Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 11
Einar ísfeld skrifar frá Coventry: KR-ingarnir hafa leik- ið með B-lið Coventry Coventry 9. marz. Við höfum nú dvalið hér í Cov• entry l rúman mánuð og því kynnst atvinnumennskunni lltilí- lega. Það má segja, að munurinn á atvinnumennsku og áhuga• incnnsku l knattspyrnu sé eins og munur á degi og nóttu, bæði hvað æfingar og allan aðbúnað snertir. Coventry er 350 þúsund manna borg og samnefnt félag er eina atvinnuliðið. Áhugalið eru aftur á móti mörg. Æft er tvisvar á dag frá kl 10 til 12,30 og slðan aftur frá kl. 14,30 til 16,30. Á morgnatui er lögð á- herzla á útlialdið, mikið hlaupið og fimleikaœfingar. Síðdegis er æft með knöttinn, leikaðferðir og tækni. Leikmenn veröa að æfa cða amk. kynnast öllum stöðum. Cott samspil er eitt þýðingarmesta Skdlamót I frjáls um íþróttum 27. marz Skólamót í frjálsum íþróttum fer fram í íþróttahúsi Háskólans 27. marz næstkomandi og hefst kl. 2. Keppt verður í langstökki og þrístökki án atrennu og há- stökki með atrennu. Þátttaka til- kynnist í pósthólf 165 í síðasta lagi fyrir 21. marz. Keppt verður í fjórum flokkum karla, fullorð- inna, unglinga, drengja og sveina og einum kvennaflokki. Fyrir nokkrum árum voru liáð skólamót í handknattleik, körfu- knattleik og frjálsum íþróttum, en vegna húsnæðisvandræða er ekki liægt að efna til móta í knattleikj- únum. Vonandi verður breyting á, þegar íþróttahöllin í Laugardal kcmst í gagnið næsta vetur. atriðið i knattspyrnunni eins og allir vita, sem kynnast þessari glæsilegu íþrótt. Coventry leikur nú i 2. deild og hefur staðið sig vel, er með efstu liðunum. Við höfum fengið að leika með B-liðinu og staðið okkur Norðurlandameistaramót í körfu knattleik (Polar Cup) verður háð í Kaupmannaliöfn um páskana. Öll Norðurlöndin fimm taka þátt í mótinu að þessu sinni og eru Norðmenn nú með í fyrsta sldpti. Dagskrá mótsins hefur verið ákveð in og leika íslendingar gegn Finn- um og Svíum á föstudaginn langa og á páskadag gegn Norðmönnum og Dönum. Landsliðsnefnd, en hana skipa Helgi Jóhannsson, sem jafnframt er þjálfari liðsins og Jón Eysteins son, hefur valið þá leikmenn sem skipa landsliðið að þessu sinni og urðu eftirtaldir menn fyrir valinu: Einar Bollason, KR Kristinn Stefánsson, KR Gunnar Gunnarsson, KR Kolbeinn Pálsson, KR Birgir Örn Birgis, Ármann Hallgrímur Magnússon, Árm. Hólmsteinn Sigurðsson, ÍR Agnar Friðriksson, ÍR Einar Matthíasson, KFR Ólafur Thorlacius, KFR Þorsteinn Hallgrimsson, ÍR Sá síðasttaldi dvelur nú í Kaup- mannaliöfn, við nám í verkfræði og bætist í hópinn þar. Hann hefir þokkalega. Allir skorað mark og B-liðið hefur ekki tapað leik sið- an við hófum að leika með því. Englendingar hafa sýnt okkur mikla vinsemd og ég er ekki í nokkrum vafa um að dvölin hér verður okkur til mikils gagns í vetur leikið með danska liðinu SISU. Þrír leikmenn, Birgir Jakobsson ÍR, Hjörtur Hansson KR og Davíð Helgason Ármanni geta ekki verið með að þessu sinni, tveir fyrr- nefndu vegna meiðsla og Davíð vegna prófa sem hann tekur um páskana. Körfubolii í kvöld Á miðvikudagskvöld kl. 8,15 verður íslandsmótinu í körfuknatt leik haldið áfram að Hálogalandi. Þá fara fram tveir leikir í fyrstu deild. Það eru fyrstu leikirnir í síðari umferð. Fyrri leikurinn er milli Ármanns og ÍKF. Leikur þessara liða í fyrri umferð endaði með naumum sigri Ármanns eða þriggja stiga mun. Síðari leikurinn er á milli ÍR og Reykjavíkurmeistaranna KFR. FyiTi leikur þessara liða enda’ði með sigri ÍR eftir harða og tvi- sýna baráttu. Staðan í mótinu er nú þannig, að efsta sætið skipa KR-ingar. Þeir hafa unnið alla sína mótherja með talsverðum yfirburðum. í