Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 6
Fæðuskorturinn aldrei meiri á tuttugustu öldinni en árið 1966 íugir milljóna hafa enga von um að verða mettaðir Á ÞESSARI stundu bíða milljón ir barna og fuilorðinna hungur- dauðans í Kína, Indlandi og Af ríku. Á hverjum morgni er lík fjar lægt í indverskum bæjum Fólk hrynur niður úr sulti. Engtnn gat iijálpað því. Börnin deyja á sjúkrahúsum eða á heimiJunum, þar sem foreldrarnir hafa skorið sinn eigin matarskammt niður í næstum þvi ekkert, en án þess að geta bjargað dætrum sínum og sonum. Fylgikvillarnir breið- ast út. Árið 1966 verður mesta hungurárið á hinni tækniþróuðu tuttugustu öld. I velmegandi löndum, sem eiga birgðir kjöts og kornvöru, gera yfirvöldin sér það Ijóst, hvílík ógnarbætta vofir yfir tugum milljóna ógæfusamra meðbræðra. En það er næstum því útilokað að finna lausn, sem gerir það kleift að seðja alla hung;-aða. ÞRJÁR ÁSTÆÐUR. Þrj'ár aðalástæður eru fyrir hungurvandamálinu; 1 1. Landhúnaðurinn er enn á alltof lágu stigi í vissum stórum þróunarlöndum, sem áreiðanlega gætu satt alla íbúana. ' 2. Veðrið hefur verið sérstak- l?ga óhagstætt í Kína, Indlandi og á nokkrum stöðum í Afríku í fyrra og í ár. 3. Á þeim svæðum, sem hvað verst hafa orðið úti, hefur ekki tekizt að koma á takmörkun barn^na, <em gæti stuðlað að því að íbúatalan og matvæla framleiðslan héldust í jafnvægi. Hér er frásögn af ástandinu í liinum hrjáðu Jöndum; _ SOVJET rv MONGOUET> ^ N.O.KIHA l|i í KÍNA ríkja þurrkar í norð vestur héruðunum. og eiga iandsmenn í vök að verjast fyr ir afleiðingum þeirra. Kína hef ur þegar keypt sex milljónir tonna af hveiti frá Kanada fyr ir 112 milljónir sterlingspunda. Með því hefur tekizt að tryggja nokkra fæðu fram í júní, en þörf er fyrir tvær miIljóJnir tonna í vi-ðbót, ef íbúar Kín- værja eiga að fá nægju sína. Sex ár í röð hefur uppskeran verið ailmiklu minni en stjórn in liafði óskað og búizt við. í KENYA eru um 250 þúsund manns á mörkum hungursins vegna uppskerubrests í fyrra. í ailan vetur hefur verið skortur á mat og áður en maí-uppskeran kemur að notum, má gera ráð fyrir, að 300 þúsund manns svelti. Urslitum um uppskeru næsta árs veldur regntíminn í marz. Bregðist hann ekki, get- ur uppskeran forðað Jandinu frá vaxandi hungri 1966 — 1967, en um endanlega lausn er ekki að ræða. Þörf Kenya fvrir korn mun nema 60—70 þúsund tonnum handa 7 milljón um íbúa. í INDLANDI hefur verið tek in upp skömmtun á matvælum í öllum stærri bæjum. Siö ind versk fylki, með 100 milljón- um íbúa, hafa orðið fyrir barð inu á hungursneyðinni. U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur skorað á þjóðir heims að senda mat til Indlands. Meðalframleiðsla landbúnaðar- vara í Indlandi er 88 milljónir tonna. En í ár er gert ráð fyrir, að uppskeran nemi aðeins 76 milljónum tonna. í mörgum indverskum héruð- um hefur komið til óeirða vegna matvælaskortsins. Fyrir nokkrum vikum urðu alvarlegar óeirðir í Kerala, þegar hrísgrjónaskammt urinn var minnkaður niður í 125 grömm. Reiknað er með að hungurs- neyðin eigi eftir að valda stjórn Indira Gandhis miklum erfðileik um. Matvælaráð'herrann. Su- bramaniam, hefur gert neyðar 6 .16. