Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 11
Fram mátti þakka fyrir
bæði stigim gegn KR
FRAM, sem eitt I. deildarliðanna
er taplaust til þessa komst í veru-
lega taphættu í leiknum við KR,
ibotnliðið í deildinni á þriðjudags
kvöld. KR hafði betur í fyrrl hálf
leik, 11:10 og það var ekki fyrr
en á síðustu mínútunum, að Fram
tryggði sér sigur, 23:21.
Leikur FH og Vals varð aldrei
spennandi, FH hafði yfirtökin svo
að segja frá upphafi og vann ör-
uggan sigur, 28:21.
FRAM - KR. 23:21 (11:10).
Framarar skoruðu fyrst, en KR
jafnaði, síðan komst Fram í 5:1
og flestir hafa sjálfsagt reiknað
með yfirburðasigri Reykjavíkur-
FH sigraði Vail auðveld-
ilega 28 gegn 21
meistaranna, en raunin varð önn-
j ur. KR barðist vel (eins og KR-
I ingar gera alltaf) og þegar fyrri
hálfleikur var hálfnaður, var jafn
tefli, 6 gegn 6. Og KR gerði bet-
ur, komst í 10:8, en í hléi munaði
einu marki, 11:10. í marki KR
lék fyrirliði knattspyrnulandsliðs-
ins, Ellert Schram, og stóð sig
l með ágætum, varði m. a. vítakast
| frá Gunnlaugi Hjálmarssyni.
Síðari hálfleikur var ekki síður
Keppni var mjög skemmti-
leg á sundmóti skólanna
Hið síðara sundmót skólanna
1965—1966 fór fram í Sundhöll
Reykjavíkur 3. marz sl.
Alls kepptu 19 sveitir frá 10
skólum.
Meðal þeirra voru skólar frá
Selfossi, Hveragerði, Keflavík og
Akureyri.
Stigakeppni í sundgreinum
vann sveit Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar í Rvík., en stigakeppni
sundgreina pilta vann sveit
Menntaskólans í Reykjavík.
Boðsund stúlkna (skriðsund)
vann sveit úr Gagnfræðaskóla
Selfoss en boðsund pilta vann
sveit Menntaskólans á Akureyri.
Árangur var góður í öllum
greinum. Matthildur Guðmunds-
dóttir jafnaði í baksundi met
Auðar Guðjónsdóttur úr Gagn-
fræðaskóla Keflavíkur.
Röð skólanna var þessi:
Stúlkur:
1. Gagnfræðask. Austurb., Rvík.
Kramh. á 13. síðu.
spennandi, en sá fyrri. KR-ingum
gekk vel til að byrja með og
nokkrum sinnum náðu þeir 2ja
marka forskoti. Framarar fóru
samt aldrei úr jafnvægi og jafnvel
þó illa liti út, reyndi liðið ávallt
að finna veika bletti í vörn og
þegar það tókst, þá fyrst var skot-
ið. Aftur á móti voru KR-ingar
taugaóstyrkir í köflum og misstu
boltann fyrir vikið. Einnig var
oft skotið að marki Fram í von-
lausu færi. Fram tókst ekki að
tryggja sér bæði stigin fyrr en
á síðustu mínútu leiksins. Þegar
rúm mínúta var til leiksloka, var
staðan 22:21 fyrir Fram og þá skor
aði ungur nýliði í liði Fram, Frí-
mann að nafni, mark af línu og
þá má loks segja, að sigurinn hafi
verið bókaður.
í lið Fram vantaði Þorstein
Björnsson, landsliðsmarkvörð og
það munaði miklu, því að mark-
varzlan var í molum. Landsliðs-
mennirnir Gunnlaugur, Guðjón
og Sigurður voru frekar slappir,
en Guðjón þó beztur. Gylfi kom
mest á óvart í liði Fram og gerði
mörg ágæt mörk.
Hjá KR var Karl lang beztur,
en Reynir Ólafsson, sem aftur lék
með KR átti góðan leik, áður
höfum við minnst á Ellert í mark-
inu. Sigurður Óskarsson var
sterkur í vörn og sýndi góð til-
Kramhald á 15. síðu
Stefán Sandholt, Val á í hörkubaráttu við vörn FH. Ilann hafðl
betur og skoraði.
Velheppnað hand-
knattleiksmót iðnn.
Um síðustu helgina í febrúar
fór fram á ísafirði fyrsta lands--
mót iðnnema í handknattleik. Mót-
ið fór fram í iþróttahúsi staðar-
ins. Iðnnemasamb. íslands ásamt
félagi iðnnema á ísafirði sá um
undirbúning og framkvæmd móts
ins. Keppt var um mjög veglega
styttu er Vélsmiðjan Þór á ísafirði
gaf til að keppa um. Fimm félög
sendu lið til keppninnar. Mótið
hófst kl. 2,00 á laugardag og voru
leiknir sex leikir þann dag. Á
sunnudag var mótinu haldið á-
fram og þá leiknir fjórir leikir.
Úrslit mótsins urðu þau að lið
járniðnaðarnema varð Iðnnema-
meistari á þessu fyrsta lands-
móti iðnnema og hlaut 7 stig.
; Annað í röðinni varð lið Húsa-
smíðanema með 6 stig, þriðja lið
Prentnema með 4 stig. Mótinu
Þessi mynd er frá leik FII og Vals. Árni Guðjónsson, IIF hefur fengið góða sendingu á línu og skorar.
Janne Stefansson sigraði í Vasa
skíðagöngunni í 5. sinn í röð á
sunnudaginn. Hann gekk hina
85 km. löngu vegalengd á 5 klst.
52 mín. og 38 mín. og 38 sek.
Keppendur voru 6597.
Tékkóslóvakía sigraði Austur-
ríki 22-19 í undankeppni HM
í handknattleik á sunnudag.
lauk með veglegu hófi í IOGT-
húsinu þar voru afhent verðlaun.
Þakkaði Gylfi Magnússon formað
ur Iðnnemasamandsins gefendum
hins glæsilega verðlaunagrips gjöf
FramhaUl á 10. síðu.
ÍR, Víkingur og ||
Þróttur líklegir
sigurvegarar í
II. deild
Á mánudag léku Viking-
ur ÍR í 2. deild íslands-
mótsins í handknattleik. —
Leikurinn var mjög skemmti
legur og spennandi frá
fyrstu til síðustu mínútu. í
hléi var jafnt, 7 gegn 7,
en á síðustu mínútunum
tókst Víkingum að ná yfir
höndinni og sigra með 18
gegn 16. Keppnin er mjög
spennandi í II. deild. Vík-
ingur, ÍR og Þx-óttur hafa
mesta möguleika á að sigra
og flytjast upp í I. deild, öll
liðin hafa tapað leik í
fyrri umferð og síðari um-
ferð sker úr um það, hver
sigrar. §
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. marz 1966 U