Alþýðublaðið - 19.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.03.1966, Blaðsíða 7
Athugasemd trá Einari Magmssyni, rektor í LEIKDÓMI Ó. J. í Alþýðu- blaðinu 10. marz s.l. um leiksýn- ingu Herranætur í Þjóðleikhus- inu er að því vikið, að Herranótt hafi nú flutzt úr Iðnó í Þjóðleik- húsið og segir m. a. svo: „En það er leiðinlegt til afspurnar, að ekki skuli lengur unnt að rýma fyrir Herranótt í Iðnó, þar sem hún hefur átt inni í meira en fjömtíu ár.” Hér er af ókunnug- leika talað. Þessa setningu mætti skilja svo, og hún hefur verið skilin svo, að húsróðendur í Iðnó, og þá alveg sérstaklega Leikfélag Reykjavíkur, hafi bolað Herranótt út úr Iðnó að nauð- synjalausu. Þessu vil ég mjög ein- dregið mótmæla. Samvinna Herranætur við hús- ráðendur í Iðnó og Leikfélagið hefur alla tíð verið með ágætum. Leikfélagið hefur alla tíð eftir mætti hliðrað til með leikæfing- ar, leiksýningar og annað, og ver- ið Ilerranótt hjálplegt á ýmsan hátt, lánað endurgjaldslaust marg- víslegan sviðsiitbúnað, geymslur fyi'ir leiktjöld og annað, og verið til leiðbeiningar með allri alúð og vinsemd. Fyrir þetta vil ég hér láta í ljós miklar þakkir Mennta- skólans og Herranætur til Leik- félagsins. Sama er að segja um húsráð- endur í Iðnó. Þeir hafa gert allt, sem mögulegt hefur verið til hjálpar Herranótt og skal það hér- með þakkað. Vil ég þá sérstaklega nefna ráðsmanninn í Iðnó, Jón Árnason, sem allt hefur viljað fyrir okkur gera og verið ákaf- lega sanngjarn í viðskiptum, þeg- ar erfiðlega hefur gengið með f jár- haginn. Og þá vil ég þakka eldhús- ráðskonunni í Iðnó, frú Kristínu Kristjánsdóttur, fyrir alúð hennar og hlýleika og þolinmæði við hina ungu leikendur, sem rápuðu gegn- um eldhúsið hjá henni og fengu þar margan bitann og sopann. — Það er því vissulega með sökn uði og góðum minningum, sen Herranótt hefur orðið að yfirgef: Iðnó. Ástæðurnar eru allt aðrar er þær, að Ilerranótt hafi verið bol að þaöan út. Ástæðurnar eri fyrst og fremst hin geysileg; aukna starfsemi Leikfélagsins oí hinn mikli fjöldi nemenda Menntaskólanum. Leikfélagið hefur nú átta sýn ingar á viku, svo að lítill sen enginn möguleiki er á að kom; þar við annarri leikstarfsemi Undanfarin ár hefur Herranót ekki komizt þar að nema méí eina venjulega kvöldsýningu ; viku, og varð því að hafa síðdeg- issýningar og nætursýningar og hrökklast út í Tjarnarbæ, sem er heldur óvistlegur, og varð því að bera leiktjöld og annan útbúnað fram og aftur milli Iðnó og Tjarnarbæjar. í Menntaskólanum voru í fyrra um 930 nemendur og 75 kennarar. Iðnó tekur um 230 áhorfendur. Fimm sýningar þurfti því minnst aðeins fyrir nemendur, kennara og nokkra boðsgesti. En auk þess hafa margir aðrir viljað sjá leik- sýningar Herranætur og hafa því sýningar orðið fleiri en starfs- menn Herranætur höfðu eigin- lega tíma til, því að þeirra höfuð- starf er nú námið í skólanum. Ég hef um allmörg ár haft um- sjón með Herranótt, og því verið þessum málum kunnugur. Mér hefur því hin síðari ár orðið það ljóst, að starfsemi Herranætur gæti ekki lengur byggzt á Iðnó, þegar nemendur eru orðnir 1050 og kennarar 80* Leikendur í Herranótt 1966 á æfingu. ■k (Itugleiðingar Ö. J. um að sýning- ar ættu að fara fram í liúsnæði skól- ans eru auðvitað alveg út í bláinn. Til þess þyrfti Menntaskólinn að eiga Fyrir því fór ég. fram á það við þjóðleikhússtjóra s.l. haust, að Herranótt fengi Þjóðleikhúsið leigt fyrir fjórar sýningar. Hann skildi þessi vandkvæði Herranæt- ur og fyrir einstaka velvild hans og menntamálaráðherra varð það úr Allt starfsfólk á „bak við tjöld- in”, á leiksviði og annars staðar, hefur sýnt okkur einstaka lipurð samkomusal með 600 -700 sætum, auk leiksviðs, sem sé heilt þjóðieikhús, sem yrði notað í fáein skipti á ári, en væri þó helmings til of lítið til þess að þar gæti farið fram skóla- setliing eða skólauppsögn. Og þar væri^heldur ekki hægt að halda ball. Jafnvel þó að til væru 50-70 milljón- ir króna til þess að reisa slíkt hús, teldi ég þeim betur varið til einhvers annars. Menntaskólinn er svo fjölmennur og verður svo fjölmennur næsta ára- tuginn a.m.k,, að honum nægja aðeins ekki stærstu samkomuhús borgaiúnnar og duga þó ekki. Skólinn hefur orðið að halda Jólagleði í Háskólabíói og dansa þar í miklum