öðru sæti eru Ármenningar, sem liafa unnið alla sina leiki nema gegn KR. Næstir í röðinni eru ÍR-ingar. Þeir hafa tapað tveim leikjum og má segja að þeir hafi átt betri daga á undanförnum árum. KFR rekur nú lestina af Reykjavíkur- liðunum, sem er talsverð afturför frá því að sigra þau öll í Reykja- víkurmótinu. Þeir eru þó til alls vísir í síðari umferðinni. ÍKF skip- ar nú botnsætið eftir harða bar- áttu. Virðist þetta lið aðeins skorta lierzlumuninn til að standa Reykja- víkurliðunum á sporði. L U T Stig KR 4 4 0 8 • Á 4 3 1 6 ÍR 4 2 2 4 KFR 4 1 3 2 ÍKF 4 0 4 0 KR-insrarnir, sem dvelja við æfingar í Coventry eru talið frá vinstri: Guðmundur Haraldsson, Hörður Markan og Einar. Englcndingar eiga í dálitlum erfiðleikum að bera fram nöfn þeírra og í Coventry eru þeir kallaðlr Goodman, Horby og Ian! Landsliðib í körfu- knattleik vo//ð Staða matráðskonu við Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndar stöðinni Reykjavík, fyrir 25. þ.m. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur HAGTRYGGING HF. vill ráða eftirfarandi sfarfsfólk: Aðstoðarmann í tjónadeild, þarf að hafa þekkingu á bifreiðaviðgerðum. Stúlku við I.B.M. skýrsluvélar. Skrifstofumann í Söludeild. Eiginhandarumsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast send skrifstofu félagsins fyrir 25. þ.m. HAGTRYGGING HF. Bolholti 4. Reykjavík. Iðnlánasjóóur Frambatd af siffu 1. sjóðs til Iðnlánasjóðs, úr 2 millj. kr. í 10 milljón króna. Þessi aukning á ríkissjóðsfram- laginu er bæði við það miðuð að efla almenna lánastarfsemi og bag Iðnlánasjóðs og eins til að mæta þeim öðrum megin tilgangi þessa frumvarps að mynda nýjan lána- flokk í því skyni að veita sérstök hagræðingarlán sem væru við það miðuð að bæta aðstöðu fyrirtækja til aukinnar framleiðni og til þess að aðlaga sig aS nýjum viðhorfum vegna breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og fríverzlunar og nýrrar tækni. Með frumvarpinu er eldri lán- tökuheimild Iðnlánasjóðs, sem var 100 mill. kr. hækkuð í 150 millj. króna, og veitt ný lántökuheimild vegna liagræðingarlána allt að 100 millj. króna. Aukið ríklssjóðsfram lag skapar m.a. aðstöðu til þess að veita hagkvæmari lán en ella og taka á sjóðinn nokkra byrði, sem kynni að lei'ða af lægri vöxt- um og lengri lánum til útlána en lánsfóð væri við bundið. Með framangreindum breyting Góður ðflðdagur Ólafsvfk OÁ, GO. Afli var nokkuð góður í fjTra- dag, allt upp í 40 tonn á bát. Ann- ars hefur vertíðin gengið nokkuð skrykkjótt í vetur, tiðarfar hefur verið ákaflega erfitt og afli tregur framan af. Færð er mjög sæmileg hér um slóðir og snjólítið. um á lögum um Iðnlánasjóff er stefnt að því að stórefla affstöðu hans til styrktar iðnþróun f land- inu, en það er framhald á þeirri eflingu Iðnlánasjóðs sem átt hef- ur sér stað hin siðari ár.” Frakkar Framhald af 1. síðu ákafar en sú ósk þeirra að Atl antshafsbandalagið yrði áfram viff lýði. Utanríkisráðherra Hollands, Jos ef Luns, sagði að stjórn hans væri ekki siður áhyggjufull en Stewart utanríkisráðherra og utanríkisráff herra Vestur-Þjóðverja, Gerhard Schrödere sagði að Bonnstjómin teldi ástandið uggvænlegt. NATQ hefði stuðlað verulega að jafnvægí í Evrópu. Mikilvægt væri að varð veita samtök, sem gerðl smáþjóð um kleift að taka þátt í samein inlegum vörnum, einu haldgóðu vörnum vorra tíma. Blfreiðaeiger'dur Vatnskassaviðgerðir Elimentaskipti. Tökum vatnskassa úr og setjum í. Gufuþvoúm mótora. Eigum vatnskassa í skip't um. Vatnskassa- verkstæSið Grensásvegi 18, Sfmi 37534. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. — 16. marz 1966 j|J|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.