Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 12
Það var umræðuefni í gæv í Viópi fiugfróðra mar.na hér í borginni, hvori fyrirsögn in á fréttinni i Vísi gæti staðizt, að hin nýja Rolls Róycé- fiugvél Loftleiða væri stærsía íarþegaftugvél f heimi. . . það hvort Rússar , eru með stærri flugvél á sín um Síberíuleiðum, sem flytja líklega eingöngu opinbera starfsmenn til og frá Moskvu skerðir e.t.v. hið fullkomna sánnleiksgildi fyrirsagnarinn' ar, en skiptir að öðru leyti litiú máli. ' ’ Visir. - HÉR Á dögunum lagði Baksið an til að íslendingar byðu heim mönnum, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, en af slíkum er ær ið nóg í veröldinni, eins og alkunna er. Voru nefndir til ýmsir sem vel þótti fara á að hingað yrðu spand ir þar á meðal Krummi fyrrver andi Gönuforseti, sem nú situr á foi-setastóli í Gíneu við annan mann, aðallega til að stríða þeim sem steyptu honum frá völdum, og einnig var þess getið, að vel ætti við að fá hingað landflótta Rússa, og mætti hafa þá tii sýn is, ef mönnum litist svo. Nú hefur þessi tillaga Baksið unnar verið tekin upp og henni hrint í framkvæmd. Rússneskur rithöfundur, sem að undanförnu liefur setið í( London og rifið þar kjaft, eins og hann ætti lífið að leysa og verið rækur ger úr landi sínu tii launa fyrir það, hann héfur nú þegið boð um að koma liingað og flytja fyrirlestur, — að sjálfsögðu. Bjóðendur eru tvö stór veldi: kollegar vorir — Morgun blaðið og Tíminn, og afsanna bæði blöðin þar með eigin kenningar sem hingað til liafa lagt á það meg lnáherzlu að ekkert gott gæti frá hinu blaðinu komið. En nú hafa þau semsagt sameinazt um að hrinda í framkvæmd hugmynd Baksíðunnar, og ber að sjálfsögðu að þakka það. Ef til vill hefur það verið i til efni væntanlekrar komu þessa kjaftfora rithöfundar, að Sigurð ur Magnússon leiddi í fyrradag saman mikla öndvegismenn í þætti sínum í útvarpinu til að spyrja þá álits á því, hvað menn mættu að ósekju ganga langt í því að svívirða náungann. En kannski hefur tilefnið líka verið allt ann að, því að hið skrýtna við þessar umræður var, að þær tóku á sig mynd nútíma leikrits, þar sem persónurnar töluðu hver í kapp við aðra, en um sitt hvert efnið, P Ó, hvílík dýrð,- hvílík dá . sem,d! Tírninn, er. búinn að. , ráða lífsgátuna.: „Það er að ■ eins ein leið til, og það er ; hin Ielðin." Mig langar til þess að bæta við öðru dæmi í anda þessarar nýju og stór kostlegu lífssþeki: Það er að j eins ein vizka til og það er fávizka. . . og enginn sameiginlegur viðræðu grundvöllur virtist vera til meðal þeirra. Þó var eins og sumir þátt takendur að minnsta kosti væru að reyna að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum um ákveð in verk og ákveðna menn, en án þess að nefna þessi á- kveðnu verk og þessa ákveðnu menn á nafn, og gefur auga leið að þetta minnti dálítið á frægar aðferðir katta, þegar þeir nálg- ast heitan graut. Svarendur Sigurðar í útvarpinu voru sammála um það, að níð teld ist ekki og gæti ekki talizt til bókmennta, og mun sjaldnast hafa heyrzt jafnskeleggur áfellísdóm úr um bókmenntasmekk íslend- inga og bókmenntaiðju frá fyrstu tíð. Fáar tegundir kveðsjkapar hafa yljað íslenzkum brjóstum bet ur öldum saman en níðvísur — nema ef vera kynni klám; ís- lendingar hafa þróað með sér þá list frá landnámstíð og jafnvel lengur að grípa til níðsins, þegar önnur vopn hafa ekki bitið, og sumt af því níði hefur orðið lang líft í huga þjóðarinnar. Eða hvort man nú enginn lengur Egil skáld Skallagrímsson, er liann níddi Ei- rík konung blóðöx? Fornritarýnendur sumir hafa varpað fram þeirri hugsun, áð ýmsar' íslendingasögur séu ekk-i síður skrifaðar um tplftu aldar menn en tíundu, og sumar þeirra sé náriast ekkert annað en níðrit um ákveðna samtímamenn höfund ar. Séu nú þessar kenningar rétt ar, eru þá gullaldarbókmenntirnar þar með orðnar að sorpskrifum. og helzt ekki í húsum haf- andi? Og þegar allt kemur til alls, sannar ekki einmitt heimboð Tarsis hins rússneska, að mönnum geti þótt dálítið til kjaftforra höf unda koma, þrátt fyrir allan heil agleika og orðvendni? t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.