Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 4
 Bttatjórar: Cylfl Gröndal (4b.) og Benedikt GrOndal. — Rltstíómarfull- trúl: ElBur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14803 — Auglýslngaalml: 14806. ASaetur AlþýOuhúaiB vlð Hverilsgötu, Reykjavlk. — PrentamlBJa Alþýflu UaBslna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaktB. Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl. Osamræmi MTÐSTJÓRN FRAMSÓKNARFLOKKSINS hef- ur setið á rökstólum í Reykjavík og sambykkt stjórnmál'aályktun, þar sem krafizt er þingrofs og Ikosninga. Mætti ætla, að framsóknarmenn létu fylgja slíkri kröfu sterkan rökstuðning, en því er ekki að heilsa. Þeir tyggja upp gamlam áróður og gera sig enn seka um furðulegt ósamræmi. Annars vegar ráðast framsóknarmenn á ríkis- stjórnina fyrir verðbólgu, sem þeir telja mestu meinsemd íslenzks þjóðfélags í dag. Hins vegar segja þeir ekki, hvemig þeir mundu sjálfir útrýma verðbólgunni, ef þeir fengju aðstöðu til. Þeir fela fyrir kjósendum þá stefnu, sem gæti náð því ták- marki — ef hún er þá til. Jafnframt kröfunni um stöðvun verðbólgu setja framsóknarmenn fram aðrar kröfur um stór auknar framkvæmdir, stóraukin útlán peningastofn ana, stóraukna byggingastarfsemi ríkisins og svo framvegis. Hlýtur hvert mannsbam að sjá, að þess- ar ráðstafanir mundu enn auba verðbólguna, en ekki dragia úr henni. Þannig þykjast framsóknarmenn í öðra orðinu vera á móti verðbólgu, en krefjast sí og æ ráð- stafana, sem era verðbólguaukandi. Þannig fer fyrir mönnum, sem reka ábyrgðarlausa loforðapólitík á öllum sviðum. Engum háöur EMIL JÓNSSON, formaður Alþýðuflokksins, lét svo ummælt í útvarpserindi fyrir helgina, að flokkurinn væri engum háður nema meðlimum sín- um, íslenzkri alþýðu. Þjóðviljanum líkaði illa þessi sanna yfirlýsing Emils. og í gær fullyrti blaðið, að þetta væri rangt. Alþýöuflokkurinn væri meðlimur í alþjóðasambandi jafnaðarmanna og háður því. Hélt blaðið síðan áfram og nefndi utanríkispólitík sem dæmi um fyrirskipan ■ ir alþjóðasambandsins til flokksins hér á landi. 1 Allt er þetta fjarstæða. Alþjóðasamband jafnaðar manns gefur ekki flökkum sínum neinar fyrirskip- anir, sízt af öllu í utanríkismálum. Innan sambands ins eru flokkar með ólíka stefnu í þeim málum', sum ir hlymntir hlutleysi, aðrir varnarbandalögum. Hins vegar er alkunna, að alþjóðasamtök kommúnista hafa verið sterkari en nokkur slík samtok önnur og haft meiri ráð yfir meðlimum sím Um. Hefur ekki farið framhjá neinum, hve oft ís- lenzk.ir kommúnistar hafa farið austur fyrir tjald og hver erindi þeiira hafa verið. Þeir hafa og viður- kennt opinberlega. að fyrirskipanir Komintern hafi á sínum tíma ráðið stefnu íslenzkra kommúnista. 4 16. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ tryggmg Heimllistrygging er trygging fyrir alla fjölskylduna. Hún tryggír innbúið m. a. fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Husmóðirin og börnin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin* Heimilistrygging er ódýr, kostar frá kr. 300,00 á ári. SAMVINNUTBYGGINGAR sImi ?«s«o T¥¥T K.P. B....K X % Víga-Styr skrifar um gjaldeyriseyffslu og lúxusflakk. 0 ie Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. § ic Kirkjulegt starf fyrir þjóðfélagið. Ó ic „Menntun" — og fyrirlitning á eftirvinnu. $ X oooooooooooooooooooooooooooooooo VÍGA-STYRR skrifar: „Og svona var Bjarni minn hissa allan dag- inn,“ sagði bóndinn um vinnu- mann sinn. Og nú á að hækka ferðagjaldeyri til lúxusflakkara. Þeirra gjaldeyrir er Þó fimm aura krónur. En við, sem aldrei höfum komizt til Vestmannaeyja né í Þingeyjarsýslur, hvað þá í útland- ið, verðum að sætta okkur við hálfs eyris, krónur. Svo verðum við að fara fótgangandi til Himna ríkis, af því við höfum aldrei eign azt bíl. En heiðursmenn og lukku riddarar þeysa fram hjá og ausa á okkur skít. En, „þegiðu munn- ur”. Það kostaði einu sinni 400 krónur, aS lofa Guð fyrir hæsta rétt. EITTHVAÐ ER SKRÝTIÐ við hina vísindalegu hagfræði, ef leti, oflátungsháttur og lúxusflakk eru nauðsynlegustu bjargræðisvegir þjóðarinnar. Áður var heilræðið „að biðja og ið.ia“. Og varla trúi ég þvi, að gjaldeyrissjóður bióðar- innar vaxi með því að flytia féð úr landi. Áttundi hver íslending- ur flakkar erlendis, segja skýrsl- umar þó eru þær villandi, því margir fara árlega fleiri en eina lúxusreisu. Og við erum anzi mörg sem förum hvergi, en vinnum eft ir getu að velferð föðurlandsins. „GÓÐUR er GUÐ, og víst er um það”, sagði maðurinn. Ég efast ekkert um réttlæti Guðs, mér lík- ar vel við hann, þó hann hafi flengt mig vel og rækilega. Ég efast miklu frekar um réttvísi Hæstaréttar, sem sýknaði bílstjór ann með tólf brennivínsflöskurnar. í sporum lögreglumannsins liefði ég kært, og verið móðgaður yfir dóminum. En „mér er sem ég siái hann Sturla minn á dómsdegi“, sagði gamla konan. Og allir verða að koma fyrir Efsta rétt. BRYNJÓLFUR SKRIFAR: „í dag er æskulýðsdagur kirkjunnar. Mér er vel við kirkju og kristin dóm, en líka skólarnir miður. Þar er of mikið gert að því, að kenna unglingum fyrirlitningu á erfiðis- vinnu. í augum unglingsins verður eftirsóknarvert, að horfa á aðra vinna. Þetta er slæmt, þvf vinnan skaDar verðmæti, undarstöðuna er bjóðfélagið hvílir á, öryggis'-toð- ir þess. I EFTIR AÐ VÉLARNAR KOMU, er ekkj þrældómur lengur eins og áður var. Fyrir nær 60 árum var John Reddmond ráðherra írlands mála í ensku stjórninni. Hann var ag útlista fyrir vini sinum ástand ið í írlandi og sagði: „Fyrir sunn- an þessa línu eru allir kaþólskir, en fyrir norðan línuna eru allir mótmælendur. Ég vildi að þeir værxi allir orðnir heiðingjar, svo þeir gætu búið saman eins og kristnir menn.” ÞETTA VAR VITUR MAÐUR Kristur var Ieiðsöguni’aðar mann- anna, Gu$ eða maður, góði hirð- irinn. Honum er óhætt að trua og treysta. En blóð hans hreinsar engan af synd, nema hugarfars- breyting fylgi. Þetta ættu prestar og kennarar að segja unglingum, að breyta svo við aðra sem maffur vill að aðrir breyti við sig. Og enginn verður stór, nema hann þori að þekkja sjálfan sig.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.