Alþýðublaðið - 10.03.1966, Qupperneq 9
300 ár f rá fæðingu
Jóns Vídalíns
Á þessu ári eru réttar þrjár
aldir síðan Jón biskup Vídalín
fæddist. Hann hefur orðið lang-
lífari í landi sínu en flestir aðrir
og átt ríkan þátt í kristnihaldi
kynslóða. Þarf ekkí að færa rök
að því í bréfi þessu, að hlutur
hans sem kenniföður í kirkju
vorri er gildur og veigamikill.
Sem dáður meistari hins heilaga
orðs hefur hann staðið næstur
sírá Hallgrími Péturssyni og Vída
línspostilla er ein þeirra bóka,
seni sízt munu þykja í völtu sæti
meðal sígildra rita íslenzkra.
Auðsæ er sú ræktarskylda, að
kirkja vor og þjóð minnist meist
ara Jóns á þessu afmælisári. Þvk
ir mér vel fara á því, að það verði
gert á þeim sunnudegi, sem næst
ur er fæðingardegi hans, en hann
fæddist 21. marz 1666. Ég hef því
ákveðið að óska þess, að minning
Jóns biskups Vídalíns verði gerð
í öllum kirkjum landsins sunnu
daginn 20. marz, en það er sunnu
dagur 1 miðföstu. Guðspjöll þess
dags gefa tilefni til að hugleiða
hvernig þjóð vor hefur notið misk
unnar Guðs og fyrir kraftaverk
fengið að halda lífi og andlegri
réisn. ,,Brauð Guðs, sem stigur
niður af himni og gefur heimin
um líf“ (Jóh. 6, 33) hefur verið
styrkur hennar, sá Drottinn, sem
mettaði mannfjöldann í auðninni
til merkis um, að hann er sjálfur
brauð lífsins og hin eilífa svala
lind, hefur verið með oss. Um það
ber minning slíks höfuðsnillings
í flutningi Guðs orðs sem Jón
Vídalín var ríkulegt vitni. Og jafn
framt vitnar hann fyrir þjóð vorri
nú að þótt hagir séu breyttir og
öldin önnur á flesta grein, er líf
ið sanna hið sama, og þar að finna
sem áður. Jesús Kristur er hinn
sami í gær og í dag og um aldir.
Þá væri og vert að minnast
þess að sá staður, sem lífsstarf
Jóns biskups Vídalíns var bundið
við, Skálholt, er enn skammt kom
ið á vegi þeirrar viðréttingar, sem
minningar þess jafnt sem nauðsyn
heilagrar kirkju í nútíð og fram
tíð krefjast. Þótt þjóðin ætti einsk
is að minnast í sambandi við Skál
holt annars en þess, að þar sat
meistari Jón, þar samdi hann bæk
ur sínar þar hvíla bein hans, væri
samt mikið vangoldið, ef skuldin
væri réttilega metin og ,hin hjart-
kæra móðir" hans og vor, „kristi
leg kirkja Guðs á íslandi", mætti
njóta hans til nokkurrar hlítar
með þeirri kynslóð, sem fyrst Í9
lenzkra kynslóða lifir við almenn
ar allsnægtir. Ólíklegt er, að neinn
geti dregið það í efa að sú hug-
sjón og viðleitni að gera Skál-
holt að miðstöð kristinna mennta
í landi voru, sé í samræmj við
ævistarf Jónc biskups og í hans
anda og stefni í þá átt, sem hann
Framhald á 10. síðu.
álsson:
ÆÐI
HUGTAKAFÖLSUN
varpi, án þess að fá þann dóm
hjá sálkönnuðum þessum að
hann sé haldinn af þessum
voðalega sjúkdómi, sem hefur
ef trúa má skrifum þeirra, hel
tekið mikinn hluta þjóðarinn-
ar.
Dæmi: Kunningi minn hér
að austan vogaði sér að hnýta
í Stórreykjavíkurvaldið í Mogg
anum hér í vetur.
Sálsýkisfræðingar blaðsins
voru aldeilis ekki lengi að
sjá, hvað að manninum gekk:
Minnimáttarkennd. Nánar til
tekið: Minnimáttarkennd gagn
vart Stórreykjavík.
