Alþýðublaðið - 19.03.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.03.1966, Blaðsíða 16
í; Tíminn hefur ekki roS við ■ “ litla bróður (Degi á Akureyri) ’) ' r ;;j en<ia reynir líka stóri bróð ir að taka upp ..stælgæja 1| f]hátt“ í blaðamennsku (að ;;í hætti Alþýðublaðsinsf sem •J orkar eins og þegar sveita 'y maður fer á bítlaball í félags ;> heimili. . . Visir. Ég veit ekki hvernig fólk færi að í lífinu ef það hefði ?{ ekki allar þessar formúlur - til þess að lifa eftir. Ég nefni bara eitt lítiðf dæmi: Maður getur ekki hjálpað öll urn, segir fólk — og hjálpar svo engum. . . . Kallirin' er alltaf að pípa um, að kellingin tali svo íilla um fólkið hans. Sú gámla friðaði hann með þess ari setningu: Tengdaforeldr ar þínir eru betri en tengda fóreldrar mínir... W ■........... : *•' Bruöiaö meö rauöamöl Þegar drottnin^in af Englandi heimsótti kónginn í Frakklandi, sællar minningar var borin aska á völlinn, sem var fagur eins og spegill, því ekki dugði að drottn- ingin gengi á speglandi velli í viðurvist karlmanna. Það eru fleiri en Frankakóngur sem kunna að taka á móti tignum gestum erlendum, og er nú bú- ið að bera rauðamöl á völlinn fyrir framan Lidó, þar sem pressuball verður haldið í kvöld og forsætisráðherrann danski og frú verða heiðursgestir. Ekki var nú rauðamölin samt .borin á vegna þess að völlurin hafi verið spegilfagur eins og í Frakklandi, heldur til að pruðbúnir pressu- ballsgestir þurfi ekki að vaða drulluna í ökla og hné eins og táningarnir hafa gert undanfar- in ár þegar þeir fóru í Lidó og húsmæður sem átt hafa erindi í verzlanir í sama húsi. Lengi vel fóru Pólarnir í fínni taugarnar á betri borgurum þeg- ar tigna gesti bar hér að garði, en þeir voru fyrsta mannvirkið sem ekið var framhjá á leið frá flugvellinum og blasti við augum kónga og drottninga sem ljóst dæmi um híbýlamennt Reykvík- inga. Það brást ekki þegar von var á opinberum gestum að fjöldi manns sendu blöðunum tilskrif þess . efnis að rífa yrði Pólana áður en tilteknir höfðingjar fengju þá augum. litið. Það brást heldur ekki að fyrir hverja heim- sókn var mannvirkið málað, það er að segja sú hliðin sem sneri að veginum. Loks kom þar að Pólarnir voru rifnir, en þá var kóngafólk hætt að aka framhjá þeim, því að Loftleiðir voru flutt ar í Keflavík og búið að rifa braggana þar sem flugafgreiðslan var til húsa, svo óhætt hefði verið að láta húsið standa nokkra ára- tugi til viðbótar. Annars ættum við að bjóða hingað oftar erlendu tignarfólki og láta það, koma sem víðast við. Þá er ekki að sökum að spyrja að borgaryfirvöldin rjúka til og ráð- ast í framkvæmdir sem setið liafa á hakanuní árum saman, því það er allt í lagi þótt innlendir kom- ist ekki í samkomuhús eða í mjólk urbúð nema í klofstígvélum, eða liafa niðurníddar og úr sér gengn- ar byggingar fyrir augunum upp á hvern dag. Öðru máli gegnir þegar við. þurfutn að sýna okkur mektarfólki. Þá skal bórgin yora fín og flótt, eða sá hluti hennar sem gestirnir fara um. Nú' þegar búið er að bera ráuða- möi á völlinn fyrir framan jLido er staðurinn orðinn svo fínn að táningum verður úthýst þaðan og eiga þeir sér nú engan samdigin- legan samkomusal í Reykjavík. Þeir fá ékki inni á vínveitinga- húsum né aðgang að dansleikijum. Hvað eigaí nú veslingarnir að igera af sér? ERgum dettur sú fjarslæða í hug að unglingarnir séu hfeima hjá sér á kvöldin og ekki er liægt að fara í bíó á hverju hvöldi og í Hressingarskálanum er ekki hægt að dansa. Ástandið er voðalegt og á því er líklega engin önnur lausn .en sú að krakkarnir fari að gifta sig fimmtán jra í stað átján eins og nú er algengast og stofna eigin heimili með sjónvarpi. Þá þurfa þeir ekki lengur að hanga heima hjá drepleiðinlegum foreldrum, sem ekki hafa smekk f.vrir að hlusta á bítlatónlist í átta .klukkustundir sarrifleytt öll kvöld vikunnar. Svona getur farið þegar verið er að gera borgina of fína. Þótt það sé gert í beztu meiningu veit enginn.hvaða afleiðirigar það getur haft og líklega er rétt stefria hjá borgaryfirvöldunum að flýta sér ekki um of að láta ganga frá göt- um og öðrum svæðum sem almenn ingi eru ætluð. Það er til dæmis sjálísögð varúð að malbika ekki götur í íbúðahverfum, því það verð ur aðeins til þess að ekið verður miklu hraðar og þykir víst flest- um nóg um gauraganginn i umferð inni. Það er miklu öruggara að hafa göturnar holóttan aurelg sem ekki er hægt að aka hraðar en lestarganginn og ættu menn að hugsa sig tvisvar áður en þeir verða allt of örlátir á rauðamölina. Biðstöðin er rétt um og fyrst kom inn of xeint til mín og syo ég of seint í strætisvagninn." Hefurðu séð tannkremið Kata?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.