Alþýðublaðið - 10.03.1966, Page 8
Renedikt Árnason, leikstjóri, Ingileif S, Haraldsdóttir, Pétur Gunnarsson, Halla Hauksdóttir, Gísli
Benediktsson. Pétur Lúðvígsson, Þórhallur Sigurðsson, Katrín Fjeldsted, Jón Örn Marinósson, Gun-
illa Skaptadóttir.
r.
um Herranætur mætavel. Enskar
eða amerískar stofukómedíur sem
stundum eru valdar til sýningar
reynast leikendum miklu erfiðari
viðfangs en veita þeim engin sam
bærileg tækifæri að njóta sinnar
eigin leikgleði í sýningunni; það
an af siður var von til þess að leik
in og leiftrandi fyndni Oscars
Wildes nyti sín að nokkru gagni
í meðförum þeirra. Um The Im
portance af Being Earnest segir
einhversstaðar að aldrei fari hjá
þvi að leikurinn veki hlátur; hitt
sé vandi leikenda og leikstjórans
að rtilla honum í hóf svo að áheyr
endur séu ekki úttaugaðir og
lémagna menn löngu áður
en leikurinn sé allur. Á þetta
reyndi nú til engra muna á
Herranótt, þó skylt sé að geta
þess að henni var virktavel tekið
eins og vandi er til. Hitt þarf leik
nefnd Menntaskólans að gera upp
við sig hvort hún lætur sér nægja
að skemmta nemendum skólans
og vandamönnum þeirra — eða
hvort hún ætlar sér meiri hlut
í leiklistarlífi bæjarins. Það verð
ur aldrei með verkefnavali sem
gerir kröfu til fullkominna at-
vinnumanna til að njóta sín með
nokkrum rétti.
Af leikendum að þessu sinni er
einkum að geta Þórhalls Sigurðs
sonar, sem áður hefur vakið at-
hygli á Herranótt; hann lék Al-
gernon Moncrieff með æði-mikilli
en ótaminni kimni. Pétur Lúðvíks
son lék John Worthing, kumpán
hans í kvennamálum, og stóð sig
einnig allvel; en elskurnar þeirra,
Gunilla Skaptason og Halla Hauks
dóttir, voru æðimiklu þvingaðri á
sviðinu. Ingileif Haraldsdóttir var
Lady Braeknell, Jón Örn Marinós
son Chasuble prestur, Katrín Fjeld
sted Prism kennslukona; af þess
um þótti mér Katrín ná mestum
svip á sitt hlutverk. Hún kom nátt
úrlega fyrir á sviðinu; hinum virt-
ist báðum uppálagt að reigja sig
og pata, líklega til að sýna að
þau væru nú virkilega svo göm
ul sem á grönum mætti sjá. Slíkir
tilburðir/ geta vakið hlátur, en
full-einfaldur er þessi leikstjórn
armáti, jafnvel þó unglingar eigi
í hlut. Þá eru ónefndir Pétur
Gunnarsson og Gísli Benediktsson
sem léku þjónana tvo, Lane og
Merriman, og var það tíðinda-
laust.
Bjarni Guðmundsson hefur þýtt
leikinn og heyrðist mér þýðing
hans einkar lipurleg. En leikur
inn er sem kunnugt er svo fynd
inn að nafn hans verður ekki einu
sinni lagt út á önnur mál. Leik
tjöld Björns Björnssonar eru lag
legt verk. — Ó.J.
SJgurður Ó. P
SÁLARFR
Ég fæ ekki betur séð en sál
arfræðin sé heldur en ekki að
gera rúmrusk hjá .ýmsum rit
höfundum dagblaðanna í
Reykjavík, á þessum síðustu
og verstu tímum.
Skrif þeirra, sumra hverra,
eru orðin svo hásálfræðileg,
að mann setur liljóðan gagn-
vart slíkri hyldýpis vizku.
Hinsvegar er sálarfræðiþekk
ing þessara liöfunda óneitan
lega dálítið þröng, svo það
'hvúrflaj' að manni; að þeir
séu ögn farnir að ryðga í pen-
suminu. Það kemur sem sé í
ljós, að þessir ágætu rithöf
undar virðast ekki þekkja
nema eitt sálarfræðilegt hug
tak. En það virðist ekki koma
að sök. Þeir nota það bara
þeim mun meira. Þetta hugtak
er minnimáttarkennd.
Undir þessa einkennilegu
tegund af minnimáttarkánnd
flokka þessir sérstæðu sálsýk
isfræðingar allar þær mannleg
ar hugsanir, sem þeim þóknast
að láta sér ekki geðjast að
Enda er nú svo komið að venju
legur maður má Iivorki æmta
né skræmta á prenti, eða í út
.wvvwwvwwwvwwvvwvwwvw
á
kerra íótt Menntaskólans 1966:
$UNBURY eða THE IMPORT-
ÁNCE OF BEING EARNEST.
Gamanleikur í þremur þáttum
l
eftir Oscar Wilde.
Þýðandi: Bjarni Guðmundsson
Leiktjöld: Björn Björnsson
Leikstjóri: Benedikt Árnason
Hætt er við að það hafi verið
misráðið af leiknefnd Menntaskól
ans í Rcykjavík að flytja sig með
Hejrranctt sína í Þjóðleikhúsið,
Það er of mikið á leikendur lagt
að leika á svo stóru sviði, fyrir
svo stóru hú.i, enda virtist leik
ur þeirra óvenju þvingaður í þetta
skipti, þokki leiksins með minnsta
móti á Herranótt. Benedikt leik-
stjóri Árnason hefur átt óvenju
lega erfitt verkefni við að fást,
en viðvaningssvipur sýningarinn
ar var líka óvenju einráður þessu
sinni, ankannabragur með mesta
móti á fasi og framgöngu lcik
enda og framsögn einatt öldungis
ófullnægjandi; þrásinnis náði
ræða þeirra alls ekki niður
í salinn. Einfalt svið og ytri
búnaður hæfa slíkum sýningum
bezt og leyfa þeim líka að njóta
sín til mestrar fullnustu; sjálf-
sagt væri æskilegast að leiksýn
ingar Mennta,‘kólans gætu farið
fram innan hans eigin veggja.
Slík væri að vísu frágangssök í
núverandi húsnæði skólans hvað
sem síðar verður. En það er leið
inlegt afspurnar að ekki skuli
lengur unnt að rýma til fyrir
Herranótt í Iðnó þar sem hún
hefur átt inni í meira en fjöru
tíu ár, allan þann tíma vinsæll
og velmetinn þáttur í leiklistar-
lífi bæjarins.
Að þessu sinni var viðfangsefni
einnig valið af óvenju lítilli fyrir
hyggju. Klassískir gleðileikir hafa
til þessa gefizt íangbezt á Herra
nótt, djp hér sem þeir sjást ekkí
ellegarj verður hún fyrir vikið vel
komimj þáttur leiklistarlífsins;
einnig'í mætti ætla að gömlu ís-
lenzku? leikritin, sjálf skólaleikir
i upphafi, mundu hæfa leikend-
Katrín Fjeldsted, Pétur Lúð ríksson og Örn Marinósson.
8 10. marz 1966 - ALþÝÐUBLAÐIÐ