Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 9
FRAMTÍÐARVERKEFNIN ERU í ÞRÖUNARLÖNDUNUM ✓ Avárp Alberts Carthys frá Alþjóðasambandi jafnaðarm. Hér fara á eftir kaUar úr ávarpi Alberts Carthy, að- alritara Alþjóðasambands jafnaðarinanna, en ávarpið flutti hann. á hátíðafundinum í Iðnó á laug’ardaginn. HR. FORMAÐUR, félagar í ís- lenzka Alþýðuflokknum. Mér er það sérstök ánægja að vera nú fyrsta sinn í hópi íslenzkra .iafnaðarmanna. Það er mikilvaegur atburður, sem við nú erum að minnast, — fimm- tíu ára afmæli flokks ykkar. Mér er það sérstakur heiður og á- nægja að fá að taka þátt í há- tíðahöldum ykkar og þakka flokknum ykkar dyggan stuðning við jafnaðarstefnuna. í dag hugsum við til braut- ryðjendanna og heiðrum minn- ingu þeirra. Engin fórn var of mikil fyfir þá, þegar þeir lögðu grundvöllinn að lýðræðisiégum sósíalisma. Þeir voru brautryðj- endur hreyfingar, sem menn og konur í öllum löndum heims tengja nú framtíðar- og friðar- vonir mannkyns við. Þegar þeir hófu baráttu sína fyrir mann- réttindum, þ'á naut verkafóik í verksmiðjum, verkafólk til sjós og iands, ekki mannrétlinda. Brautryðjendunum getum. við nú þakkað það, að í mörgum lönd- um, þar á meðal íslandi tryggir velferðarríkið hag allra. Það er líka hluti afreka brautrvðjend- anna, að hugsjónir lýðræðisjafn- aðarstefnunnar hafa nú sett sín mörk á allar stjórnmálastefnur, — líka stefnur andstæðinga okk- ar. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki einu sinni flokkar andstæð- inga okkar. geta nú leyft sér að ganga fram hjá því sem braut- ryðjendur okkar boðuðu. Það má með öðrum orðum segja að bæði kommúnistar og íhaldsmem hafi- sfolið frá okkur .En það sýnh' okkur, að þær skoðanir, sem brautryðjendurnir urðu að líða fvrir, skoðanirnar, sem íslenzkj Alþýðuflokkurinn hefur fr'á up^ hafi verið trúr, voru réttar, — það sanna umskiptin hjá and- stæðingum okkar. Lýðræðis-jafnaðarstefnan er ekki aðeins hagfræðileg kenning, og ekki aðeins stjórnmálahreyf- ing. Heldur er þetta lífsviðhorf, —- lífsviðhorf, sem fólkið í hverju landi verður að túlka og stað- færa eftir sínum hugmyndum og skilyrðum á hver.jum stað. Þetta er ekki safn óhlutlægra hug- mynda, heldur hugmyndlr, sem feng^ið ha£a hagnýtt gi'di, í starfi, öryggí, velferð, skólum, sjúkrahúsum, réttlæti, jafn- rétti og friði og þessar hag- nýtu hugmyndir liafa loki-ð upp dyrum og skapað almenningi í öllum löndum tækifæri til að njóta félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra umbóta. Árið 1904 hélt Alþjóðasam- band jafnaðarmanrva hátíðlegt aldarafmæli sitt í Briissel. Grund völlinn lögðu evrópsku brautryðj endurnir, sem urðu að berjast við valdsstjórn, sem oft virtist óhagganlega föst í sessi. Þeir sem svo síðar komu, störfuðu í minnihluta eða samsteypustjórn- CARTHY um, eins og átt hefur ser stað hér, og oft með vaxandi verka- lýðs- og ^amv/.inuhreyfingu. Þeim hefur tekizt að koma á nýju þjóðskipulagi, þar sem frelsi, réttlæti og mannréttindi eru í hávegum höfð. En þetta hefur ekki aðeins átt sér stað í Evrópu. Boðskap urinn hefur farið víðar. Braut- ryðjendunum getum við einnig þakkað það að nokkru, að á fundinum í Briissel voru einn- ig fu'ltrúar frá Asiu, Afríku, Suð ur-Ameríku og Eyjaálfu. í þess- um álfum eru þau lönd þar sem lýðræðisjafnaðarstefnan á mesta möguleika, en þar verður próf- raunin líka erfiðust. í þessum nýju löndum cr hraðinn ekki sá hinn sami og var í