Alþýðublaðið - 10.03.1966, Side 7
Aðalfundur
Dagsbrúnar
Á efri myndinni er atriði í kvik myndinni en á Rosselini á þeirri neffri.
ROBERTO ROSSELLINI SPJALLAR
UM NÝJUSTU KVIKMYND SÍNA
Roberto Rossellini, hinn. kunni
ítalski leikstjóri, var fyrir
skömmu í París í gerfi „sölu-
manns” eins og hann orðaði það,
og varningurinn sem hann ætlar
að selja, er fimm klukkustunda
sjónvarpskyikmynd, sem ber
nafnið „Járnöldin”j.! Kivikjnynd-.
in, sem er í fimm hlutum, nær
yfir 3000 ár járnaldarinnar.
Það var fyrir ellefu árum, um
það bil sem Rossellini lauk við
að gera „Sjóferðina til Ítalíu”,
að hann hóf leit að nýjum við-
fangsefnum. Neo-realisminn^ hin
nýja raunsæisstefna, hafði runn-
ið skeið sitt til enda, og hann
vildi forðast margtroðnar slóðir
kvikmyndanna.
/
Hann eyddi fjölda ára í lestur
Og rannsóknir, og fyrir fjórum
árum lagði hann| skáldskiapinn
endanlega á hilluna,' að því er
liann sjálfur fullyrðir. Árangur-
inn af lestri sínum gerði hann
að vettvangi hinns mikla verks
„Járnöldin”, sem sonur hans
stjórnaði töku á, og hann hefur
nú þegar varið tveimur árum til
að undirbúa annað söguverk:
tólf klukkustunda kvikmyndaþátt
um „Baráttu mannsins fyrir líf-
inu”.
„Járnöldin” hefst með lýsingu
á uphafi jániiðnaðar um það bil
900 árum fyrir Kristsburð, lýsir
lífsháttum, helgisiðum, vélum og
þjóðfélagsþróun mannanna um
aldirnar. Hann kveður sig fylgja
staðreyndum í smæstu atriðum.
Búningar kaupmanna frá önd-
verðri járnöld eru gerðir eftir
veggmyndum, einkum frá Tar-
quinia. Helgidansar við útfarir
og áhöld til villigaltaveiða eru
samkvæmt fyrirmyndum í gröf-
um Etrúra, og hann lét smíða
fornar, frumstæðar (vélar eftir
teikningum, sem fundust í bóka-
safni Vatilcansins.
Eins og oft vill verða í kvik-
myndum al' þessu tagi, er leikur-
inn fremur daufur. En viðfangs-
efnið er skemmtilegt. Þegar hinn
mikli arkitekt og hugsuður
fimmtándu aldar,1 Leon Battista
Alberti. talar, notar leikarinn tii-
vitnanir úr samtíma-ritverkum.
Alberti var einn af frumherjum
hins svo kallaða Renaissanee
tímabils, og hann hélt þeirri skoð
un fram, að sannur listamaður
yrði að hafa djúptæka þekkingu
á landafræði, líffærafræði, efna-
fræði heimspeki o.s.frv. og þetta er
kjarninn í viðfangsefni Rossell-
— Nú á tímum getum við flog-
ið umhverfis hnöttinn á fáeinum
k'luk'kustundum, en \llp.j Vituiij
mjög lítið um heim okkar. Við
listamennirnir og þó einkum
stjórnmálamennirnir þörfnumst
víðtækra hugmynda. Því aðeins
getum við þróað þær með okkur,
að við séum upplýstir. Þess vegna
reyni ég að upplýsa.
Aðspurður hvort þetta verkj
væri þá svo fjarlægt nýraunsæis
stefnunni, svaraði hann:
— Nei, það er eðlileg afleið-
ing þess, sem ég hef verið að
gera. Listin hefur alltaf verið
spegill siðmenningarinnar, óg
hún hefur meiri áhrif en hlut-
læg frásögn. Ég reyndi að gera
aðgengilegri og meira aðlaðandi
þær upplýsingar um framfaraþró-
unina, sem ég nam af bókum,
svo að fólk gæti skilið framþró-
unina. Ef við sýnum eingöngu
afleiðingar framfara er hætt við
ringulreið og svartsýni. Ég trúi
staðfastlega á mannlega framþró-
un. Nútíma bókmcnntir eru full-
ar af svartsýni, ef til vill vegna
þess, að svartsýni er góð söluvara,
er með öðrum orðum í tízku.
— En óttinn við atómsprengj-
una?
— Atómsprengjan er stað-
reynd. Það sem við verðum að
læra, er að skoða hana í stærra
samhengi. Það sem okkur ber að
gera, er að endurbæta hina al-
mennu hugmynd um stjórnarfyr-
irkomulag. Pólitískur hugsana-
gangur er sá sami og var fyrir
100 árum. Það sem við verðurn
að gera. er að gera okkur grein
fyrir samhenginu í þróuninni og
draga áiyktanir samkvæmt því.
