Alþýðublaðið - 19.03.1966, Blaðsíða 3
^W%WW»WVWVW%WVWWW*mVWWMWWWWWWWWW%iWWVWWWyWiV
| Kennaraskólinn skreyttur
með fimmtán listaverkum
Rvík, - ÓTJ.
FIMMTÁN listaverk eftir þá
Gunnlaug Seheving og Valtý
Pétursson, skreyta nú húsa
kynni Kennaraskóla íslands
'í tilefni þess var haldiS kaffi
samsæti í skólanum í gærdag
þar sem m.a. voru viðstaddir
forsætisráðherra, menntamála
ráðherra, fjármálaráðherra og
nokkrir alþingismenn. í ávarpi
sagði Broddi Jóhannesson skóla
stjóri m.a. as snemma árs
1963 hefðí menntamálaráð
herra dr. Gylfi Þ. Gíslason
skýrt byggingarnefnd Kennara
iskólans, þeim Herði Bjfcrna
syni húsameistara ríkisins og
Steinari Guð^nlundssyhi arki
tekt, frá því að ríkisstjóim
in hefði hug á að láta lista
menn skreyta hið nýja hús skól
ans við Stakkahlíð.
Hefði þeirri ákvörðun verið
mjög fagnað, og ákveðið að
fá tvo áðurnefnda listamenn til
verksins. Við skólaslit 1963
hefði menntamálaráðherra
skýrt opinberlega frá þessari
ákvörðun og látið þá ósk í
ljós að framvegis yrði jafnan
varið ákveðnu hlutfalli af bygg
ingarkostnaði til þess að
skreyta opinberar byggingar
og yðru þá jafnan fengnir til
þess hinir ágætustu listamenn.
Mætti þvi ætla að myndskreyt
ing kennaraskólahússins marki
nokkur tímamót í sögu íslenzkr
ar listar og íslenzkra skóla
húsa og verði fegurð í ytra bún
aði þar framvegis ætlaður
meiri hlutur en áður var.
Li'sþsmennirnir tóku þegar
til starfa og er nú verki þeirra
nýlega lokið. Þeim var í upp
hafi settar allþröngar skorður
af því að húsið var að kalla
fullsmíðað þegar þeim var feng
ið starfið og gætir þess tölu
vert í umhverfinu, sérstaklega
með málverkin sum. Lista
mennirnir skiptu þannig með
sér verkum að Gunnlaugur
skreytti austurgafl í skála og
tvö stigahús með fimm mikl
um olíumyndum, en Valtýr
skreytti vesturgafl í skála og
anddyri og gáng í norðurálmu
með tíu mosaikmyndum.
Stærsta mynd Schevings sagði
Framhald á 5. síðu
Subandrio
handtekinn
Djakarta, 18.marz (Ntb-Reuter).
Herinn í Indónesíu tók öll völd
í landinu í sínar hendur í dag og
liandtók 15 ráðherra og samstarfs
menn Sukarno forseta, þar á með-
al dr. Subandrio, hinn umdeilda
utanríkisráðherra, sem var einn
nánasti samstarfsmaður forsetans.
í mótmælaaðgerðum sínum að und
anfömu hafa stúdentar landsins
sakað hann um að vera leikbrúða
í höndum Kínverja.
Yfirmaður hersins, Suharto hers
liöfðingi, „hinn sterki maður” Ind-
ónesíu, skipaði andkommúnistann
Adam Malik utanríkisráðherra.
í tilkynningu í Djakarta-útvarp-
inu lagði Suharto áherzlu á að
hann stjórnaði í umboði Sukarno
forseta. Fyrir einni viku fékk Su-
harto víðtækt umboð frá forsetan-
um til að binda endi á óeirðirnar
í landinu.
Indónesía er að mestu leyti sam-
bandslaus við umheiminn, ritsím-
FUNDUR UM
ÁLMÁLIÐ
Alþýðufíokksfé-
lag Reykjavíkur
helduf , almennan
félagsfund um ál-
máíið næstkomandi
mánudagskvöld kl.
20,30 í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu
Nánar um fundinn
í blaðinu á morgun.
anum og flugvellinum í Djakarta
hefur verið lokað. Stríðsvagnar og
brynvarðir bílar stóðu fyrir fram-
an forsetahöllina og beindu byss-
um sínum að höllinni þegar breyt
ingarnar voru gerðar á stjórninni.
Inni í höllinni kom til harðra orða
skipta milli leiðtoga hersins og her
manna þeirra, sem voru á verði
i höllinni.
Fallhlífahermenn umkringdu
höllina og ráku burtu alla þá, sem
reyndu að nálgast bygginguna.
