Alþýðublaðið - 15.03.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Side 8
Jafnaðarstefnan á sér glæsta framtíð Ávarp Erlings Dinesens, verkalýðsmálaráðherra Dana FYRIR hönd danska ALþýðu- flokksins óska ég Alþýðuflokknum á íslandi hjartanlega til ham- ingju með fimmtíu ára afmælið. F.innig flyt ég beztu kveðjur frá flokksformanni okkar, Krag for- sætisráðherra, sem ekki sá sér fært að koma hingað nú, en er hins vegar væntanlegur til lands- ins innan skamms í öðrum erinda- gerðum. Ég vil ennfremur af heil- um lnig þakka þá samvinnu, sem verið hefur milli flokka okkar í ára tugi, enda þótt við höfum ekki haft dagleg samskipti okkar á milli. Hvað mig sjálfan varðar, þá er þetta í fyrsta skipti, sem ég kem hingað til lands, en vegna starfs míns hef ég í áraraðir haft sam- band við ísiand. Ég á marga góða vini hér og hef ailtaf óskað þess, að mér veittist’ tækifæri til að koma hingað. Þess vegna er ég þakklátur fyrir boðið. Mér er vel ljóst, að vérkalýðs- hreyfingin hefur þróazt á annan hátt hér á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hér hefur einn- ig verið um að ræða pólitíska klofninga í ríkari mæli en þar. í Danmörku er málum þannig háttað, að kommúnistar og slíkir hópar hafa mjög lítil áhrif, og Al- þýðuflokkurinn fékk við síðustu kosningar yfir milljón atkvæði, — hæstu atkvæðatölu, sem við höf- um nokkurn tíma fengið. Ég viðurkenni fúslega, að ís- lenzkar aðstæður eru mér lítt kunnar, en áður en ég lagði upp í ferðina hingað, las ég nokkrar blaðagreinar; sem við höfum varð veitt of sögulegum ástæðum. 7. maí 1918 dvaldist Ólafur Friðriksson í Danmörku. Hann sagði, að ekki væri að undra, þótt ísland hefði ekki fyrr eignazt Al- þýðuflokk. Velgengni kapítalism- ans á íslandi væri rétt að bvrja, síðustu árin hefðu vélbátar og tog- arar leyst opnu bátana af hólmi. Hann sagði einnig frá Alþingis- kosningunum 1916, þegar þið buð- uð fram 8 menn og fenguð einn kjörinn í Reykjavík. Hann lýsti því yfir að ekki aðeins verkamenn og sjómenn heldur einnig bænd- ur mundu hafa hag af sigurgöngu Alþýðuflokksins. Ég hef einnig fengið tækifæri til áð lesa hluta af síðusfu ræðu Jóns Baldvinssonar, — ræðunni, sem hann flutti 13. febrúar 1938. Skömmu síðar veiktist hann og náði ekki fullri heilsu eftir það. í ræðunni segir m. a. svo: ,,Eðli verkalýðsbaráttunnar er ekki uppþot, æsingafundir og æv- intýramennska, heldur markviss og þrotlaus barátta fyrir málefn- inu sjálfu. Alþýða íslands er and- víg hugsunarhætti kommúnista, og liann mun aldrei sigra í þessu landi með vilja og stuðningi henn- ar. Hættulegasta ævintýri, sem íslenzk alþýða getur ratað í, er að fylkja sér undir merki Moskvu- kommúnista og berjast með þeim. Undir því merki mun hún bíða afhroð og falla.” Ég hygg, að orð hans séu í fullu gildi enn í dag. Ég hef lesið um aukaþingið 1937, þegar kommúnistum var skil- yrðislaust vísað á bug, og sú stefna mörkuð, að flokkurinn skyldi vera lýðræðislegur jafnaðarmannaflokk- ur og hafa samvinnu við bróður- flokka sína á hinum Norðurlönd- unum. Ennfremur vil ég minna á það, som Stefán Jóhann Stefánsson skrifaði 3. janúar 1940 : ,,lslendingar eru í hópi þeirra þjóða, sém á undanförnum árum hafa komið á fót og eflt lýðræðis- legt þingí-æði, sem tryggir, að allir þegnar þjóðfélagsins fái sama tæki færi til að njóta liæfileika sinna, og standi, fyrir tilstilli hins op- inbera, jafnfætis í lífsbaráttunni. Það er þess vegna ósk og von ís- lendinga, og ekki livað sízt Al- þýðuflokksmanna, að þessi styrj- öld verði til lykta leidd á þann Dinesen hátt, að hið norræna þingræði haldi velli, og norræn samvinna milli fimm fullvalda og þjóðfélags- lega hátt þróaðra þingræðisríkja verði ekki hindruð í eðlilegri þró- un sinni”. Meðan á styrjöldinni stóð urðu ríki okkar aðskilin í fleiri en ein- Um skilningi, án þess þó að hin góða samvinna milli flokka okkar skaðaðist. 