— Hinn kunni ameríski rit-
höfundur, Truman Capote, hefur
breytt stíl sínum þannig, að hann
fjallar um viðfangsefnið með
raunsæi og nákvæmni blaða-
mannsins. Hann segist álíta, að
ef list rithöfundar sé felld að
tækni blaðamennskunnar —
skáldsaga, að því viðbættu, að
vera sönn — þá fáist meiri dýpt
og aukin áhrif. Hann hefur raun-
verulega framkvæmt kenningu
sína í síðustu bók sinni, sem lýsir
ruddaiegu morði á amerískri fjöl
skyldu. Teljið þér þetta stefna að
auknu raunsæi og upplýsingu?
— Ég held það. Og ég held, að
venjulegt fólk sé mjög opið fyrir
fræðslu og upplýsingu'm, ,sem,
eru fram bornar í vönduðum um-
búðum. Fólk gengur með þær
grillur, að vegna þess, að einhver
er eint'aidur, hljóti hann að vera
heimskur. Það var skemmtiiegt
að komast að raun um, að vin-
sælasta atriði franska sjónvarps-
ins, isem sýndi ýmsa þætti í
frönskumælandi Afríku, var leik-
rit eftir Corneille. Og vinsælasta
myndin var „Alexander Nevsky”.
Ég vil koma af stað hreyfingu í
þessa átt meðal leikstjóra.
Ag lokum sagði Rossellini:
— Það er engin ástæða til þess,
að við höfum ekki eins mikil
tengsl við framtíðina og fortíð-
ina. Skilningur á framþróun mun
hjálpa okkur til að horfast í augu
við framtíðina.
Aðalfundur Verkamannafélags
ins Dagsbrúnar var haldinn i
Iðnó sl. sunnudag. Formaður fé
lagsins Eðvarð Sigurðsson flutti
skýrslu stjórnár um starfsemi fé-
lagsins á liðnu ári. Á starfsárinu
gengu 207 manns í félagið, en 51
félagsmaður lézt á árinu og heiðr
uðu fundarmenn minningu þeirra
með því að rísa úr sætum.
Heildaraukning sjóða félagsing
varð á árinu kr. 3,089.321,00 þar
af varð tekjuafgangur Styrktar-
sjóðs Dagsbrúnarmanna kr. 2.457
442,00.
Bókfærðar skuldlausar eignir
sjóða félagsins námu í árslok 12,S
milljónum króna, þar af er eign
Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna
7,4 milljónir króna.
Á árinu fengu 262 félagsmenn
greiddar bætur úr Styrktarsjóðl
Dagsbrúnarmanna og námu þær
samtals 1,7 millj. króna. Heild-
arbótafjárhæðin hefur hækkað frá
árinu áður um 34%.
Að lokinni skýrslu formanns*
voru reikningar félagsins lesnir
upp og samþykktir.
Fundurinn samþykkti að árgjald
félag'manna fyrir árið 1966 skuli
vera kr. 1000,00.
Viðræður hafa farið fram miili
fulltrúa Verkalýðsfélagsins Esjvi
og Dagsbrúnar um sameiningu fé
laganna, en félagssvæði Esju nær
yfir Mosfellssveit, Kjalarnes og
Kjós. Aðalfundurinn samþykkt*
fyrir sitt leyti að félögin sarnein
ist og félagssvæði Dagsbrúnar
stækki þannig að það nái yfir fé
lagssvæði Esju.
Varðandi alúmínsamningana var
eftirfarandi tillaga frá stjórn fé
lagsin- samþykkt samhljóða:
„Aðalfundur Verkamannafélags
ins Daesbrúnar haldinn 6. niarz
1966. lvsir yfir fullum stuðhinvi
við álvk+un miðst.jórnar Albffðu-
sambands íslands varðandí fýrir
bueaða alúminverksmiðju í
Straumsyík.
Fundurinn skorar á alla albvðu
að rnúast. einhuga geen bví. . <V
erlend auðfélög nái tangarhaldi á
at.vinnurekst.ri á íslandi."
Eftirfarandi tillaga frá Tryggva
Emilssvni og Sigurði Guðnásvui
var samþvkkt. með öilum greidd
um atkvæðum gegn 4:
„Fundur í Verkamannafélaginu
Dagsbrún haldinn í Iðnó 6. marz
1966 mótmælir eindregið frum
varni bvi um bruggun og sölu á
fengs öls, sem nú liggur fvrir
hinu háa Albingi og skorar á háft
virta alþingismenn að fella það.‘*
Á fundinum var lýst stiórnar
kjöri, sem fram fór í janúar sl.
Framboðsfrestur va,- úti-unninn
14. janúar og hafði þá aðeing
ein tillaga borizt um stjórn og
aðra trúnaðarmenn félagsiiis, til
laga unpstillingarnefndar og trún
aðarráðs. Stjórn félagsins varð því
'■jálfkjörin, en, hana skipa:
Formaður, Eðvarð Sigurðsson,
varaformaður. Guðmundur J. Gnð^
mundsson, ritari, Tryggvi Emils
Framhald á 10. síffu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. marz 1966 f