Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 5
SKIP SPÁNI 'fc Skuttogara og önnur togskip ■& Allskonar fiskiskip og báta -jíf Frysti- og kæliskip Flutningaskip Olíuskip -y* %< Í ■ -* " Spánskur ekuttogari með frystiíitbúnaði I ! IJ Magnús Víglundsson hf. Bræðraborgarstíg 7 — Reykjavík Símar: 22160 og 13057 Veitum greiðlega allar nónari upplýsingar MINNINGARORÐ: Ásgeir Jónsson rennismiður Látinn er Ásgeir Jónsson renni- smiður f. 29./11. 1879 d. 10./3, 1966. Aldraður maður hefir lokið ævi starfi sínu og verður til moldar borinn i dag. Ásgeir fluttist til ísafjarðar á- samt konu sinni Guðrúnu Stef ánsdóttur árið 1911 og bjuggu þau þar tll ársins 1936. Þau eignuðust þrjú efnileg börn sem öll eru á lífi. Ég kynntist þeirri fjölskyldu fljótlega eftir að þau komu til ísa- fjarðar, og þó sérstaklega Ásgeiri, hann var fróður maður um allar vélar, sem þá voru mest notaðar, hann hóf starf sitt á mótorverk- stæði J. H. Jessen, en síðar með- eigandi í Vélsmiðjunni Þór með- an hann dvaldist þar. Ásgeir var mjög hagur maður á flesta málma og tré og renni- smiður með ágætum, enda smíð- aði hann ýms verkfæri sem liann þurfti með. og svo marga muni, en allt þetta ber vitni um hagleik hans og smekk. Ásgeir unni allri hljómlist og lék á ýmis hljóðfæri, t.d. orgel, fiðlu og lúðra, og þess má geta að hann smíðaði nokkrar fiðlur sem þykja afbragð, hann var einn af stofn- endum Lúðrasveitar ísafjarðar, en sá hljóðfæraleikur hafði að mestu legið niðri frá því er Jón Laxdal, tónskáld fór frá ísafirði. Ásgeir var mjög áhuga-amur um þann fé lagsskap, var oft erfitt með æfing ar á þeim árum og engan mátti vanta, og það kom fyrir að Asgeir slepþti vinnu um stúnd, svo æf- ing ekki 'félli niður. Bezt kynntist ég ll/í heimili, þegar við byggðum gafl í gafl við Hafnárstræti á ísafirði, enda naut hann aðstoðar konu sinnar, en þar ráku þau matsölu og kölluðu „Úppsali’Y dóttir þeirra Steinunn, var þeim jafnan mjög handgeng- in og mikil stoð. Á það heimili var gott að koma þar var reglu- semi, rhikil glaðværð og rausn enda var daglegur samgangur,. meðan þau voru fyrir vestan. Árið 1936 flytja þau svo til Reykjavikur, þar vinnur hann um. tíma hjá Álafossi, H.ialteyri og Landssmiðjunni, þar til vanhcilsa fer að ásækja hann, og síðan við smíðar á heimili sínu eftir því sem heilsa hans leyfir. Síðan höfum við haldið vinfengi og nánu sam- bandi við þau hjón, þar til nú að lokið er ævistarfi þeirra. Það er mikil stoð að hafa verið samferða slíku fólki, og maður hlýtur að staldra við og vekja minningar frá liðnum tímum, sem ekki er hægt að lý^a með orðum. en aðeins að hugsa um farinn veg. Að endingu færi ég svo börnum þeirra og öllum aðstandendum hlýjar samúðarkveðjur. Helgi Guðbjartsson. 50 íslenzkir skemmtikraftar í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 17. marz. M. 11,15. Aðgöngumiðar á 100 krónur seldir í Aust.urbæjarbíói frá kl. 4 í dag. Skrifstofa skemmtikrafta — Pétur Pétursson. ÚTBOÐ Óskað er tilboð í framkvæmdir við lagn r ingu vatnsveitu í Hnífsdal. Útboðsgagna má vitja í skrifstofu rvorat Borgartúni 7, ; » Reykjavík gegn kr. 2000 þúsund skila- ( tryggingu. •• ' Innkaupastofnvm ríkisins. . ALÞYÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1966 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.