9. september 1946 var gerður samningur milli íslands og Dan- merkur. Ég hef séð gerðabók þessa fundar og er þar alls staðar fjall- að um tímabær vandamál. 9. atr- iði hennar fjallar um afhendingu íslenzku handritanna. Ég mun ekki fjölyrða um það mál, aðeins láta í ljós þá ósk, að málið muni fljót- lega leysast. Ég vil þó bæta því hér við, að eftir að þjóðþingið hafði samþykkt afhendingu handrit- anna, gerðist það, eins og kunn- ugt er, að Árna Magnússonar- stofnunin höfðaði mál á hendur danska menntamálaráðuneytinu og krafðist þess, að lögin yrðu dæmd ógild. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, verður málið tekið til meðferðar í Östre Lands- ret dagana 18., 19. og 21. apríl á þessu ári, en hvað sem niðurstöðu dóinsins líður, má benda á, að mál- inu verður vísað til hæstaréttar. Samt vona ég, að málið verði til lykta leitt með þeim árangri, að samningurinn milli íslands og Danmerkur verði staðfestur. Ég hygg, að það muni stuðla að aukn- um menningartengslum milli landa okkar. Nú þegar er stað- reyndin sú, að margir íslendingar stunda nám við danska skóla, há- skóla og aðrar menntastofnanir, og stafar það ugglaust af því, að dönsk tunga er fyrsta málið, sem íslenzk skólabörn læra. Ég álít. að það sé mjög mikilvægt, að við á þennan hátt styrkjum þá norrænu samvinnu, sem öll Norðurlöndin firinn hafa fyllsta hug á að fram- kvæma á öllum hugsanlegum svið- um. Sá tími nálgast nú óðum, þeg- ar danski Alþýðuflokkurinn getur haldið hátíðlegt hundrað ára af- mæli sitt. Við höfum árangurs- ríka þróun að baki okkur. En það er trúa mín, að Alþýðuflokkar allra Norðurlandanna eigi sér glæsta framtíð. Sú tæknibylting, Framhald á 15. síð” HAFIÐ ER HJALLUR BEGGJA TJÖÐA Avarp Peter Mohr Dam, formanns jaf naða r ma n naf lokks Færeyja Kæru flokksbræður og frændir! Færeyski jafnaðarflokkurin er mikið ánægdur með að hafa fing ið tækifæri að senda mann hingað til Islands að taka tátt i fimm- tiáraminriingarhaldi Altýðuflokks- ins. Fyrir mina hond og Fproya javnaðarflokksins færi ég Altýðu- flokkinum hjartanlegustu takkir fyrir, að hann einnig hefur boðið minsta bróður sinum að vera i tessari miklu fagnaðarveizlu. Færeyskir jafnaðarmenn takka Altýðuflokkinum fyrir samuð og bræðralegt samstarf og óska hon- um hamingju góða og ljósa fram- tið og sigursæla. Hvorki islendski altýðuflokkur- in né færeyski jafnaðarflokkurin eru fjplmennir, en hugsjn teirra hefur tó haft mikil áhrif á stjórnarlif landsins. Ég minnist fyrsta sinni, ég var á Islandi. Tað, sem tá veldi mér allstóra undrun, var, að ihalds- flokkarnir á Islandi vóru að sumu leytj farnir lengra til vinstru enn ihaldsflokkarnir í 0ðrum londum. En mér varð fljótt Ijóst, að tessi rekstur til vinstru stafaði af póli- tikki Altýðuflokksins. Tað vóru krpfur altýðumanna og stæða fjpldans, sem havdi rekið tá til að bíta grasið og fremja m0rg and- | stæðingarmál, sem vóru að vinna i fólkið, heldur enn að missa stjórn arvaldið. Svona eru teir sócialist- isku flokkarnir allan timan saltið og vakstrarkrafturinn i stjórnmál um landsins, hvort teir eru stjórn- flokkar eða sita sem andstæðing- ar. Við eru næstu skyldmenn við islendingar og hafa að mórgu leyti lilotið spmu forl0g: Vinnu- báráttan er sú sama. Ilafið er hjallur beggja tjóða. Islendska og færeyska tungumálið svipast svo mikið. að islendingar og færeying- ar géta án erfidleika skilið hvor annan i ræðu og riti. Og gegnum margar 0ldir hafa tessar smá tjóð- ir lifað á sama menningar grund- velli. En ovar og auk tessum skyld- leika og forlógsfélagsskapi velcs nu framm alheimssamtpk á sócial- istiskum grundvelli tvert yvir 011 landamæri og hnytir tjóðirnar enn fastari saman. I takklæti og góðum vinarhugi óskar færeysku jafnaðarmennirn- ir mjpk gjarnan að fá leyvi að afhanda Altýðuflokkinum tessa mynd úr Færeyjum með við einu sinni enn að óska flokkinum hjart anlegastu hamingju með fimmti ára afmælir með nyum glæsilegum takm0rkum. PETER MOHR DAM 8 15. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.