Alþýðublaðið - 15.03.1966, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Qupperneq 16
Getið þér ekki skotið áður en þér beygið fyrir horn? — Hvað meinar þu með að koma hálffullur heim? — Það er ekki mér að kenna olskan. Ég er búinn með pen- ingana. l! — Árshátíðin var sérstak- 11 iega skemmtileg. Hversvegna ;! komst þú ekki? I; — Konan mín sagði að mig ;; langaði ekki. — Má ég kynna yður fyrir frú Jónsson. Yður finnst hún áreiðnalega skemmtileg, hún hún hefur líka gallsteina. Hann er í mjög góðu skapi núna Hann bauð „góðan daginn.“ Cíáus Tíminn. Nú er stórafmælum lokið af í bili og menn einbeita sér að því að safna kröftum fyrir næstu stór- átök, sem er px-essuballið um næstu helgi. Líklega er marzmán uður réttnefndur „skálmánuður“ vegna árshátíðanna, rétt eins og febrúar verður að kallast „mat- mánuður” vegna þorrablótanna. Annars geta menn sem hægast lát ið sér endast árið, til að liafa há- tíðlegt i mat og drykk, ef þeir eru nógu fundvísir á tilefni. Stói-afmælum hefur ekki linnt allt frá áramótum og allir hafa keppst um að óska öllum til ham- ingju og allir hafa fallizt í faðma, rétt eins og þeim hafi aldrei orð- ið sundurorða í hálfa öld. Og fram- undan eru páskar og. sumarfrí. Væi-i nú ekki rétt að staldra að- eins við og líta á hvernig tii hef- ur tekist með Iífið, það sem af er árinu, sem nú er orðið tveggja og hálfs mánaðar gamalt. Ekki er þar allt jafn glæsilegt. Við höfum t.d. tapað nokkrum landsleikjum, eða jafnmörgum og við höfum leikið, og eigum að öllum líkindum eftir að tapa mörgum í viðbót. Ekki lítur lieldur glæsilega út með heimsmeistaratitilinn. Magnúsi Jónssyni þótti að hlýða að setja lög, eða reglugerð um smygl til landsins, en það hafði lengi grasserað án viðhlýtandi lagasetningar. Mörgum af aðdá- endum Péturs sterka, þótti Magn- úsi verða á í messunni, þegar hann lögleyfði bjórdrykkju einnár stéttar í landinu, en uppálagði öðr um að beygja sig fyrir áfengislög- gjöfinni. En þetta mál er auðvitað samvaxið áfengisvandamálinu, sem f jölgar sífellt gráum hárum á höfð um eiginkvenna drykkfelldra borg- ara. En það er með áfengisvandamál ið eins og önnur vandamál, að það eru haldin urn það hundruð langra erinda, sem enginn skilur, en svo rennur upp Ijós fyrir ein- hverjum gáfumanni úti í bæ og hann skýrir málið í einni meitl- aðri setningu. Þannig varð einn góðborgari Reykjavíkur til að skýra áfengisvandamálið við kunn- ingja sinn á mánudagsmorgni nið-, ur í Austurstræti. Hann sagði: „Nú veit ég hvað áfengisvandamálið er. Það er að eiga ekki fyrir afréttara á mánudagsmorgni.” Þessum gáfaða góðborgara hef- ur að líkindum verið líkt farið og öðrum gáfuðum íslendingum, að lxann hefur í æsku lært vísu Páls Ólafssonar um lækningarmátt brennivínsins og hrifist af hinum einfalda boðskap, sem þar er að finna. En nú ei-um við komin út fyrir efnið og rétt að kippa sér á lín- una. Hvað höfum við afrekað á tveimur og hálfum mánuði ársins 1966? Sannast eð segja man ég ekki eftir neinu í bili, nema hvað Loftleiðir hafa fengið sér svo langa flugvél, að sagt er að þeir séu að leita fyrir sér um skelli- nöðrur handa flugfreyjunum. Um framtíðina verður ekkert sagt rneð neinni vissu íxú í bili. Við verðum aðeins að þreyja og vona að hún upplýsi okkur um sig eftir því sem á hana líður. Auð- vitað er útlátalaust að spá sigri yfir Dönum í handknattleik, en lionum liefur bara verið spáð svo oft án þess að eftir lxafi gengið,, að réttast mun að þegja að þessu1 sinni. r Ls pau u f . Þessi þáttur þarna í Útvarpinu, Hrepparnir keppa eða hvað hann nú heitir, — sg liann er orðinn svo leið inlégur að ég kvíði fyrir að 'hlusta á hanrx. . . OMWgjl/fov^ Það var mál tii komið að setja upp hættumerki héraa ságði kaliinn við mig í bil :túr um daginn. — Hér hitti ég kellinguna fyrst. . . , . Nú" ér lokið brúðkauþi i. þeirra Béatrix Hollandsprins ésús og þýska aðalmannsins von Amsþerg,. ■ og sjálfSágt er þungu fargi áf mörgum Höllendingum létt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.