Alþýðublaðið - 24.04.1966, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.04.1966, Síða 1
Sunnudagur 24. aprll 1966 - 46. árg. - 91. tbl. - VERÐ 5 KR. 81 FERST í FLUGSLYSI Árdmorc Oklahoma 23. apríl. ’ (ntb-reuter). — Flugvél aí gerðinni Lockhead-Electra! fcneð 88 mönnum, 92 hermönnum og sex manna áhöfn, steyptist log- andi til jarðar í gærkvöldi í nánd við Ardmore í Oklahoma. Síðustu fréttir herma, að 81 maður hafi beðið bana. Margir þeirra 17, sem komust lífs að, hlutu slæm brunasár og eru milli heims og helju. Flugvélin var í eigu leiguflug- félags sem heitir American Flyers og var á leið frá Fort Ord í Kali- forniu til Fort Benning í Georgíu. Flugvélin átti að hafa viðkomu í Ardmore til að fá eldsneyti. Flugvélin hrapaði á hæðóttu svæði skammt frá landamærum Texas. Formælandi flugfélagsins sagði að rignt hefði lítilsháttar þegar flugvélin kom inn til lend- ingar og skyggni var þrír kiló- metrar. Electra-flugvélin er fjögurra hreyfla skrúfuþota. Patreksfjorður út- undan hjá ríkisskip Patrek-firði. — PG-GbG. MIKIL óánægja ríkir á Patreks- firði með þjónustu þá, sem gert er ráð fyrir, að innt sé af hendi af hálfu Ríkisskips. Síðan Særún hætti flutningum, hefur verið hreinasta ólag á flutningum á Vestfjarðahafnir, einkum og sér í lagi á Patreksfjörð. Þannig getur dregizt allt upp i már.uð að vör- ur, sem liggja á hafnarbakkanum í Reykjavík komist tii Patreks-1 fjarðar. Ástæðan fyrir þessu virð- ist vera sú, að skipin eru lestuð þannig, að vörur á fyrstu uppskip- unarhöfn eru lestaðar seinast. Og einfaldlega þegar kemur að sein- ustu höfninni við lestun, Patreks- firði, eru lestar allar langoftast fullar og vörurnar svo látnar bíða — og bætast við það, sem látið var bíða í síðustu ferð. Getur nærri, að af þessu skapast hið I Framhald á 15. síðu 1 | Persónu- : frádráttur j hækkar : j Samkvæmt lögum frá 12. j maí 1965 um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt er svo ákveðið, að hækka skuli eða lækka persónufrádrátt og þrep skattstiga í samræmi við skattvísitölu, sem ákveðin skal af fjármálaráðherra að fengnum tillögum kauplags- nefndar, hagstofustjóra og r í kisskattst j óra. Fjármálaráðherra hefur nú ákveðið, að skattvísitala við álagningu skatta 1966 skuli vera 112.5 stig, miðað við vísitölu 100 árið 1965. Sam- kvæmt þessu hækkar per- sónufrádráttur einstaklinga um 10 þús. kr. hjóna um 14 þús. kr. og barnafrádráttur um 2 þús. kr. fyrir hvert barn. Tekjuskattsbilin í skattstiganum hækka um 5 til 8 þús. kr. Reykjavík er ört vaxandi borg. Þar sem áður roru ó- byggð tún eða melar rísa nú fjölmenn íbúðahverfi. Seina- gangur í lóðamálum af hálfu borgaryfirvalda hefur þó vald ið því, að fjölmargt fólk, sem hvergi kysi annars staðar að búa en í Reykjavík hefur neyðzt til að flytja í sveltar félögin, sem næst eru borginni, og er það miður heppileg þró un. Eitt af nýrri hverfum Reykja víkurborgar er Alfheima og Vogahverflð. Þótt hverfið sé ekki ýkja stórt er það áreiðan iega eitt þéttbýlasta borgar- hverfið því þar búa átta til níu þúsund manns. í þessu hverfi eru þrjú af háhýsum borgarinn ar, sem hvert um sig hafa í búa tölu á við meðalkauptún úti á landi. Blaðamaður og ljósmyndarl Alþýðublaðsins óku um þetta hverfi fyrir nokkrum dögum, tóku myndir, ræddu við nokkra íbúa ,og' ál'nngurinn af föP þeirra geta lesendur séð á blað síðum 7,. 8, 9, og 10 þar sem brugðið er upp myndum og sagt er frá þessu hverfi. Lagarfoss strandar við suðurströnd Svíþjóðar Reykjavík og NTB, 23. apríl. UM hálffjögur leytið sl. nótt, strandaði Lagarfoss við Nidning- en á suð-vesturströnd Svíþjóðar. Skiplð var á leið frá Gravarna til Véntspils með freðfisk. Fullfermi er í frystilestum skipsins, en bú- ið var að losa farm í Lysekil og Gravarna. Veður var gott og bjart er skip- ið kenndi grunns en fer versn- andi. Ekki er vitaö um neinar teljandi skemmdir. Þó er nokkur leki kominn upp í 2. og 3. tánk skipsins. Björgunarskip er á staðnum og vinna kafarar að rann sókn á botni skipsins. Ekkii er talið að skipið sé í bráðri hættifc;

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.