og Farmanna- og
fiskimannasamband íslands, að
stuðla að því sameiginlega að
komið verði upp sjómannastofum
í stærstu síldarmóttökustöðvunum
á Austurlandi svo og Vestmanna-
eyjum og víðar, þar sem mörg
skip landa afla og eða hafa við-
legu.”
4. Áskorun á sjómenn o. fl.
„Um leið og aðalfundur S.R.
20. febrúar 1966 skorar á
reykvízka sjómenn að gerast
fullgildir meðlimir í félagi sínu,
og vinna ötullega að því, að ófé-
lagsbundnir sjómenn séu ekki til,
bendir fundurinn á eftirtalin rétt-
indi sem fullgildir meðlimir Sjó-
mannafélags Reykjavíkur búa
við:
Aðild að atvinnuleysistrygging-
um, forgangsrétt til starfa á skip-
um, sem skráð eru í Reykjavík,
•ooooooooooooooo<
| Ályktanir |
| aðalfundar |
I Sjómannafélagsf
| Reykjavíkur f
>000000000000000
rétt til dagpeninga og styrks úr
sjúkra- og styrktarsjóði félagsins,
dagpeninga ef félagsmenn eiga í
verkfaili, sjötíu og fimm þúsund
króna viðbótarláns frá Húsnæðis-
málastjórn ríkisins, ef efnalítili fé-
lagsmaður byggir sér íbúð, for-
gangsrétt til íbúðarkaupa á hag-
kvæmustu kjörum skv. samningi
ríkisstjórnarinnar við verkalýðs-
hreyfinguna á sl. sumri auk vernd-
ar og ýmis konar fyrirgreiðslu
félagsins.
í í'ramhaldi af samþykkt síð-
asta aðalfundar um stofnun bygg-
ingarfélags samþykkir fundurinn
að fresta aðgerðum i því máli, en
felur stjórninni að gæta í hvívetna
hagsmuna félagsmanna, er hafin
verður úthlutun þeirra íbúða, sem
byggðar eru eftir framkvæmdaá-
ætiuninni sem samið var um á sl.
sumri rnilli ríkisstjórnarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar.”
5. Um síldarverksmiðjur.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 telur, að eins og
sakir standa, miðað við stærð
síldveiðiflota okkar íslendinga, sé
síldarverksmiðjukostur á Norður-
og Austurlandi nægur, þar sem
sameiginleg afkastageta verk-
smiðja á þessu svæði er rúmlega
71. þús. mál á sólarhring og gert
ráð fyrir mjög auknu þróarrými
frá því sem var á sl. ári og ræður
því fundurinn eindregið frá því
að leyft verði að byggja allar þær
síldarverksmiðjur á Seyðisfirði og
eíðar, sem heyrzt hefur að ráð-
gerðar séu. Fundurinn telur að
hina svokölluðu „veiðitoppa” eigi
að leysa með auknum flutningum
síldar, sem góð reynzla hefur feng-
izt af, svo og með auknu geymslu-
plássi síldar. Fundurinn lýsir sig
fylgjandi ábendingum varðandi
þetta mál, er fram komu í bréfum.
Sjómannasambandsins og Far-
manna- og fiskimannasambandsins
til sjávarútvegsmálaráðherra og
skorar á ríkisstjórnina að taka
þær ábendingar til greina.”
6. Um sameiningu sjómannafé-
laga í eitt samband.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 harmar, að Sjó-
mannasambandi íslands hafi enn
ekki tekizt að virkja innan sinna
vébanda öll sjómannafélög í land-
inu. En þegar Ijóst er orðið, að
hörðustu andstæðingar þess, að
slík sambönd yrðu til, hafa gjör-
breytt um skoðun, vill fundurinn
skora á stjórn S.S.Í. að gera nú
þegar tilraun til slíkrar samein-
íngar. Beinir fundurinn því til
næsta þings Sjómannasambands
íslands, að gera nauðsynlegar og
sanngjarnar lagabrejdingar á lög-
um sambandsins til þess að svo
geti orðið.”
7. Lífeyrissjóð fyrir alla sjómenn.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 mótmælir harð-
lega allri skerðingu hins opin-
bera á réttindum þeirra sjómanna,
sem aðild eiga að Lífeyrissjóði
togarasjómanna og undirmanna á
farskipum, bendir fundurinn á þá
þróun, sem orðið hefur á undan-
förnum árum, að fiskimönnum
fækkar stöðugt, þó aflamagn til
hráefnisvinnslu stóraukist Varar
fundurinn við þeirri hættu, að
ekki verði hægt að manna þau
fiskiskip, sem afla þess hráefnis,
sem hinn þýðingarmikli fiskiðn-
aður okkar þarfnast. Til að ráða
bót á þessu bendir fundurinn m.
a. á nauðsyn hækkaðs fiskverðs,
betri nýtingar landhelginnar og
félagslegar umbætur fyrir fiski-
menn okkar. Bendir fundurinn
sérstaklega á lífeyrissjóð fyrir
alla sjómenn og fyrirgreiðslu í
lánamálum til íbúðabygginga úr
slíkum eigin sjóði.“
S. Um aðstöðu við höfnina.
„Aðalfundur S.R. haldinn 20.
febrúar 1966 skorar á útgerð-
armenn og eða hafnarstjórn
Reykjavíkur að efna nú þegar til
reksturs afgreiðslufyrirtækis fyr-
ir bátaflotann á svipuðum grund-
velli og togaraafgreiðslan er rek-
in. — Bendir fundurinn á nauð-
Framhald á 15. síðu.
HEIMIUSHJÁLPIN
í Kópavogi óskar eftir að ráða konu til
starfa,
Vinnutími 9—14 daglega.
Allar nánari upplýsingar í síxna 18394.
milli kl. 16 — 18 dag hvern.
Bæjarstjóri.
Til sölu
Á bifrciðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla 14 er
til sýniö og sölu Taunus 17M station bifreið, 2ja dyra,
árgerð 1960.
Upplýsingar á staðnum. Tilboð 'sendist Skúla Sveins-
syni, varðstjóra, fyrir 10. þ.m. ,
LögTCglustjórinn í Reykjavíkf 1. marz 1966.
Húsasmíðameistarar
AÐALFUNDUR
meistarafélags húsasmiða verður haldinn
laugardaginn 5 marz kl. 2 e.h. í Skipholti
70.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
, Stjórnin.
GLERULL - TREFJAPLAST
GleruUareinangrun í mottum og glerullarhólkar
ýmsar stærðir.
Trefjnplast á þök, gólf og veggi, einnig til iðnað-
ar fyrirliggjandi. Höfum litlau'st gólflakk á harðvið og
dúka, afar mikið slitþol og þolir mi'kinn hita.
IÐNFRAMI S.F.,
Hverfisgötu 61, sími 21364, Reykjavík.
Trésmíðafélag
Reykjavíktir
Állsherjar atkvæðagreiðsla
um menn í stjórn og aðrar trúnaðarstöður í félaginu
fyrir árið 1966, fer fram iaugardaginn 5. marz kl.
14 — 22 og sunnudagmn 6. marz kl. 13 — 22.
Kosið verður á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 8.
Kjörstjórnin.
ALÞÝÐUBLAÐID - 2. marz 1966 $