Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 7
megi komast hjá alvarlegri hung landssvæðum jarðarinnar. Hvern ursneyð á næstu fimm til tíu ig horfurnar verða síðar, þora árum á nokkrum af fólksfiestu menn vart að hugsa um. lýrkun í Kína en þar eiga sér stað kynslóða- skipti. ★ FÓRNFÚS UNGLINGUR í tæplega þrjú ár hefur þessi hetja, sem kínversku þjóðinni en einkum æskunni er sagt að taka sér til fýrimyndar verið Lei Fen'g. Á bernsku árum sínum álti hann við að búa kúgun og eymd þar. til byltingin kom eins .og frels- andi engill. Hann gekk í herinn, og þar var hann öllum félögum sínum til fyrirmyndar með dugn- aði sínum, óþreytandi greiðvikni og þrotlausu námi sínu í fræðum Mao Tse-tungs. Hann lézt ungur að árum, en hann lifir áfram í dag bókum sínum og tilbeiðsla á hon- um hófst í öllum skólum og æsku lýðshreyfingum með tilstilli ákafr ar áróður. herferðar, sem opinber yfirvöld stóðu á bak við. Hin nýja fyrirmynd æskunnar heitir Wang Chieh. Munurinn á honum og Lei Feng er sá, að Wang heyrir til hinni nýju kyn- slóð. sem átti ekki við að búa þá fátækt og kúgun er ríkti á árun- um fyrir 1949. Auk þess voru for- eldrar Wangs tiltölulega efnað bændafólk. Hann varð því að kosta kapps um að endurmennta sig í hugkerfismálum til að öðlast skiln ing á stéttabaráttunni. Hann gekk í herinn eins og Lei Feng, varð frábær hermaður og fyrirmyndar byltingarmaður. Að lokum fórn- aði hann lífi sínu til að bjarga félögum sínum. hegar þeir voru á æfingu í sprengjutækni fleygði hann sér á sprengju, sem var að því komin að springa, og bjarg aði þannig iífi félaga sinna. Wang Cheih dó sem sé ungur eins og Lei Fang, en hann lifir e-innig áfram í dagbókum sínum. ★ STUÐLAÐI AÐ ÓSXGRI Nám Wangs í fræðum Mao Tse tungs og sá hæfileiki hans að sjá út fyrir landamæri ríkisins eru tvö mikilvægustu atriðin í dagbók- um hans og á þetta er sífellt lögð áherzla í hinni opinberu baráttu fyrir því að gera hann að nýrri hetju æskunnar. Varðandi nám hans er mikii áherzla á það lögð hve mikinn þátt það ahfi átt í því að gera Wang að sönnum kommún ista af ungu kynslóðinni. í dagbók sinni segir Wang frá því, að hann hafi þegar í bernsku lesið frásagn ir um afrek kommúnista í Kór eustríðinu og fyllzt löngun til að verða stríðshetja sjálfur Aðdáun hans á hreystiverkum gengur eins og rauður þráður gegnum bókina. Hann segir með- al annars frá því, að hann hafi sent beiðni um að verða sendur til Víetnam til að berjast gegn „bandarísku heimsvaldastefn- unni“, en honum varð ekki að ósk sinni. Aftur á móti hefur fordæmi hans stuðlað að ósigri heimsvalda sinna á öðrum vígstöðvum, að því er haldið er fram í hinum opin- bera áróðri. Áhafnir tveggja kín- verskra skipa, sem sökktu einu herskipa Formósustjórnarinnar í fyrrahaust, fengu þes'a áskorun skömmu áður en átökin hófust: „Berjist eins óhræddir og Wang Cheih!“. Einn landgönguliða þeirra, sem þátt tóku í þessum sjóbardaga, hefur einnig verið tekinn í flokk hinna nýju hreystimanna. Hann heitir Mai Hsien-teh. Hann gætti gufuketils eins skipsins og þótt hann særðist»svo alv.arlega af völdum sprengjubrota að það gekk kraftaverki næst að hann komst lífs af stóð hann við gufuketilinn í þrjá klukkutíma. Læknir nokk- ur sagði, að afrek hans „bryti i bága við öll þekkt lögmál læknis- fræðinnar." Frásögnin um hreysti verk hans virðist þjóna þeim til- gangi að brýna fyrir ungu kynslóð inni i Kina að hinn byltingarlegi baráttuvilji geti orðið svo mikill, að jafnvel ekki sár, sem þanvæn eru undir venjulegum kringum- stæðum geti aftrað sannri hetju frá því að leysa verkefni sitt af hendi. Á þennan hátt er frásögnin sögð vera dæmi um réttmæti kenn ingar Mao Tse-tungs um yfirburði mannsins yfir drápsvélum og hæfi leika mannsins. til að „breyta hlutlægum forsendum.“ ★ GÓÐI FLOKKSRITARINN Hinar þrjár kínversku hetjur, sem hér hafa verið nefndar, voru hermenn. Fjórða hetjan, sem varð Framhald á 11. síðu. Wang Chcih ALÞÝOLÍELAÐIÐ - 16. marz 1966 J' Tra/bant-eigendur Höfum fengið nýja og betri gerð loft- hreinsara. smíðaða fyrir íslenzka staðhætti. Ráðleggjum yður að skipta ura fyrir sumar- þurrkana. — Verð: kr. 450,00. Sendum í póstkröfu um allt lancl. Trabant-ymboðið Tryggvagötu 8 — Sími 19655. BÓKARASTAÐA Skrifstofa ríkisspítaianna óskar eftir að ráða bókara í launadeild nú þegar. Góð reiknings- ’og nokkur vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upp lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf senuist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 24. marz n.k. Reykjavík, 15. marz 1966. Skrifsíofa ríkisspítalanna. Starfssfúlkur áskast Starfsstúlkur vantar í Vífilsstaðahæli nú þegar. Uppiýsingar gefur forstöðukonan í síma 51855. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hcrfrrarfjörður Gkkur vantar nokkra verkamenn. Mikil vinna framundan. Hafið samband við verkstjórann. Símar: 50107 og 50678 á kvöldin. Bæjarútgerð Hafnarfiarðar. Hverfisgötu 50 Tveggja manná svefnsófar, samstæðir stólar Eins manns svefnsófar, samstæðir stólar Sófasett, verð frá kr. 14.500.— Hjónarúm, verð m. dýnum kr. 7.600.— Vegghillur, verð frá kr. 250.— Símabekkir, sófaborð. útvarpsborð, stakir stólar. SEDRUS HÚSGÖGN Hverfisgötu 50 — Sími 18830

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.