þrengslum í and- dyrinu. Hótel Saga tekur ekki nema helming skólans eöa liðiega það, og er þó alltof þröngt. Iþróttahöllin i Laugardalnum mundi - helzt duga, ef hún yrði útbúin til þess, að þar mætti dansa.). og greiðvikni. Þjóðleikhúsið hefur um mörg ár lánað Herranótt alla búninga og svo var enn, húsgögn o. fl. Okkur var Ijóst, að erfiðara væri fyrir óvana leikendur að leika í Þjóðleikhúsinu en í Iðnó, en treyst um því að á það væri þó hættandi. Nú hefur Herranótt leikið í Þjóðleikhúsinu í fjögur skipti fyr- ir troðfullu húsi glaðra leikhús- gesta, sem skemmta sér með ágæt- um og fögnuðu leikendum með langvarandi lófataki í leikslok. Ég held líka, að furðumikið af gneistandi fvndni og andríki leik- ritsins hafi komizt sæmilega til skila í eyru áhorfenda, það sýndu hlátrasköllin, sem hvað eftir ann- að dundu í húsinu. Einkum var þetta svo á síðari sýningunum, þegar leikendurnir höfðu öðlazt meira öryggi. — Á fyrstu tveimur sýningunum voru eingöngu kcnn- arar og nemendur Menntaskólans og allmargir boðsgestir. Hvert sæti var setið. Það munar miklu, a3 geta „afgreitt” skólann á tveiiríur kvöldum í Þjóðleikhúsinu, heldur en fimm til sex kvöldum í Iðró cða Tjarnarbæ. Á tveimur síðari sýningunum voru svo aðrir áhorf- endur, allmargir úr öðrum skólun* borgarinnar. Ég held, að mér sé óhætt afr' fullyrða, að öll íramkoma liinna' ungu leikenda og annarra, sem a3 Herranótt standa, hafi verið bæði þeim sjálfum og skólanum til sóma, og að Þjóðleikhúsið hafi haft sóma af þvi að leyfa þeimr að koma þangað með gleði sína og æskufjör, og stuðla þannig að því,* að starfsemi Herranætur, móður leiklistar á íslandi, þurfti ekki að. falla niður vegna húsnæðisskorts, Ég vil því enn endurtaka þakkir*. mínar til húsráðenda Þjóðleik- hússins fyrir þetta.. 17. marz 1966. Einar Magnússon. VILL GRÆÐA FE VEGNA HARMLEIKS EIN af bókum þeim, sem út kom í Bandaríkjunum á þessu ári er bók Marguerite Oswalds, sem fjallar um son hennar, for setamorðingjann Lee Harvey Oswald. Hún virðist hafa ákaf lega furðulegar skoðanir á hlut- unum og segir: — Ég er ein- mana kona í sögunni. Og þeir sem þekkja eitthvað til kristin dómsins vita að móðir Jesú var líka einmana éftir að hann var Irro'Jife’Stur, enginn skipti sér af henni! Og hún heldur því fram, að sonur hennar hafi verið saklaus. Titill bókarinnar er ,,Sögu fræg móðir“, en titilinn fann upp blaðamaður nokkur í New York, Jean Stafford. Þegar hann kom til Texas, tók hún á móti hon- um með orðunum: Lee var sak laus. Við sama tækifæri minnt ist hún líka á myndir og skjöl, og bætti við að hún hefði í hyggju að semja enn eina bók um dauða Lee Oswalds. Hún ætti að heita: Einn og einn eru tveir — eða kannski heldur: Einn og einn eru ekki tveir Síðan stakk hún upp á því við blaðmanninn að þau skyldu hafa samvinnu um útgáfu bókanna og þ'á myndu þau bæði græða margar milljónir króna1 Mikið hefur verið ritað um bókina „Sögufræg móðir“ í bandarísk- um blöðum. Bókin hefur valdið vonbrigðum, þar sem hún gefur ákaflega furðulega rnynd af frú Oswald. Á einum stað i bók- inni segir hún: „Það er sagt. að ég. sé sálsjúk.. En trúið mér, ef nokkur er með fullu viti, þá er það ég. Að fremja-morð þýð ir ekki endilega það að morð-; inginn sé vondur maður, jáfn- vel fólk í þekktum og virðuleg um fjölskyldum getur framið morð. Við vitum, að Kennedy forseti var dauðveikur af At- kinsons veiki (þar á hún víst við Addisons veiki). Ef til vill var það svo, að Lee var feng inn til að skjóta liann vegna meðaumkunar — og vegna ör yggis landsins. Ef þetta er satt þá vann sonur minn gott verk.“ Og um það, hvort sonur henn ar hafi verið vandræðabarn, segir hún: „Aldeilis. ekki. Hann var bráðgáfaður drengur. Ef hann skrópaði í skólanum kom hann alltaf til mín og sagði mér það. Hvérsu margir 13 ára drengir skyldu gera það? Nei, hann kemst áreiðanlega á blöð sögunnar", segi-r þessi furðu- lega móðir. Marguerite Oswaltí,’ i sem nu ætlar að helga líf sitt frægðinni, á erfitt með að skilja, hvers vegna hún-----móðir-forseta morðingjans — þarf að hafa á- 'hyggjur út af fjármálúm, ög hún telur það ákaflega óréttlátt, hversu lítið hún hefur enn haft upp úi- þessum hryggilegu át- bufðum. ALÞÝÐUBI.AÐIÐ' - !9. ífiarz 1966 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.