Evrópu á nítj'ándu öld eða fyrri helmingi tuttugustu aldar. Þessi lönd eiga við að stríða fátækt, fáfræði, sjúk- dómaj slæma nýtingu vinnuafls og auðlinda og afbökuð hagkerfi vegna fyrri tengsla við þróuðu iðnaðarlöndin. Harðasti keppi- nautur lýðræðislega sósíalismans í þessum löndum er kommúnism inn með sína díalektísku efnis- hyggju, sín kennslukver og leið beiningabækur um skipulagn- ingu og hvernig ná skuli völd- um. Boðskapur kommúnista um skjóta og einfalda lausn allra vandamála skapar jafnðarmönn um í þróaðri löndunum ný verk efni-. Þeir verða að samhæfa krafta sína og hæfileika til að veita þessum löndum tæknilega aðstoð og hjálp án þess, að póli- tískir bögglar fylgi skammrifj- um eins og er bæði hjá kommún istum og kapítalistum. Þannig verður að aðstoða þéssi lönd til að öðlast frelsi og lýðræðit þar sem mannréttindi eru virt, og gera þeim kleift að njóta þeirrar velmegunar, sem nú er tækni- lega mögulegt að allir menn geti notið. Tækin til að n'á þessu markmiði eru fyrir hendi, og jafnaðarmei^n liafa viljann til að vinna verkið. Við, sem erum aðilar að Alþjóðasambandi jafn- aðarmanna, erum þeirrar skoðun- ar, að með sameiningu Efnhags- bandalags Evrópu og EFTA verði mögulegt að leggja af mörkum stóran skerf til að aðstoða við þróun og eflingu vanþróuðu land anna. Við, sem erum aðHar að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna fylgjum einarðlega þeirri skoðun okkar, að sameinuð Evrópa eigi að beita sér fyrir aðstoð við þessi lönd. Brauðtryðjendurnir, sem við erum að heiðra í dag mundu ekki þekkja þann heim sem brautryðjendastarf þeirra hefur skapað. Margt skortir samt enn. Margt á enn eftir að afreka. Við berjumst ekki aðeins til að skapa lífshætti og vinnuaðbúð, sem er mönnum boðleg, hvað sem líð- ur stétt, kyni, þjóðerni, litar- afti eða trú. Við berjumst fyrir frelsi mannsandans. Jafnaðarmenn geta verið stolt ir af því, hvernig flokkar þeirra hafa staðið sig, þegar þeir hafa verið í valdaaðstöðu. Ég er hreyk inn af því að það skuli hafa verið Verkamannaflokksstjórn í landi mínu, sem veitti 500 mill- jónum manna sjálfstæði í Ind- landi, Pakistan, Burma og Ceyl- on, og sem steig fyrstu skrefin á brautinni til þess að nýlendur í Afríku mættu öðlast frelsi og sjálfstæði. Þetta eru frjál'sar og sjálfstæðar þjóðir, sem ]áta að sér kveða, — valdhafarnir þar eru ekki búktalarabrúður. Þótt svo brezki verkamannaflokkurinn liafi nú aðeins nauman meiri- hluta og margt ‘á sinni könnu, Framhald á ,5. síðu FYRIR PRESSUBALLIÐ Eigum mikið úrval a£ mjög glæsilegum ame- rískum síðurn kjólum. Óvenjufallegir litir og falleg sníð. Aðeíns einn af hverri gerð. Tízkuverzfutiin GUÐRÚN Rauðarárstíg 1. sími 15077. Takið effir Takið efíir ERUM FLUTTIR ! ÁRMÚLA 18. Bifreiðaverkstæðið HEMILL s.f. Ármúla 18. — Sími 35489. DÖMUR! fyrir pressuballiS - ný sending Stórkostlegt úrval af síðum samkvæmis- kjólum. — Aðeins 1 af hverri gerð. Einnig stuttir samkvæmiskjjélar. Nýjasta tízka. Perlusaumaðar samkvæmishlússur. — Síð pils. — Samkvæmisíöskur. — Sam- kvæmishanzlnar. — Skartgripii*. Frönsk ilmvötn frá Guirlain. Hjá Báru Austursíræti 14. BAÐKER Vestur-þýzk baðker á aðeins kr. 3.495,00. Tryggið yður baðker á þessu hagstæða verði. Burstafell Byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. — Sími 38840. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. marz 1966 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.