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ áætlanir í þeim héruðum sem verst eru úti, svo að allir fái pinhvejrja matarögn. Ekki svo mikið að nægi til lífsviður- væris á löngum tíma, en nóg til þess að þrauka um tíma, í von um, að stórar matvælasend ingar beri-st frá útlöndum. Indl^nd þarfnast 12 milljóna tonna tíl að halda hungurvofunni i skefjttm. En eigi mannfólkið að fá nóg til þess að tilveru þess sé ekki ógnað, er þörfin 25 míllj- ónir tonna. FÓLKSFJÖLGUNIN. I Qðrum löndum er einnig skortur á mat, og hann eykst ár frá ári. Fólksfjölgunin verður æ örari, og eiga læknarnir sinn þátt í henni. Þeim hefur tekizt. með ódýrum meðölum, að útrýma og hefta marga hættulega sjúk dóma í þróunarlöndunum, lækk að ungbarnadauðann og stuðlað að hækkun meðalaldurs. Þetta er gert í þágu mannkærleikans, en án þess samtímis að gera sér ljóst, hvaðan hinar auknu milljón ir manna eiga að fá daglegt brauð. Tilraunir hafa verið gerðar til að takmarka fjölgun barna með alls konar lyfjum, en einnig með áróðri, þótt slíkt hafi hingað ti) borið iítinn- árangur í þróunar- löndunum, sem þrátt fyrir bar- áttu við hungursneyð, standa gegn slíkri takmörkun af trúar legum ástæðum. Börnin eru líka oft eini ríkidómur fátæka manns ins, sem vinnukraftur og í viss um tilfellum jafnvcl sem sölu- vara. MATARSKORTUR. Góður og fjörefnaríkur matur er aðeins tii handa hélmingi jarð arbúa. Hinn heímingufinn líður skort. Nokkrir fá áð vísu næg an mat, en ekki nægileg fjör- ei'ni og- sölt. Aðrir fá hréinlega ekki nóg að borða, og hafa ekki von um að úr rætist í sjáan- legri framtíð. Frá stofnun Sameinuðu Þjóð- anna hafa vísindamenn lagt sig alla fram um að bæta og auka landbúnaðarframleiðsluna og fiskveiðarnar, þar sem þörfin er mest. Miklu hefur verið á- orkað. Hefði Matvælastofnunin, FAO, ekki veitt hjálp, væri á- standið miklu verra en nú er. Eitt af erfiðustu vandamál- unum er hin óiafna skipting matvæla í heiminum. í nokkr- um löndum er talsverð offram leiðsla, annars staðar er skort- urinn geigvænlegur. Enginn hef ur fundið leið til að skipta gæð unum eftir þörfum fólKsins. OFFRAMLEIÐSLA BANÐARÍKJANNA. Á meðan Kínverjar svelta ei?a Bandaríkjamenn a.m k. 55 milljónir tonna offramleiðslu af korni og fóðri. En það er and- stætt utanríkisstefnu Banda- ríkjanna að senda matvæli til Kína eins og ástandið er í suð- austur As(u. Kanada hefur hins vegar selt Kína alia sína offramleiðslu. Offramleiðsla Bandar'kjanna hófst fyrir alvöru á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þeg ar lagt var kapp á að framleiða nóg handa bandamönnum og fjarlægari Austurlöndum. Hélt svo fram um hríð, eða þangað til Eisenhower tók af henni mestan kúfinn, með áætiun sem kölluð var „Matur fyrir friðinn" og ýttu undir útflutning offram- leiðslunnar. Johnson forseti hefur nýlega lagt fyrir þingið svipaða áætlun, sem auk þess gerir ráð fyrir auk inni tæknilegri hjálp Bandaríkj- anna. Reiknað er með því í Hvíta húsinu, að á næsta ári verði flutt út 11 milljón tonnum mieira en allri framleiðslunni nemur það ár. IIJÁLPAR ER ÞÖRF. Hingað til hefur baráttan fyr ir aukinni fæðu handa svelt- andi milijónum jarðarbúa að sumu leyti verið tapað kapp- hlaup við dauðann. Aðalframkvæmdastjóri Mat- vælastofnunarinnar, dr. B. R. Sen, sagði í fyrra á ráðstefnu, sem baldin var í Beligíu, að því aðeins, að gert verði sameigin- legt átak, sem spanni allan heim inn, til þess að auka matvæla framleiðslu þróunarlandanna, Hetjud KASTLJÓS NÝ manngerð er að vaxa upp í Kína, að því er kínverskt blað sagði nýlega. Þetta má þakka hinni sósíalistísku byltingu og hinni só- síalistísku viðreisn landsins. Þessi nýi fyrirmyndarmaður er virkur jþátttakandi, hÍBnn berst af lífi og vinnur aðdáunarverð afrek þrátt og vinnu aðdáunarverð afrek þrátt fyrir hræðilega erfiðleika. Hann hefur byltingarkenningar Mao Tse tungs að leiðarljósi og sýnir þrótt í starfi og viðleitni til að ná hinu fuiíkomna. Hinn nýi maður, hin nýja hetja sem blaðið talar um, sýnir mikil- væga drætti úr lífi fólks í Kína,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.