Suharto, sem er 45 ára að aldri
og andstæðingur kommúnista,
sagði að Subandrio og aðrir valda-
miklir ráðherrar og embættismenn
hefðu verið settir í varðhald til að
vernda þá gegn hamslausum að-
gérðum vissra hópa. Hann kvaddi
nokkra helztu ráðherrana, sem
ekki höfðu verið handteknir, á
fund og að fundinum loknum var
skipað ráðuneyti, sem í eiga sæti
Malik utanríkisráðherra, Ruslan
Abdulgani upplýsingamálaráð-
herra, aðstoðarforsætisráðherrarn
ir Johannes Leimena og Kijaji
Haji Idhom og soldáninn af Jogja-
karta
Palle Sörenser
dæmdur 'i ævi-
langt fangelsi
Kaupmannahöfn 18. 3. (NTB—RB)
Morgens Palle Sörensen, 38 ára
var í dag dæmdur í ævilangt fang
elsi fyrir morð á fjórum lögreglu
þjónum á Amager skammt frá
Kaupmannahöfn 18. september í
fyrra. Hinn ákærði hefur játað á
isig glæpinn, sem er hinn alvar
legasti sem framinn hefur verið
í Danmörku frá stríðslokum.
Vopnasérfræðingur la(greglunn
Framliald á 15. síðu
Leikarinn Oswald
Helmuth látinn
Kaupmannahöfn 18. 3. (NTB—RB)
Hinn kunni danski leikari Os
vald Helmuth lézt í kvöld 71 árs
að aldri.
Fram á síðasta áratug fékkst
Helmuth mest við revíur og vísna
söng. En hinir miklu listrænu
hæfileikar hans nutu sín til fulln •
ustu þegar Konunglega leikhúsið j
Framhald á 15. síðu
25 vísindamenn senda Bresjnev bréf:
Mótmæla endurreisn Stalíns
Moskvu 18. 3. (NTB—Reute.)
25 kunnir sovézkir vísindamenn
og- menntamenn hafa í bréfi til
Leonid Bresjnevs, ritara sovézka
kommúnistaflokksins, varað kröft
uglega við tilraunum til að veita
Stalín uppreisn æru. Ef þetta verð
VVWWVVWVVMWVWVWWWVVVVWWVVWWWVWWVWWVV^
BfilDGEKVÖLD
ALÞÝöUFLOKKSFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur Bridge-
kvöld næstkomandi þriðjudag kl. 8 í Alþýðuhúsinu (gengið
inn frá Ingólfsstræti). Stjórnandi er Guðmundur KR. Sig-
urðsson.
iVVWWVVVMWVWVWWMMWVWMMVWMMMMMVMWWVWtWW
ur gert leiðir það til nýrrar sundr
ungar innan alþjóðahreyfingar
kommúnista segir í bréfinu.
25 —menningarnir skora á Bresj
nev að hindra allar tilraunir til
að fegra þá mynd, er menn fengu
á Stalín þegar dýrkun á persónu
einræðisherrans var fordæmd 1956
Menn munu aldrei sætta sig við að
eitthvað slíkt verði gert, eða skilja
forsendur þess.
Ilvert það skref, er stigið verð
ur í átt tij uppreisnar, mun leiða
til nýrrar sundrungar í röðum
kommúnista og að þessu sinlni
með okkur og flokknum í hinum
vestræna lieimi, segja 25—menn
ingarnir. Þeir vara við því, að
kommúnistar á Vesturlöndum
muni lífa á endurreisn Stalíns
sem uppgjöf fyrir kínverska k»mm
únistaflokknum og í Sovétríkjun
um muni uggur grfpa um sig með
al yngstu kynslóðarinnar og
menntamanna.
Hvers konar frávik frá fordæm
ingunni á Stalínsdýrkuninni
mundi liindra menningarleg sam
skipti við erlend ríki, baráttuna
fyrir friði og alþjóðasamvinnu og
um leið s+ofna því, sem áunnizt
hefur til þessa á þessum sviðum,
í hæ*tu, segir í bréfinu.
Á sama tíma og hættan frá
bandarísku heimsvaldastefnunni
annaris vegar og kínverska komm
únistaflokknum hinsvegar fer stöð
ugt vaxandi yrði nýr klofningip-
og jafnvel aðeins kólnandi sambúð
sovézka kommúnistaflokksins og
kommúíiistaflokka á Vesturlönd
um 'hörmuleg ógæfa, segir í bréí
inu. *
Efni bréfsins hefur ekki verið
birt og Reuter hefur upplýsing
ar eftir áreiðanlegum lieimilduiú
í Moskvu. Meðal þeirra, sem und
irrita bréfið, eru fimm helztú
kjanorkueðlisfræðingar Rússa,
Lev Artsinovitsj, Peter Kapitsa,
Andre Aakharov, Igor Tamm og
Mikhail Leontovtsj. Allir þeir, s nn
undirrita bréfið eru meðlimij í
kommúnii-taflokknum og margir
þéiiTa sættu ofsóknum á Stalíng
tímanum.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. Itiarz 1966