Alþýðublaðið - 04.03.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 04.03.1966, Side 1
Föstudagur 4. marz 1966 - 46. árg. - 2. tbl. - VERÐ: 5 KR. OOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖ ‘ GERT VIÐ GULLFOSS Gullfoss kom í gær á venjulegum áætlunartíma, en skipiS lenti í áreksiri viö Málmeyjarferjuna í síðustu ferð sinni, eins og kunnugt er. Þegar Gullfoss var lagstur að bryggju l Reykjw- vík var þegar hafin viðgerð á stefni skipsins og myndin er ein- mitt tekin a.f nokkrum viðgerðarmönnum við vinnu síiia l gær. — Mynd: J. V. Memhlutmn v/ð sama heygarðshornið: Reykjavík, EG ► Tillagch \Öiskia,rs Hallgrímissonar borgarfulltriia Alþýðuflökksins um byggingu fimmtiu lítilla og hagkvæmra leiguíbúða fyrir ung hjón, sem eru að byrja búskap var á ný til umræðu á fundi borgar- stjórnar í gærkveldi. Ekki treysti meirihluti Sjálfstæðismanna sér til að samþykkja til- löguna. heldur var henni vísað til borgarráðs ásamt tillögu frá Sjálf- stæðis:nönnum, sem talin var fela i sér nýmæli, en reyndist þegar til kom að mestu vera gamall grautur á nýjum diskum. Forseti Guineu styður Nkrumah Núverandi borgarstjórnarmeiri hluti hefur haft allt þetta kjör timabil til að gera Það upp við sig, hvað gera skal til að hjálpa ungu fólki í húsnaeðisvandræðum, en enn er tregðast við að taka á- kvörðun eða gera yfirleitt nokk urn skapaðan hlut. í byrjun þessa kjörtímabils árið 1962 flutti Ósk ar Hallgrímsson tillögu um að byggðar yrðu leiguíbúðir fyrir ungt fólk. Ári síðar flutti Björg vin Guðmundsson tillögu um að framkvæmd yrði athugun á hús Litsjónvarp í Bretlandi London, 3. 3. (NTB -Reuter.) Litsjónvarpi verður komið á fót í Bretlandi næsta haust sagði Anth ony Wedgevvood Benn, póstmála ráðherra í Neðri máistofunni í dag. Bretar ætla að nota vestur- þýzka Pal-kerfið, en ef mælt verð ur með öðru kerfi á alþjóðlegu sjón varpsráðstefnunni í Osló í sumar mun brezka stjómin taka það til athugunar. Útsendingartími nýja litsjón- varpsins verður fjórar stundir í fyrstu en á einu ári verður hann aukinn í tíu stundir. næðísmálum ungs fólks í borg inni. Var sú tillaga hans samþykkt en síðan ekkert aðhafst í málinu. Á siðasta borgarstjórnarfundi lof aði borgarstjóri, að niðurstöður athugunarinnar mundu liggja fyr ir í þessum mánuði, og vonandi fyrir fundinn í gær. Var umræð um urn tillögu Óskars þá m.a. frestað á þeim forsendum. Engar niðurstöður voru þó lagðar fyrir fundinn í gæi\ heldur gripið enn eitt tækifæri til að fresta málinu og tillögu Óskars vísað til borgar ráðs. Er því sýnt að áhugi borgar stjórnarmeirihlutans í Reykjavík á því að ráða bót á húsnæðisvanda málum unga fólksins er ekki ákaf lega mikill, þótt sýndartillögur séu fluttar er styttist til kosninga. Á fundinum í gær mælti Gísli Halldórsson fyrir tillögu borgar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem vera skal einskonar áætlun um byggingarmál borgarinnar á næst unni. Kom í ljós, er að var gáð að þar var m. a. fjallað urn mál sem búið var að afgreiða í borgar stjórn og reynt að láta svo líta út í tillögunni, sem þar væri um nýj ar samþykktir að, ræða. Tillaga Sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir að byggðar verði 100 íbúðir fyr- ir aldrað fólk, cn áður er búið að gera samþykkt um byggingu íbúða fyrir gamla fólkið. Þá gerir tillag an ráð fyrir að byggðar verði 200 litlar íbúðir til að leigja efna- Framh. á 5. bls. Accra og Addis Abeba, 3. marz (NTB-Reuter) Forseti Guineu, Sekou Touré, hefur boðið Kwame Nkrumah, fyrr um forseta Ghana, að sitja með honum í forsetastóli í Guineu, að því er sérlegur sendiherra Guineu- stjórnar, Diallo Abdoulay sagði í Addis Abeba í kvöld. Touré sagði meðal annars á fjöldafundi í Conarky í gærkvöldi að sögn Guineu-útvarpsins: Sá maður, sem upp frá þessu talar máli Guineu á ráðstefnum þjóð- höfðingja er enginn annar en fé- lagi okkar og bróðir, Kwame Nkrumah. Sjálfur sagði Nkrumah er liann kom til Guineu, að hann Væri á leið til Ghana. Abdoulay sendiherra sagði á blaðamannafundi í Addis Abeba, að Touré forseti hefði einnig boð- ið Nkrumah að gerast ritari Þjóð- flokks Guineu. Hann sagði, að To- uré hefði gert Nkrumah þetta boð til að sýna fram á vináttu og stuðn ing Guineuþjóðarinnar við Nkru- mah. Sendiherrann greindi ekkx nánara frá tilboði Tourés. í Addis Abeba hefur skapazt alvarlegt ástand á ráðherrafundi Einingarsamtaka Afríku (OAU) sökum ástandsins í Ghana. Fulltrú ar Guineu, Mali og Tanzaníu hafa Framhald á 15. síðn. NKRUMAH Skemmdarverk vegrta brúð- kaups Hollandsprinsessu Haag, 3. 3. — NTB-Reuter. HIÐ fyrirhugaða brúðkaup þeirra Beatrix krónprinsessu og hins fyrrverandi veslur- þýzka diplomats Claus Von Amsberg hefur vakið mikla reiði í Hollandi, og það jafn vei svo að gripið hefur verið til skemmdarverka Flaggstengur hafa verið brotnar í Amsterdam og á hús veggjum hafa blasað við app elsínurauðir hakakrossar og níð vísur um Þjóðverja. í Haag fengu margir fjölrituð visna blöð með morgunpóstinum þar sem m.a. eru ýmsar óskemmti Framhald á 15. síðu TREGÐAST VIÐ AÐ LEYSA VANDAMÁL UNGA FÖLKSINS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.