Annað dæmi: Þegar Aust-
firðingar vilja bræða og salta
þá síld sjálfir, sem veiðist á
miðum þeirra og koma þann
ig fótunum undir atvinnulíf
í þessum landrvelta landsfiórð
ungi er orsökin minnimáttar
kennd gagnvart Stórreykjavik.
Hamingjan gefi okkur sem
mest af þessum ágæta komplex.
Þriðja dæmi: Sex hundruð
ungir menntamenn hafa sýnt
af sér þá virðingai-verðu rögg
semi að undirrita áskorun þess
efnis að sjónvarpið á Keflavík
urflugvelli verði takmarkað
við herstöðina eina.
Út af áskorun þessari hafa
spunnizt all miklar umræður
og ýmsir hugsuðir hafa látið
ljós sitt skína.
í þeim hópi er rithöfundur
einn, sem kallar sig BRS. Hann
hefst upp með skætingi í A1
þýðublaðinu í þætti Hannesar
á horninu þann 15. febrúar.
Og sálarfræðiþekkingin stend
ur ekki í karli þeim, frekar
en ýmsum öðrum. Hann er
ekki lcngi að sálgreina þessa
600 ungu menntamenn.
Orðrétt segir þessi vhinda
maður:
,.Nei góðir hálsar. Við skul
um ekki verða uppnæmir fyr
ir þessum upphlaupum manna
sem þjást af ólæknandi minni
máttarkennd, vegna þess að
þjóðin er fámenn og afskekkt."
Það er sælt að geta afgreitt
málin svona einfaldega og '■lá
andi. Hér er ekki verið að
burðast með neinar efasemdir.
Það er ekki verið að velta vöng
um yfir hlutunum eða eyða
tfmanum í að hugsa. Nei, hroka
fullum sleggjudómi er slengt
fram og það á stundinni. Þessi
sálsýkisfræðingur veit ekki að
eins, hvað er að þessum 600
menntamönnum, heldur veit
hann líka að sjúkdómurinn er
ólæknandi og lumar þar að
auki á vitneskjunni um það,
af hverju hann stafar.
Minnimáttarkennd, minni-
máttarkennd. Mikið má maður
þakka fyrir meðan svona spá
menn ná sér ekki í hugtök eins
og sadismi og ofsóknarbrjálæði
til að veifa í kringum sig. Þeir
yrðu þá ekki lengi að frelsa
heiminn.
Hverjum er verið að þjóna
með svona hugtakafölsun? Spyr
sá sem ekki veit. Af hverju
vil.ia þessir menn ekki ræða
málin vig skoðanaandstæðinga
sína?
Það er haldlaust til lengdar
að lemja í kringum sig með
hugtökum úr fagmáli, þegar
þau eru notuð þannig. að hvert
barn sér að sá sem notar þes=i
hugtök, veit ekki hvað þau
merkja.
Sigurður Ó. Pálsson.
Auglýsing frá verzlunínni Ýr
Skyndisala
hófst í morgun.
Notið tækifærið og gerið góð kaup.
TR
tt-e rz i-xj2sri3sr
Grettisgötu 32.
ALLT A SA MA STAÐ
DA GL EGA -4
NÝJAR
VÖRUR ',Mm
Bílamottur í miklu úrvali.
Þvottakústar.
Aurhlífar á flesta bíla.
Bílalyftur og
verkstæðislyftur.
Plastáklæði í miklu úrvali.
Rúðulistar og béttigúmmí.
Vatnslásar í margar gerStr bíla.
Rafgeymasambönd
Flestar stærðir
Rúðuuppbalara, bandföng, stýring-
ar og hurðarhvílur.
Verzlið þar, serti úrvalið er
mest og verðið bezt.
::
MUUUiWW%mMUMMWUmHMVMMWVUMMMUUUiMt1MUUMMMMMVM4VMMMUnVWW4
Egill ViEhjálmsson h.f.
LAUGAVEGI 118 — SÍMI 2-22-40
Sanhkepprti um merki
Iðnsýningarinnar 1966
Athugið að skila þarf hugmyndum að mcrki
Iðnsýningarinnar 1966 fyrir 21. marz n.k.
og að þeim ber að skiía á pappír, sem er
um það bil 20x30 cm að stærð.
Auglýsingasími
ALÞÝÐUBLAÐSINS
er 14900
ALÞÝÐUBLAÐID - 10. marz 1966